Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 41

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 41
vestlirska ntETTABLADID Smábátum undir 10 lestum hefur fjölgað gífurlega á undanfömum árum. sem varlegt er að treysta. Ég skoðaði nýjustu gæðamats- skýrsluna fyrir tímabilið janúar til maí á þessu ári og þar kemur í ljós að um það bil 80 línubátar á allri vetrarvertíðinni, línubát- ar, skiluðu að landi algerlega gallalausu hráefni, samkvæmt þessari skýrslu. Ég vil nú bara beina orðum mínum til þeirra sem til þekkja og spyrja hvort þeim þyki þetta líkleg niðurstaða, hvort þeim þyki líklegt að 80 línubátar sem vísast fiskuðu þúsundir tonna hafi komið með hvert gramm af fiski algerlega gallalaust. Ég held að allir sem til þekkja sjái að hér er ekki um að ræða neinar raunhæfar tölur, hér er maðkur í mysunni og því vara ég mjög við því að fara út í samanburð á gæðum fisksins á þessum grundvelli. ÁLIT ÞEIRRA SEM STARFA í GREININNI SJÁLFRI Ég vil hinsvegar benda á að fjölmargir þeir sem þekkja til eru þeirrar skoðunar að í raun og veru hafi ástand fiskjarins síst batnað með tilkomu kvóta- kerfisins og í þessu sambandi langar mig til þess að vitna til álits tveggja manna sem báðir eru þaulkunnugir daglegu starfi í þessari grein, fisktæknar frá Fiskvinnsluskóla íslands, sem starfa við sjávarútveg. Einar Garðar Hjaltason hjá Hrað- frystihúsinu í Hnífsdal og Hörður Geirsson hjá Pólnum hf á ísafirði. Þeir segja svo í grein sem birtist í Ægi 4. tölublaði 1985. „Greinilegt er að sumarveið- in hefur aukist ískyggilega á milli þessara ára og var þó ekki á bætandi. Besta starfsfólkið við snyrtingu og pökkun eru úti- vinnandi húsmæður, og hvorki erlendur starfskraftur né skóla- fólk í sumarafleysingum stand- ast þeim snúning. Það er því augljóst að ekki getur gefið góða raun að veiða mestan afla í júlí og ágúst þegar flestar hús- mæðumar taka sér sumarfrí eða verða að vera heima vegna lok- unar dagheimila. Afleiðingar þess að hrúga fiski á land þegar flestir vanir starfsmenn eru fjarverandi, hljóta að vera þær að verkstjórar neyðast til þess að láta vinna fiskinn í hrað- virkustu pakkningar til þess einfaldlega að hafa undan tog- urunum. Þá geta menn lent í þeirri aðstöðu að vinna í pakkningar sem gefa mjög lítið af sér.“ Því hefur verið haldið fram að þessi staðreynd að afla var hrúgað á land í júlímánuði eigi ekkert skylt við stjórnun fisk- veiða. En hver er skoðun þeirra manna sem starfa í greininni sjálfri frá degi til dags. Þeir segja svo: „Undirritaðir eru sannfærðir um að kvótakerfi í núverandi mynd hafi ekki aukið gæði afl- ans og ekki stuðlað að því að samræma veiðar og vinnslu við afrakstursgetu fiskistofna.“ AF ÞRÓUN UNDANFARINNA ÁRA MÁ RÁÐA I FRAMTÍÐINA. Þetta er sem sagt mat þeirra. Og ef við enn fremur skoðum hvernig þróunin hefur verið frá 41 því að núverandi fyrirkomulag var tekið upp þá kemur auðvit- að í ljós að það hefur verið jöfn og stöðug þróun í þessum efn- um. í júlí á þessu ári bárust á land alls 42.263 tonn. Ég hef hér í höndunum tölur, 20 ár aftur í tímann sem sýna að aldrei fyrr hefur borist á land annar eins afli á þessum tíma. M.a.s. 1981 hið fræga aflaár, þá bárust einungis á land í júlí- mánuði 34, 371 tonn. Miðað við áætlanir Fiskifélags íslands á þessu ári, má búast við að júlí- aflinn verði svona 13 til 14 % af heildarafla ársins í ár. Árið 1981 er hann 7,5%. Ef við skoðum þróunina aftur í tímann, þá er það alveg ljóst að það verður umtalsverð breyting á árinu 1984, og það fær mig enginn til þess að fallast á að þetta sé al- gjör tilviljun, menn hafi allt í einu misst þetta allt úr böndun- um og þetta eigi ekkert skylt við kvótaskerfið og núverandi að- stæður við fiskveiðistjómun. Ég held að það þurfi æði mikla til- viljun til þess að svo kunni að vera. Varðandi spuminguna um athafnafrelsi sem markmið við fiskveiðistjómun þá þarf nátt- úrulega ekki vitnanna við. Það liggur fyrir að eitt markmiðið með núverandi fyrirkomulagi við stjórnun fiskveiða er ná- kvæmlega það að stýra, stjóma, takmarka og koma í veg fyrir. Þetta