Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 31

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 31
vestfirska vestíirska FRETTABLASIS 31 Lisbeth Olsen hafði verið borgarstjóri Hróarskeldu síðan 1978. Á þeim tíma hafði henni ekki gefist kostur á að heimsækja ísafjörð, fjarlægðarinnar vegna, að sögn. Hún var hins vegar nýkomin úr vikulangri heimsókn til Nanortalik á Grænlandi. samskipti við ísafjörð — segir Lisbeth Olsen, borgarstjóri Hróarskeldu ið að ganga atvinnulausir hafa haft mikla ánægju af því starfi.“ — Hver eru helstu verkefni borgarinnar um þessar mundir? „Það vill svo til að það er ný- búið að ganga frá fjárhagsáætl- un næsta árs. Þar er gert ráð fyrir nokkrum stórframkvæmd- um sem við höfum orðið að bíða með í nokkur ár. Á meðal þeirra eru breytingar í kringum biðstöð strætisvagna og lestar- stöðina. Það er mjög viðamikið verk. Auk þess höfum við hafist handa við að bæta vinnuað- stöðu á borgarskrifstofunum. Skrifstofufólki hefur fjölgað mikið á undanfömum árum og er vinnuaðstaða margra því ó- viðunandi. Að lokum má nefna að við munum eyða umtals- verðu fjármagni í endurbætur á götum og hjólreiðastígum.“ — Hvemig heldurðu að Hró- arskelda komi til með að þróast í nánustu framtíð? „Ég er nú að láta af störfum sem borgarstjóri, en ef ég fengi að ráða yrði haldið áfram á sömu braut, þannig að ekki yrði um neinar stökkbreytingar að ræða.“ MINNST SAMSKIPTI VIÐ ISAFJÚRÐ Við víkjum nú talinu að vinabæjasamstarfinu. Finnst henni það gagnlegt? „Við eigum vinabæi á öllum Norðurlöndunum og ég vil gjaman koma því að hér að vegna legu Hróarskeldu hafa bæir víða um lönd óskað eftir vinabæjasamstarfi. Við höfum hafnað þessum óskum, vegna þess að við viljum einbeita okkur að vinabæjunum á Norðurlöndum. Til að viðhalda því vinabæjasamstarfi er nauð- synlegt að hittast í einhverju landanna fjórða hvert ár. Þeir sem hittast eru jú við stjóm- málamennimir og spjöllum þá saman um vandamál þau sem upp koma í þessum bæjum. En það er samt ekki þetta sem á að vera aðalatriðið, heldur það hverju hægt er að koma í kring hin árin. Nú vil ég viðurkenna að fram að þessu hafa ekki verið mikil samskipti við ísafjörð. Það er dýrt að fara þangað og ísafjörður er eini vinabærinn sem ég hef ekki heimsótt og kem því miður ekki til með að gera í minni borgarstjóratíð. Það er fyrst og fremst fjarlægð- arinnar vegna. Hvað varðar hina bæina þá hafa átt sér stað samskipti á íþrótta- og æsku- lýðssviðinu. Legunnar vegna er auðveldara að koma því í kring en samskiptum við ísafjörð. Viljann vantar þó ekki.“ Við segjum henni þá frá Hvað vissu þau um vinabæinn? Við tókum nokkra heimamenn tali og spurðum þá hvort þeir vissu hvað vinabær þeirra á íslandi héti. Fara svör þeirra hér á eftir Hann heitir Anders Jensen og hélt aðspurður að Akureyri væri vinabær hans á íslandi, en við vissum nú betur. Ekki hafði hann orðið var við vinabæjamótið um sumarið. Hann seldi girnilegt grænmeti á Stænder torgi. Ekki vildi hann láta nafn sitt uppi, en það gerir svo sem ekkert, hann hafði ekki hugmynd um vinabæ sinn á Fróni. Hanne Nielsen, Iben Rasmussen og Hanne Johansen sátu úti i sólinni og lásu undir landafræðipróf, þegar okkur bar að. Ekki vissu þær þó hvað vinabær Hróarskeldu á Islandi hét. Sú síðastnefnda vissi reyndar að Hróarskelda átti vinabæ þar, en nafninu gat hún ómögulega komið fyrir sig. Ekki höfðu þær stöllur haft pata af vinabæjamótinu sem fram fór í bænum þeirra s.I. sumar. sundkrökkunum úr Vestra sem voru við æfingar og keppni í Hróarskeldu og nágrenni síð- astliðið sumar, en á það hafði hún ekki heyrt minnst. En vinabæjamótið sem haldið var í borginni hennar skömmu áður kvað hún hafa lukkast vel og bar ísfirsku gestunum vel sög- una. Lisbeth sagðist að lokum vera nýkomin úr vikulangri heimsókn til Nanortalik á Grænlandi og hefðu innfæddir lýst miklum áhuga á samstarfi við ísfirðinga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.