Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 46

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 46
46_____________________________ Litið um öxl á aðventu 1985 Lí vestfirska TTABLADID Borgný Gunnarsdóttir Þingeyri: Þegar litið er til baka yfir árið sem er að líða kemur ýmislegt upp í hugann. Við munum svo mildan og snjóléttan vetur að varla gerðist annað eins i Evrópu. Svipaða sögu er að segja af sumarveðráttunni. Mild og úrkomulítil. Jafnvel voru ýmsir orðnir uggandi um vatnsbirgðirnar, dæmi voru til þess að fólk þyrfti að sækja vatn langar leiðir og aka heim. Þrátt fyrir Utla úrkomu á sumum stöðum, virðist ekkert minna í vötnum hálendisins, svo ekki þurfum við að kvíða rafmagns- leysi af þeim sökum á komandi vetri. Ef litið er hér á nánasta um- hverfið og athugað þorpið okk- ar, Þingeyri við Dýrafjörð, hef- ur þá einhver breyting átt sér stað hér á liðnu ári? Höfum við staðið í stað, eða höfum við þokast eitthvað áfram? Jú, við reynum nú heldur að þokast ei- lítið uppá við. Ekki þurfum við að horfa upp á fólksflótta héð- an, en þó er hreyfing á fólki til og frá staðnum. En hér býr mikið af ungu og duglegu fólki. Ýmsar framkvæmdir voru hér á liðnu ári, stórar og smáar. Mikið átak var hér gert í hafn- armálum. Við eignuðumst mik- ið landssvæði á síðastliðnu ári, svo að þesss vegna getur byggðin stækkað og hún mun halda áfram uppá við. Flugstöð reis hér á árinu 1984 og er mikil bót hér á í sam- göngum að fá slíka byggingu, en nú vantar okkur aðflugsvita og upplýstan völl. Það hlýtur að vera eitt brýnasta málið okkar að gera samgöngur betri og fullkomnari, bæði í lofti, láði og á legi, til að gera Vestfirði enn byggilegri. Á Vestfjörðum býr duglegt og harðgert fólk, sem vill vera hér, en við þurfum að standa betur að okkar sameig- inlegu áhugamálum. Til þess þurfum við að geta komist á milli staða. Öll eigum við okkar drauma. Suma svo stóra, að mörgum finnst þeir muni aldrei rætast. En öllu gamni fylgir einhver alvara, og margir draumar rætast. Brúin á Dýra- fjörð er nú vonandi ekki lengur bara orðin tóm. Menn eru kannski ekki á eitt sáttir um staðsetningu hennar. Minn draumur er sá að brúin komi yfir i Höfðaoddann (Framnes- ið). Ég sé fyrir mér byggðar- kjama við nyrðri brúarsporð- inn, sólarmegin í Dýrafirði, góðan veg yfir Gemlufallsheiði, sem reyndar fékk dálitla and- litslyftingu í sumar. Síðan í gegnum fjöllin og tengjumst þyggðunum norðan Breiða- dalsheiðar. En við verðum að vera sammála og við verðum að gera eitthvað. Víkjum aðeins að uppeldis- og menntamálum. Þá er hér á Þingeyri að rísa leikskóli og má segja að bygging hans hafi gengið mjög vel. Mun húsnæð- ið, þegar það verður tekið í notkun, leysa bráðabirgðahús- næði af hólmi. Við þurfum að hlúa vel að æsku landsins, og það kemur að sjálfsögðu í hlut okkar Vest- firðinga að sinna þörfum vest- firskrar æsku. Við byggjum leikskóla, en hvernig gengur okkur svo að fá menntaða starfsmenn til starfa? Komum við þar ekki að sama brunnin- um og með að fá menntaða starfsmenn inn í grunnskólana. Launin svo lág að fólk fer frekar í aðra vinnu en það hefur menntun til. Þetta verður að breytast. Öll viljum við sem foreldrar, að bömin okkar komist til manns, en hvað gerum við for- eldramir til þess að svo megi verða, hvað gera leikskólarnir og dagheimilin, og hvað gera grunnskólarnir? Þarna þurfum við öll að leggja eitthvað af mörkum og ekki bara eitthvað heldur það allra besta, og við þurfum að standa saman. Við þurfum að standa vörð um vel- ferð bamanna og vera vel vak- andi fyrir því sem gerist í kringum okkur, til að geta vegið og metið hvað heppilegt er fyrir börnin. Úr leikskólanum upp í grunnskólann. Hafa þar orðið einhverjar breytingar á liðnu ári? Jú, ýmislegt hefur breyst og menn misánægðir með. Við sem stöndum að skólamálum höld- um okkur alltaf vera að gera eitthvað gott, en eru skólarnir okkar á Vestfjörðum nógu góð- ir? Mikið hefur verið rætt og rit- að um samræmd próf grunn- skólanna og í þeirri umræðu hafa niðurstöður sýnt að Vest- firðir koma allra landshluta verst út. Menn hafa mikið rætt um hvað valdi og margt verið tínt til. Til að mynda hefur þeim spurningum verið varpað fram hvort lélegum aðbúnaði í skól- um sé um að kenna, og lélegri kennslu, þar sem betur búnir skólar geta valið úr betri kenn- urum. Nú, það hefur verið nefnt að á landsbyggðinni og þar á meðal á Vestfjörðum séu færri langskólagengnir foreldrar en t.d. á höfuðborgarsvæðinu, og þar sem lífið snúist mest um fisk, þá fái börnin minni stuðn- ing til náms að heiman. En hvað um það, þá hefur á síðastliðnu ári farið fram ný könnun þar sem einungis nemendur 9. bekkjar sem lögheimili eiga á Vestfjörðum fylla hópinn, án tillits til hvar þau taka 9. bekkj- arprófið. Þá kemur svolítið annað upp á teninginn. Þar standa vestfirsk böm fyllilega jafnfætis öðrum og fara jafnvel upp fyrir landsmeðaltal í sum- um greinum. Ég læt ykkur um að draga einhverjar ályktanir af því. En hvað sem öllu líður, þurfum við að bæta skólana hvað gögn varðar, og gera þarf kennara- starfið eftirsóknarvert að nýju til að fá hæfara starfslið inn í skólana. Um leið og ég óska ykkur gleðilegra jóla vil ég beina þeirri spumingu til ykkar allra: „Hvað viljið þið leggja af mörkum til að gera Vestfirði að enn byggilegri landshluta og gera vestfirska æsku að enn betri mönnum? Það er jú æskan sem erfa skal. Við vitum að margt smátt gerir eitt stórt, við getum ýmislegt, bara ef við stöndum saman. SONY -k Technics * Mestu myndgæðin á markaðinum í dag eru í myndskj ánum frá Sony Z-100 Kr. 35.869,-st.gr. Z-150 Kr. 41.650,-st.gr. Z-300 Kr. 56.615,-st.gr. Verslunin Aðalstræti 24, sími 3103

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.