Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 42

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 42
vestflrska 42 rRETTAÐLAÐID Útflutningstekjursjávarútvegsinsdrógustsamanum8,5milljarðakrónaáárunum 1981 til 1984. farið mjög vel út úr þessum kvótasölum. Hingað hefur verið keyptur kvóti en nánast enginn kvóti seldur út úr kjördæminu. Þannig að við höfum fengið inn í kjördæmið mikinn fisk vegna þessa möguleika en látið nánast engan. Það eru engar takmarkanir á tilfærslu kvóta milli skipa innan sömu verstöðva eða innan sömu útgerðar, það er aðeins spurn- ing um aukið hagræði. Aftur á móti ef menn hyggjast selja kvóta milli byggðarlaga, þá þarf að fá samþykki ýmissa aðila innan sveitarfélagsins sem mál- ið kann að varða, svo sem verkalýðsfélag auk sveitar- stjómar. Auk þess þarf að til- kynna þetta til sjávarútvegsráðuneytisins." Verður þetta frumvarp sam- þykkt? „Já, ég held að það sé alveg ljóst að þetta frumvarp verður samþykkt, ég veit t.d. ekki nema um einn framsóknarmann sem kemur til með að greiða at- kvæði á móti því og það er Ól- afur Þórðarson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson hefur allt- af greitt atkvæði gegn kvóta- frumvarpi. Þá er Matthías Bjarnason andstæðingur kvót- ans. Mér heyrðist í umræðum á þingi að fulltrúar Kvennalistans væru fylgjandi frumvarpinu. Alþýðubandalagsmenn eru trú- lega eitthvað klofnir í afstöðu sinni, þannig að þrátt fyrir allt þá verður frumvarpið samþykkt með miklum meirihluta. Nú á ég von á því að sjávarútvegur og fiskvinnsla sætti sig við þessa skipan mála þrátt fyrir að vitað sé um mikla óánægju með þetta mál. Kvótinn var samþykktur á Fiskiþingi og LÍÚ þingi. Ég tel að staðan hafi verið sú að menn gátu ekki sameinast um aðra leið, þó svo að óánægja með kvótann hafi verið talsverð. Farmanna- og fiskimannasam- bandið greiddi hinsvegar at- kvæði gegn kvótalögunum á sínum tíma, en eins og ég sagði, á meðan ekki er hægt að sam- fylkja þessum öflum, þá er tómt mál að tala um annað en að sætta sig við orðinn hlut.“ Einhver orð um stöðu útgerð- arinnar að lokum miðað við að þessar breyttu aðstæður sem nú eru í sjónmáli? „Ég vil fyrst og fremst leggja áherslu á það að ég tel að það sé ekkert sem bendir til þess að kvótinn hafi valdið neinum sparnaði í útgerðarrekstri, það er þvert á móti hægt að benda á hið gagnkvæma og ég held að reynsla liðins hausts sým mönnum afdráttarlaust að kvótinn hefur síður en svc valdið spamaði í togaraútgerð. Það hefur verið bent á að fisk- mat hafi batnað, ég held að þæi tölur sem þar eru nefndar séu svo óáreiðanlegar að á þeim sé ekkert að byggja, þannig að ég held að kvótinn hafi ekki gert neitt til þess að bæta stöðu út- gerðarinnar. Á hinn bóginn má segja að staða útgerðarinnar hafi skánað lítillega á þessu síðasta ári vegna aukins afla, auk þess sem gámasölur hafa fært útgerð og áhöfnum skipa auknar tekjur, en engu að síður er vandinn í sjávarútveginum sem heild enn fyrir hendi og ekki síður alvarlegur en áður. En það er efni í aðra umfjöll- un.“. Sokkabands- árin hennar w Asthildar Hún Ásthildur hefur sent frá sér plötuna Sokkabandsárin. Undirrit- aður var ákveðinn í að kaupa plöt- una þegar fréttin af þessu barst um bæinn, þó ekki væri til annars en styðja við bakið á bjartsýnu fram- taki hennar, því það þarf kjark til að ráðast í jafn mikið fyrirtæki og slíkt er. Eftir að hafa hlustað á plötuna get ég fullvissað menn um, að það þarf ekki á nokkurn hátt að réttlæta kaupin, því hún er sinna peninga virði og vel það. Lögin eru fjölbreytt og lífleg og flutningur allur með mestu ágæt- um. Þetta er plata, sem er höfundi sínum til sóma. Ásthildur, hafðu þökk fyrir framtakið. Pétur Bjamason. I GLEÐILEGJOU1 Aðalfundur Aðalfundur Vélsmiðjunnar Þór hf. fyrir árið 1984 verður haldinn á skrifstofu félagsins laugardaginn 28. desember kl. 11.00. Dagskrá samkvæmt félagssamþykktum. Stjórnin Ásthildur í sólskiiisskapi. Platan hefur fengið góða dóma. kom út á seinasta ári og er ennþá fáanlegt í bókabúðum. Félagsmenn Sögufélags ís- firðinga geta pantað það frá afgreiðslu félagsins: Pósthólf 43, ísafirði. Annað bindið frá 1867 — 1920 er væntanlegt á næsta ári Gefið vinum ykkar Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna (.Þetta fyrsta bindi af Sögu ísafjarðar er vönduð bók að gerð og frágangi." Halldór Kristjánsson, Tímanum.)

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.