Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 43

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 43
vestfírska rHETTABLADID 43 Litli kofinn uppi á brekkunni ofan við þorpið hafði staðið þama tugi ára, án þess að vekja þorpsbúa til sérstakrar um- hugsunar fram yfir annað um- hverfi. Það bar öllum saman um að óvenju fagurt útsýni væri þar efra. Kringum kofann var girtur blettur vaxinn þéttu língresi. Mjög snoturt var þama og vel um gengið, lét lítið yfir sér og var þannig í fullu samræmi við eigandann, sem þar bjó einn saman. Hann lagði mikla alúð og hirðu í þessa eign sína. Gamli Bjöm nefndi blettinn sinn „Skák”. Var nafnið þannig til komið, að hann talaði jafnan um Skikann sinn eða Skákina, þá er hann erfði þennan blett endur fyrir löngu. Yngra fólkið í þorpinu kannaðist vel við Bjöm gamla á Skák og heimili hans. Snjóþungt var þama á vetrum, en þó fór fjarri því að einangrun hrjáði gamla Bjöm, þó hann væri orðinn fáförull niður í þorpið. Lengi hafði hann kennt bömum að stafa. Og þau voru ekki ófá orðin ungmennin, sem fyrst höfðu lært að kveða að eða draga til stafs hjá gamla manninum. Þótti takast giftusamlega með námið og tíðum voru nemendur gamla Bjöms næsta fróð um sitt( hvað er snerti uppbyggingu og atvinnuhætti þorpsins, fornar sagnir og margt það er fróðlegt var, þá er þau komu í barna- skólann. Hvem vetur fram til þess er hér um getur komu böm úr þorpinu til náms upp að Skák. Það var því eðlilegt að troðin slóð eftir htla fætur lægi upp brekkumar, er snjóar lögð- ust að. Alla tíð fylgdi gamli Björn bömunum áleiðis niður að efstu húsunum, þætti honum veður vafasamt. Síðan þrammaði hann þungstígur heim brekk- umar aftur. Ávallt var við- brugðið ljúfleik hans og skap- mildi í samskiptum við börnin. Á blettinum framan við kof- ann sinn hafði Bjöm gamli gróðursett grenihríslu, sem nú var orðin allstórt tré, stóð það sem dyravörður við garðshliðið. Var sem það byði bömin vel- komin þama iðgrænt á snjó- breiðunni, þegar girðingin og hliðið voru hulin snjó. Síðustu ár hafði gamli Bjöm þá venju að skreyta tréð með mislitum ljósapemm hver jól og tendraði jólaljós á trénu. Birtu þess bar vítt yfir og var mjög fagurt að líta upp eftir frá þorpinu. Höfðu bömin mikla unun af að horfa þangað. Og væri veður til heimsóttu þau gamla Björn að sjá jólatréð hans. Átti þá gamli maðurinn jafnan eitthvað til að gleðja bömin og gjaman sagði hann þeim jólasögur. Raunar þóttu ekki mikil tíð- indi og náði lítt til þorpsbúa í dagsins önn, að gamli Bjöm síðla sumars er hann var að bjástra upp brekkumar heim að Skák, hrasaði við og lærbrotn- aði. Síðan lá Bjöm rúmfastur í sjúkraskýli þorpsins. Ekki hafðist brotið illa við, en þverr- andi lífsþróttur virtist sækja á hann. Oftlega litu bömin inn til hans og virtust það gagnkvæm- ar ánægjustundir. Nú var hafinn jólaundirbún- ingur í þorpinu. Fólkið lagði mikla alúð í að prýða og fegra híbýli sín fyrir komu jólanna. Einangrun vondra veðra og skammdegis, gæftaleysi og at- vinnuskortur á þessum árstíma •• læddi dofa og tómleika í hugi manna. Þá var þessi blessuð ljóssins hátíð með yl og kær- leika boðberi birtu og lífsfyll- ingar. Framtakssamar konur létu sig miklu skipta að blær hátíðleikans næði til allra jafnt. Vissulega höfðu þær hug á að gleðja gamla Bjöm eitthvað um jólin. Margar þeirra máttu nú minna með lestrarkennslu bamanna. „Engin veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir”. Þetta voru orð hennar Maríu í Bót, þegar hún kom að máli við hinar konumar hvað helst skyldi gera gamla manninum til gleði. Auðvitað heimsóttu þær sjúka um jólin og færðu þeim einhvem glaðning. En gamli Bjöm var þeim sérlega hugleik- inn núna, þegar verka hans naut ekki lengur við. Og hver þeirra átti frumkvæðið voru þær ekki á einu máli um, en allar þó sammála að gleðja Bjöm með því að tendra jólaljós á grenitrénu hans heima á Skák. Auðvitað þurfti að nefna