Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 33

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 33
vestíirska 1 FRETTABLADID 33 ar, það vantar mikið af annarri lunningunni í hann. — En eitt er merkilegt,“ segir Erhard og réttir upp vísifingur. „Eitt er merkilegt og það er að sú vitn- eskja að þetta væru skip Mar- grétar fyrstu (hún var drottning um 1400) hafði gengið í munn- mælum um aldir, þannig að lengi hafði verið vitað að eitt- hvað lá þama úti. Á sjötta ára- tugnum koma svo tveir áhuga- froskmenn til sögunnar. Þeir köfuðu þama niður, fundu fjöl úr skipi og afhentu Þjóðminja- safninu. Þá hófust 5 ára rann- sóknir og undirbúningur og loks voru flökin grafin upp árið 1962. Og við aldursgreiningu kom í ljós að flökin voru miklu eldri en Margrét fyrsta, þau voru frá því um 1000, eða frá víkingatím anum.“ SAFNIÐ BYGGT „Svo var farið að íhuga hvað gera skyldi við skipin fimm. Niðurstaðan varð sú að byggja þetta hús undir þau. Hróars- kelduborg gaf lóðina undir húsið. Síðan var efnt til hug- myndasamkeppni meðal arki- tekta um hönnun safnsins og er útkoman sú sem þið sjáið,“ segir hann og sveiflar hand- leggnum í kringum sig. „Þetta er jú mjög fallegt og gott hús, en Hróarskeldu Erhard Grimstad, forstöðumaður Víkingasafnsms í Hróarskeldu, stendur þama við eina knörrinn sem fundist hefur. Þessi er talinn hafa verið smíðaður öðm hvom megin við árið 1000. Það var einmitt á svona skipum sem landnámsmennimir sigldu til íslands. Erhard hafði marga fróðleiksmola á reiðum höndum um ágæti knarrarins. að þama úti í firðinum lægi eitthvað,“ heldur Erhard áfram. „Til marks um það er að sjó- menn rifu einlægt net sín þama og vitað er að þegar mótorbát- amir komu til sögunnar tóku nokkrir sjómenn sig til og hjuggu stykki úr skipunum, eins og nú má sjá á knerrinum okk- hefur þó einn galla: það er of lítið.“ Og nú gefur hann frá sér sorgarhljóð. „Það hefði mátt vera tíu sinnum stærra, við er- um búin að finna svo margt síðan safnið var byggt sem við vildum gjaman sýna. En ekki þýðir að fást um það. Þegar safnið hafði verið byggt var VQdngasafnið var opnað þegar búið var að endurbyggja knörrinn. Síðan hafa safngestir getað fylgst með framgangi vinmmnar við hin skipin fjögur. Nú er verið að setja síðasta skipið saman, langskipið, og sést grindin hér. Búist er við að verkinu ljúki að einu til tveimur árum liðnum. komið með skipsleifamar og við hófumst handa við að púsla skipunum saman. Þau böfðu flast út á botninum og því þurftum við að finna út hvernig þau höfðu verið í laginu. Við byijuðum á knerrinum og þegar við höfðum endurbyggt hann var safnið opnað. Það var árið 1969. Síðan hefur almenningi gefist kostur á að fylgjast með framvindu vinnunnar við hin skipin. Og nú stendur yfir vinna við það síðasta, langskipið, en verkið hefur tafist nokkuð vegna þess að við höfum orðið að sinna mörgum öðrum verk- efnum meðfram. Sennilega eig- um við eftir 1 — 2 ár enn.“ Erhard segir okkur að hjá safninu vinni 35 — 40 fastir starfsmenn og álíka margir lausráðnir. Meðal verkefna sem þeir þurfa að sinna utan safns- ins má nefna að ef byggja á brú einhvers staðar eru þeir beðnir að kanna hvort einhverjar sjó- minjar finnist við fyrirhugað brúarstæði. EINI KNÖRRINN Nú er komið að nánari útlist- un á skipunum og því hlutverki sem þau gegndu. Gefum Er- hard orðið aftur: „Á víkingatímanum voru til margs konar skip og gegndi hver tegund ákveðnu hlutverki. Við getum tekið langskipið sem dæmi, þetta með skjaldaröðun- um á hvoru borði. Það var her- skip, skip sem ætlað var að vera hraðskreitt, enda var í því pláss fyrir 24 ræðara. Það vildi svo vel til að skipin okkar voru hvert af sinni gerð. Þetta þama,“ segir hann og bendir, „þetta er hinn frægi knörr, sem íslendingasögurnar segja okkur að hafi verið hafður til siglinga milli landa. Og þetta er eini knörrinn