getur varla talist mikil- vægt framlag til athafnafrelsis- ins í landinu. Óhætt að veiða mun meira af þorski Einar Kristinn Guðfmnsson, útgerðarstjóri í Bolungarvík. r I því skyni að gefa lesendum blaðsins kost á að glöggva sig enn betur á þeim atriðum sem sett eru fram hér á undan, slógum við á þráðinn til Einars Kristins Guðfinnssonar og báðum hann að útlista aðeins nánar einstök atriði ræðunnar. I upphafi ræðunnar kemur fram hörð gagn- rýni á núverandi aðferðir við ákvörðun há- marksafla. Hverjar eru ykkar tillögur í þeim málum? „Meginatriðin eru þau að ef við lítum aftur í tímann yfir árin 1950 til 1980, þá kemur í ljós að meðalþorskafli á þessum tíma er um það bil 400 þúsund lestir á ári. Nú, við teljum mjög mik- ilvægt að þessi atvinnugrein geti búið við einhverja festu og eitt- hvað starfslegt öryggi. Okkar skoðun er sú að það sé óhætt frá líffræðilegu sjónarmiði, og mikilvægt frá efnahagslegu sjónarmiði að ákvarða þorsk- aflann með tilliti til reynslu fyrri ára. Við teljum að það megi, með ákveðnu fráviki veiða á ári mun meira af þorski." Nú kemur fram í þessari til- lögu ákveðin gagnrýni á Haf- rannsóknarstofnun og mat fiskifræðinga á veiðiþoli stofns- ins. „Ég vil í þessu sambandi vísa í rökstuðning sem fram kemur í ræðunni. Það sem hinsvegar er alvarlegast í þessu máli er sá trúnaðarbrestur sem orðið hef- ur milli fiskifræðinga og sjó- manna. En ég vil þó lýsa ánægju minni með margt sem hefur verið gert á þessu ári til þess að endurvekja þennan trúnað, t.d. þátttöku sjómanna sjálfra í rannsóknum á fiskistofnum. Þetta er mjög jákvætt af hálfu Hafrannsóknarstofnunar. En hitt er alveg ljóst að trúnaðar- bresturinn er verulegur.“ Þú talar um samdrátt i þjóð- arframleiðslu sem sjávarútveg- urinn hafi mátt gjalda fyrir í meira mæli en aðrar atvinnu- greinar. Viltu aðeins skýra það nánar út? „Þegar best lét í sjávarútvegi, í kringum 1980 og aflabrögð voru með besta móti í öllum greinum, var mikil gróska í sjávarútveginum. Til viðbótar þá bættist mikið innstreymi er- lends lánsfjár, sem gerði það að verkum að hér ríkti fölsk þensla. ofan í góðærið. Síðan gerist það að það dregur úr þenslunni vegna minnkandi af- la. Það var mjög örðugt áð draga á sama tíma úr inn- streymi af erlendu lánsfé án þess að hér skapaðist vand- ræðaástand. En það er ljóst að þetta lánsfé kom fyrst og fremst innflutn- ings- og þjónustugreinum til góða og bætti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart sjávarútvegi, og gerði hann veikari fyrir, sér- staklega með tilliti til launa- kjara. Af þessu erum við meðal annars að súpa seyðið í dag.“ Viltu í örfáum orðum útskýra muninn á aflamarki og sóknar- marki. „Aflamark byggir á reynslu fyrri ára, afli skipa á árunum 1981 og 83 skar úr um úthlut- aðan kvóta þeirra fyrir árið 1984 og 1985. Sóknarmarkið gerir ráð fyrir að mönnum sé úthlutaður afli en munurinn er sá að mönnum er skammtaður ákveðinn fjöldi sóknardaga. Þessi dagafjöldi byggir á reynslu fyrri ára en mönnum er meinuð sóknin ákveðinn fjölda daga á ári. Annar munur er sá að það má ekki flytja til afla á milli skipa sem eru á sóknar- marki. Þetta er eitt af því sem gerir það að verkum að útgerðir þar sem eru fleiri en eitt skip með margskonar útgerð , hafa fyrir vikið ekki getað notað sóknarmark. Þetta er skýringin á því að einungis einn togari á Vestfjörðum valdi sóknarmark á þessu ári, þó væntanlega verði þeir fleiri á því næsta.“ Varðandi kvótasölur, eru ein- hverjar hömlur á sölu kvóta? „Ef við skoðum þær kvótatil- færslur sem átt hafa sér stað, þá kemur í ljós að mikill meirihluti slíkra tilfærslna á sér stað í fyrsta lagi innan útgerða, innan verstöðva og síðan er nokkuð um kvótaskipti, það er að segja að menn láti þá kvóta af einni fisktegund í skiptum fyrir aðra. Síðan eru hinar eiginlegu kvótasölur á milli byggðarlaga og á þeim eru talsverðar höml- ur. Slíkar beinar sölur hafa ver- ið nokkuð algengar samt sem áður. Það er rétt að það komi fram í þessu sambandi að við Vestfirðingar höfum sem heild

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.