Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 35

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 35
vestfirska TRETTABLADin 35 Rúnar Þór Pétursson: Augaí vegg Þann annan desember sendi ís- firðingurinn Rúnar Þór Pétursson frá sér sína fyrstu sólóhljómplötu; auga í vegg. Á plötunni eru sjö lög öll eftir Rúnar Þór, textamir eru einnig allir eftir hann utan tveir sem em eftir Jónas Friðgeir Elías- son skáld frá Bolungarvík. Þrír af þekktustu rokksöngvur- um landsins koma fram sem gesta- söngvarar á plötunni, þeir Eiríkur Hauksson söngvari Drýsils, Sigurð- ur Sigurðsson fyrrverandi söngvari í Eik og loks Bubbi Morthens sem óþarfi er að kynna. Rúnar Þór sér um nær allan undirleik sjálfur ef frá er talið að Kjartan Baldursson sér um allan bassaleik og Grétar örvarsson sem leikur á hljómborð í nokkmm lög- um. Upptökur fóru fram í stúdíó Mjöt sem einnig sér um dreifingu. Upptökumaður var Bjöm Vil- hjálmsson. Hönnun umslags var í ömggum höndum Sigurþórs Hall- bjömssonar (Spessa) og er þar smekkleg vinna á ferðinni. Rúnar Þór gefur plötuna út sjálfur ásamt Davíð Karli Andrés- syni. Þeir sjá einnig um dreifinguna ásamt Mjöt og er hægt að panta hana hjá þeim í símum 92-6164 og 91-13215. Hebba, Hrönn og Sigrún Þessar bros- hýru stúlkur eru ísfírðingar sem vinna all- ar í mötuneyti T ækmskólans í Arósum. Þessi mynd ásamt þessu stutta viðtali við þær birtist í blaði skólans í haust, undir fyrirsögninni „Dætur mið- nætursólar- innar". „Danir segja þær” þeir tala alltaf um mat og peninga og sjálfa sig. Þetta eru ókostirnir segja þessar glaðværu stúlkur. Kostimir eru þeir að Danir eru brosmildir, hjartahlýir og vina- legir. Þær segja í viðtalinu að menning Islendinga og Dana sé ekki svo mjög ólík, en íslend- ingar vinni margfalt meira en tíðkast ytra til þess að halda uppi lífsstandard sem er mun hærri en þekkist í Danmörku. íslendingar vilja fylgjast mjög vel með tískunni og eru undir áhrifum frá Ameríkönum. Það er auðvelt að fá vinnu á íslandi og það eru ekki gerðar sömu kröfur og í Danmörku. Fólk getur fengið vinnu við frekar sérhæfð störf án þess að hafa tij þess áskilin réttindi. Þær tala allar prýðis dönsku en segjast alls ekki hafa lært hana í skóla heima á íslandi. Þó danska sé skyldufag í skólum heima lærð- um við hana ekki almennilega fyrr en við komum til Dan- merkur segja þær. Þær segjast sakna náttúru- fegurðarinnar á ísland þær tala um skíði og útilegur sem þær sakna að heiman. Það hefur verið mjög þrosk- andi fyrir okkur að dvelja hér segja þær. íslendingar fá ekki eins frjálslegt uppeldi og tíðkast hér, okkur líkar vel við viðhorf Dana. Stúlkumar eru allar í íslend- ingafélaginu í Árósum sem veitir Dönum líka inngöngu og telur um það bil 250 meðlimi. Félagsmenn geta fengið ódýrari fargjöld heim til Islands og haldnar eru margskonar skemmtanir á borð við þorra- blót í febrúar þegar á boðstól- um er hefðbundinn Þorramatur frá íslandi. Það er haldið með pomp og pragt upp á þjóðhá- tíðardaginn og fleira skemmti- legt er gert á vegum félagsins. I lok viðtalsins skipta þær stöllur smástund yfir í íslensku fyrir forviða blaðamanninn sem skilur ekki orð. Að lokum segir frá því að ís- lendingunum sé ef til vill að berast liðsauki að heiman vegna þess að systir Sigrúnar og sömuleiðis systir þeirra Hönnu og Hebbu gætu vel hugsað sér að koma til Danmerkur til starfa. Þær eru boðnar hjartan- lega velkomnar. Þegar verið var að vinna þessa grein í prentsmiðju ráku glöggar stúlkur augun í það að Danskurinn hafði farið rangt með riafn Hrannar, var hún kölluð Hanna í danska blaðinu. Hennar rétta nafn hefur sjálf- sagt verið of hart fyrir Baunana.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.