sem fundist hefur, svo þið getið ímyndað ykkur hve mikill fengur er í honum. Eins og þið sjáið er hann breiður og hár og hafði því mikla flutningsgetu. I stefni og skut var þilfar, en í miðjunni opið rúm þar sem hægt var að hafa vörur og húsdýr. Sérstaða knarrarins felst í hinni ótrúlega góðu sjóhæfni hans, hann gat siglt næstum hvert á land sem var, enda fóru víkingarnir víða. Einn galli var þó á knerrinum, það var ekki hægt að smíða hann eins stóran og mönnum sýndist, því þegar byggt er úr borðum sem ekki eru yfir 1 cm á þykkt fæst skip sem vindur sig gegnum hafrótið og ef það er haft 100 m langt brotnar það því í sundur. Þetta voru hin innbyggðu endalok víkinga- skipsins sem leiddu til þess að aðrar skipstegundir komu til sögunnar, stærri og burðarmeiri að vísu, en ekki eins hraðskreið og dugleg sjóskip.“ ENGAR SAGNIR Erhard segir okkur að vík- ingamir hafi ekki sagað trén niður eins og gert er nú til dags, heldur klofið þau eftir endi- löngu. Þannig hélt viðurinn sínum náttúrulega sveigjan- leika. Þetta segir hann einn af leyndardómunum bakvið vík- ingaskipin góðu. Skipin í Hróarskeldu eru tal- in vera byggð í Noregi, en lítið er vitað um hvemig þau döguðu uppi á Sjálandi. Hins vegar virðast þau hafa lent í orustu, því á lunningunum má finna göt eftir örvar. Og hér lýkur leiðsögn Er- hards Grimstads um víkinga- safnið í Hróarskeldu. Það á að sönnu mikið erindi við íslend- inga, því það geymir að minnsta kosti hluta leyndardómsins um landnám íslands. Og endar hér frásögn okkar af vinabæ ísafjarðar í Dan- mörku. Rúnar Helgi Vignisson Guðrún Guðmundsdóttir Bækur ■ ■ ■ ■ — Om og Orlygur I ' ■■ ■ lllllllilliipl llll lillll iillllll STBMAR j. tÚÐVÍKSSON ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND BJÖRGUNM- OG SJÓStYSASAGA ÍSLANOSXMI 0INDI ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNA- STUND 17. bindi björgunar- og sjóslysa- sögu íslands eftir Steinar J. Lúð- víksson. Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefið út bókina Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúð- víksson. Bókin er sautjánda bindið í hinum mikla bókaflokki um björgunar- og sjóslysasögu Islands og fjallar hún um atburði áranna 1967 og 1968, en í fyrri bókunum hefur verið fjallað um atburði frá aldamótunum 1900 fram til 1966, auk þess sem ein bókanna var helguð brautryðjendum á sviði slysavama á tslandi. í bókinni er getið margra sögu- legra atburða er urðu á ámnum sem bókin fjallar um. Meðal stærri atburða má nefna frásögn um mannskaðaveðrin er urðu snemma árs 1968 er breski togarinn King- ston Peridot fórst með allri áhöfn fyrir norðan land, breski togarinn Ross Cleveland og vélbáturinn Heiðrún II fórst á lsafjarðardjúpi og togarinn Notts County strandaði við Snæfjallaströnd. Sagt er frá einstæðri björgun Harry Eddoms sem var eini maðurinn sem komst lífs af er Ross Cleveland fórst, sagt frá frækilegri björgun áhafnarinnar af Notts County og greint ítarlega frá réttarhöldunum sem fram fóm í Bretlandi eftir sjóslysin. 1 bókinni er greint frá fjölmörgum öðmm at- burðum, m.a. björgun áhafnar vél- skipsens Stíganda er fórst langt norður i höfum 1967. Bókaflokkurinn Þrautgóðir á raunastund er þegar orðinn einn viðamesti bókaflokkur hérlendis. Efnisskipan er með þeim hætti að hvert ár er út af fyrir sig, en at- burðum gerð misjafnlega mikil skil eftir eðli þeirra og atvikum. Hverju ári fylgir nákvæm atburðaskrá í tímaröð. Mörgum atburðanna lýsa menn, sem hlut áttu að máli, ýmist sem björgunarmenn, eða þeir sem bjargað var. Óhætt er að segja að hér sé á ferðinni áhrifamikil og oft hrikaleg samtíðarsaga, einn af veigameiri þáttum íslandssögunn- ar. Sautjánda bindið var filmusett og prentað hjá Prentstofu G.Bene- diktssonar en bundin hjá Amarfelli hf. Sigurþór Jakobsson teiknaði kápuna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.