þetta við gamla manninn, alltént hvað rafmagnið í kofanum á- hrærði. En svo oft höfðu jóla- ljósin á Skák glatt hugi þorps- búa, að gott væri að Bjöm gamli gæti nú litið þau með þeirra augum. María í Bót og Kristín í Malarbúð tóku að sér að ræða þetta við gamla manninn. Hann tók þeim með hlýleika að venju, þar sem hann sat upp * við herðadýnu með gráfölvu yfir- bragði. Böm þeirra beggja höfðu notið leiðsagnar Bjöms. Erindi þeirra tók Bjöm ekki fjarri en sagði lítið. Töldu þær ekki vandkvæði á að hann staulaðist út að glugganum á herbergi sínu, þar sem útsýni var að Skák, að hann fengi litið ljós jólanna á heimili sínu. „Mér er nú mest um vert að gleðja blessuð bömin og njóta gleði þeirra” sagði Bjöm gamli með hægð. Nú var eins og allir þorpsbú- ar hefðu fengið áhuga fyrir grenitrénu á Skák. Skipsverjar á einum fiskibátnum höfðu við orð að gera sér glaðan dag og tendra ljósin þar efra um hátíð- ina. Karvel kaupmaður bauðst til að gefa jólaljósin á tréð og allir vildu eitthvað láta í té ef vera mætti gamla Bimi til á- nægju. En það var nú svona María í Bót og Kristín í Malarbúð höfðu nú tekið þetta að sér og hugsað til að gleðja einstæðing. Og ekki myndu þær telja á sig að heiðra minningu gamla Bjöms á ókomnum árum með því að tendra jólaljós á Skák. Börnin í þorpinu höfðu líka uppi ráðagerðir um að gleðja gamla Bjöm. Nú beindist hugur þeirra einnig að grenitrénu á Skák. En var það nú víst að Bjöm gamli gæti séð tréð sitt út um gluggann á herbergi sínu? Það voru þau alls ekki viss um. Þau voru sammála um að sæi gamli Bjöm ekki jólatréð sitt væri enginn tilgangur í þessu. Þama stóðu nokkur böm í hóp við hornið á gamla fisk- húsinu. Rökkvi skyggði yfir. Tungl óð í skýjum og varpaði öðru hverju smábjarma sem leiftraði yfir umhverfið og skuggamir þutu óðfluga í hlíð- ujum og dönsuðu sem lífi gæddar verur í brekkunni kringum Skák. Bömin ræddu hljóðlega sín á milli. Að lokum sagði Linda litla dóttir póst- meistarans eitthvað við telpuna, sem stóð við hlið hennar. Bömin endurtóku uppástungu hennar fegins rómi. Linda var alltaf úrræðagóð og skörp í hugsun. Þau brostu leyndar- dómsfull hvert til annars. Skömmu síðar hurfu þau út í myrkrið, hvert heim til sín. Það var kominn Þorláks- messudagur. Veður var stillt, en hafði gengið á með mugguélj- um öðru hvom um nóttina og fram á daginn. Upp brekkumar áleiðis heim að Skák héldu tvær konumar sem talað höfðu við gamla Bjöm. Þær ösluðu rösk- lega snjóinn, sem var mikill og jafnfallinn. f fylgd með þeim var piltur sem hjálpa skyldi við að koma fyrir ljósum á greni- trénu. Meðferðis höfðu þær marglitu ljósaperumar frá Kar- vel kaupmanni. Þau settust í snjóinn, köstuðu mæðinni og lituðust um. „Það er engu líkara en fennt sé hér í nýja slóð” sagði Kristín í Malarbúð. „Það er ekki ótrúlegt” sagði pilturinn. Kristín dustaði með hendinni snjóinn kringum sig. „Barmál- ar” sagði hún, og það var rétt. f lausamjöllinni lágu grænar barmálar eins og þær hefðu fokið af tré í hvassviðri. „Þetta er furðulegt núna í logninu” sagði María. Þykkt él lá yfir, svo þau sáu ekki heim að kofanum fyrr en þau komu á brekku- brúnina. Hann var hálfhulinn fönn, girðingin var þegar fennt í kaf. En hvað var nú þetta? Allavega ætti þó grenitréð að standa upp úr snjónum. Greni- tréð, var var grenitréð? Það var horfið. Nýhöggvinn stofn þess var hulinn mjöll sem lagðist á sárið eins og græðandi smyrsl. Nýskeð hafði efri hluti trésins verið numinn burt, gersamlega horfinn. Þau litu undrandi og ráðvillt hvert á annað. Hvílíkt og annað eins, hver hafði fengið af sér að fremja slíkan verknað og það í nálægð hátíðarinnar? „Hér er víst lítið fyrir okkur að gera” stundi María í Bót mæðulega og renndi augum heim að kofanum. „Vissara er nú'að gá hvort þar er allt með felldu”. Þau gengu heim að kofanum. Þar var ekki að sjá að hróflað hefði verið við neinu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.