Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 37

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 37
vestfirska rRETTABLADID 37 Gísli Halldór Halldórsson: Atómstyrjaldar- kvæði Eldvagnar skriðu um hæðanna tóm. Þeir hjuggu í sífellu risana tvo. Sem í Barbara innreið í Rómarveldi, menningarheimurinn hrundi. Klofin í sundur og geislum skotin, ástkæra veröldin brann. Og bráðlega vatnið ei rann. Bráðna tóku brosin. Og brotnuðu beljakar stórir. Þorsti. 1 frosti. Þvarr þróttur herrum. Nú rottur um knerrina herja. Veröld vor á vogarskálum var. Versnaði ástand og vargur gól. Véfengdi maður annan. Viðskipti risa, riðuðu til falls. Fengur þótt í styrjöld. Eldar stigu himna til. Á þjóðir allar sigu. Fengu ei sálmar dugað lengur. Ákvörðun var heljar tekin. Til baka verður aldrei rekin. Við moldu herti hungurs ól. Mannsins brennda hörundslit, rottur einar átu. f stólpum herra hrikti hátt. Börnin léku ei lengur dátt. Nú hrundi menning herranna, sem Jarðar höfðu riðið höf. Þeir guldu sínar skuldir nú, stærri var Daníels kálfi sú, en betur var hún borguð, er manna kyni í hita var eytt. Nú enginn fær að iðrast. En Jörðin nær að viðrast. Látum við nú illum látum. Við sem heima sátum. Sögðum: sjáum hvað setur, ef hann gerir kjarnorkuvetur. Hafðu í huga, þú sem halur vilt duga. Sektar berð þú þunga sekki. Þú sagðir eitt sinn: ég trúi þessu ekki. Fáðu þér nú vinur minn. Lögg af víni í lítið glas, og settu í pípu hið gullna gras. Þá kanski léttist eigið sinn. En ekkert annað munt bæta. Nú dugir ekki að þræta, Því veröld ert búinn að tæta. Sigrid Valtingojer. Langbrók í Slunkaríki Langbrók nefnist gallerí sem starfað hefur í Reykjavík um nokkurt árabil. Á bakvið Gallerí Langbrók stendur hópur lista- manna nánar tiltekið tíu konur sem nota Galleríið til þess að koma list sinni á framfæri. Konumar starfa flestar í grafík eða leir. Nú stendur yfir í Slunka- ríki á Isafirði sýning á verkum kvennanna í Gallerí Langbrók og kennir þar margra grasa. Einn meðlima hópsins sem stendur að Gallerí Langbrók kom hingað vestur til þess að hafa um- sjón með uppsetningu sýningar- innar. Hér er á ferðinni Sigrid Valtingojer sem er velþekkt lista- kona sem vinnur í grafik og teiknar. Við spurðum Sigrid nánar út í starfsemi Gallerís Langbrókar. „Galleríið er til húsa við Amt- mannsstíg í Reykjavík, það er hluti af Bemhöftstorfunni. Þetta var sett á laggimar á þeim tíma sem menn vildu helst rífa öll gömul hús en sem betur fer varð það ekki ofan á. Það var geysileg vinna að hrinda þessu í framkvæmd, það þurfti að safna peningum og síðast en ekki síst var mikil vinna að gera húsið Biöjiö um áætlun. RIKISSKIP Sími: 28822 Brottfarardagar frá Reykjavík: VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern laugardag. NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern laugardag. NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða iaugardaga. AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: alla fimmtudaga. Þjóðbraut á sjó upp. En í dag er þama sýningarað- staða fyrir alla meðlimi hópsins þar sem verk þeirra eru til sölu. Meðlimir hópsins vom upphaf- lega 24 en þeim hefur fækkað af ýmsum ástæðum, meðal annars voru nokkrar konur sem voru að vinna í textílhönnun og vefnaði sem urðu sér úti um húsnæði ann- arsstaðar þeirra verk voru oft svo stór að húsnæði Langbrókar hrein- lega hentaði ekki. Vefnaður og tauþrykk og þvíumlíkt þarf svo mikið pláss. Húsnæðið er enda mjög lítið er gerir ekki betur en að anna 10 listamönnum. Það er dálítið breytilegt form á rekstri hópsins, eins og er em þetta formleg samtök með formanni og stjóm og öllu sem því tilheyrir, við höfum stjóm sem situr í þrjá mán- uði í senn og heldur mánaðarlega fundi, en það er ekki víst að það form verði til frambúðar þetta er allaf að breytast. Þessi hópur er ekki eingöngu bundinn við konur, við höfum ekkert á móti mönnum en þetta hefur reynst okkur mjög vel, okkur kemur svo vel saman. Við vinnum allar ýmist í grafík eða leir, það hafa allir sína eigin vinnustofu >og nota síðan galleríið til þess að sýna og selja, því það er jú tilgangurinn með þessu öllu saman að koma hstinni á framfæri og selja gripina svo listamaðurinn geti hfað af sínu framtaki. Þetta hefur gengið alveg ágætlega hjá okkur. Allir meðlimir hópsins eru menntaðir í sínu fagi bæði hér heima og erlendis. Það er mjög margslungið verk að setja upp myndlistarsýningu. Það getur alveg skipt sköpum fyrir vel- gengni sýningar, hvemig hún er sett upp og hvemig hún er lýst. Þetta er hlutur sem fólk lærir fyrst og fremst af reynslunni, maður verður bara að þreifa sig áfram. Við höfum einu sinni áður sýnt úti á landi, það var I Laxdalshúsi á Akureyri. Á sýningunni í Slunkaríki verða munir eftir alla meðlimi hópsins nema Rúnu sem er núna úti í Sví- þjóð að setja upp verk í menning- armiðstöðinni í Sveaborg. Allir munimir á sýningunni I Slunkaríki em til sölu. Það er ætl- unin að hafa opið á hverjum degi fram til jóla og viljum við því hvetja ísfirðinga til þess að líta inn til okkar í jólaösinni og skoða fögur listaverk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.