Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 1
11. árg. 51. tbl. vestfirska 19. des. 1985 FRETTABLADIS EIMSKIP STRAN DFLUTNINGAR Simar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla, árs og friðar, með þökk fyrir viðskipti og samstarf á líðandi ári. -----------------q Jólasveinamir koma í heimsókn kl. 16.00 á laugardaginn og á Þorláksmessu kl. 20.00. Sinarffuð(jinnszon h.(. £ími J200 - 1{I$ Sol iMtja’iOík Tónlistarskólinn á Isafirði hélt sína árlegu jólatónleika um síðustu helgi. Komu þar fram allir nemendur skólans og léku fyrir prúðbúna tónleikagesti. A myndinni sést ungur nemandi leika á flautu ásamt Jónasi Tómassyni, tónskáldi og kennara við skólann. Á laugardaginn síðastliðinn var kveikt á jólatré í garðinum á Austurvelli á ísafirði. Jólatréð er gjöf frá vinabae ísafjarðar í Danmörku, Hróarskeldu. Þegar kveikt hafði verið á trénu, söng Sunnukórinn jólasálma og síðan komu jólasveinar í heimsókn. Isafjörður: Hallarekstur a flskvinnslu * ^ — Ishúsfélag Isfírðinga tapar milljón á mánuði Ishúsfélag Isfirðinga hefur á þessu ári verið rekið með tapi sem svarar til milljónar á mánuði, eftir því sem Þorleifur Pálsson skrif- stofustjóri Ishúsfélagsins lætur hafa eftir sér I Fiskifréttum. Þetta gerist þrátt fyrir tiltölulega litlar skuldir á húsinu og stöðugt og gott hráefni allt árið ef frá er talinn hálfur mánuður I október. Húsið vinnur afla frá tveimur togurum og er reiknað með þvi að framleiðslu- verðmætið verði nálægt 200 mill- jónum króna f ár. Forsvarsmenn fiskvinnslunnar í landinu gengu á fund stjómvalda fyrir skömmu til þess að greina frá vanda fiskvinnslunnar. Fram kom að tap á rekstri vinnslunnar næmi 8 — 9% af tekjum og hefði staðan ekki verið verri um langan tíma. Forráðamenn fiskvinnslunnar hafa krafist þess að gengið verði leiðrétt. Þetta eru vissulega athyglisverð tíðindi þegar það er haft í huga að útlit er fyrir nokkra aukningu í afla, miðað við tímabilið janúar til sept- ember á þessu ári frá í fyrra. Þetta kemur fram í tölum sem birtast í nýjasta tölublaði Ægis. Alþingi: Verð- j öfnunar gj ald á raforku ekkl fellt niður — Iðnaðarráðherra leggur fram frumvarp um óbreytt verðjöfnunargjald Iðnaðarráðherra hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp þess efnis að verðjöfnunargjald á raforku verði óbreytt á næsta ári, eða 16 prósent eins og það nú er. Fyrrverandi iðn- aðarráðherra Sverrir Hermannsson hafði áður lýst yfir þeirri stefnu að þetta gjald skyldi fellt niður. Ríkisstjórnin skipaði siðan nefnd til þess að vinna að tillögum um hvemig best yrði staðið að niður- fellingu gjaldsins. Meirihluti nefndarinnar lagði til að gjaldið yrði fellt niður og rafveitunum bættur tekjumissirinn með þvi að ríkið yf irtæki skuldir þeirra. Kristján Haraldsson orkubús- stjóri sagði í stuttu samtaii við Vf. að tekjur Orkubúsins af verðjöfn- unargjaldi næmu um það bil 85 milljónum á ári. Hann sagði að ef gjaldið yrði fellt niður og ríkið tæki á sig skuldir Orkubúsins, myndi það gera reksturinn hagkvæmari. Yrði gjaldið hinsvegar fellt niður bóta- laust þýddi það 25 til 30 prósenta hækkun til neytenda.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.