Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 2
vestfirska rasTTABLAaifl tvestfirsHa I Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 30,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Við viljum fá skýringu, Sverrir Eftir sameiningu er Grunnskóli ísafjarðar 650 manna skóli og þar með einn af stærstu grunn- skólum landsins. Skólinn starfar á einum sex stöðum í bænum. Samkvæmt viðurkenndum stærðarviðmiðunum er húsnæðisþörf skólans 3400 fermetrar, en þegar allt er saman talið, þá hefur hann yfir að ráða um 1700 fermetrum hús- næðis og það elsta er frá árinu 1901. Menntamálaráðuneytið stóð að sameiningu skólanna á ísafirði með kaupstaðnum og fyrir liggur yfirlýsing um fullan stuðning við áform um uppbyggingu þeirrar aðstöðu, sem grunnskólinn þarf á að halda og um að séð verði fyrir verulegu fjármagni til framkvæmda árið 1986 og að stefnt skuli að því að ljúka uppbyggingu skólahúsnæð- isins fyrir 1990. Meðal annars í trausti þess að ráðuneytið stæði við gefin fyrirheit, þá réðust ísfirðingar í breyt- ingar á húsnæði skólans s.l. sumar og var þá unnið fyrir tvær og hálfa milljón króna, eftir teikning- um, sem samþykktar höfðu verið af ráðuneytinu. Fyrir lá loforð ráðuneytismanna um að þeir myndu beita sér fyrir aukafjárveitingu á þessu ári til verksins. Nú liggur það fyrir að ekki hefur verið staðið við orð af því sem lofað var. Aukafjárveitingin sem fyrirheit voru gefin um hefur ekki enn fengist og byggingarframlag til skólans á næsta árs fjár- lögum er aðeins tíu þúsund krónur. Þama er um reginhneyksli að ræða. Fyrirheit menntamálaráðuneytisins voru gefin í fullu sam- ráði við menntamálaráðherra og þau eru þama gersamlega ómerkt. Það var meðal annars vegna þeirra, að tókst að manna skólann í haust. Fjár- veitingarvald og ráðuneyti bera því alla ábyrgð á því, ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólastarfi á ísafirði næsta skólaár vegna aðstöðuleysis. En það eru fleiri mál ísfirðinga, sem snúa að þessu ráðuneyti. Á ísafirði búum við við íþrótta- hús, sem byggt var árið 1945. Salurinn er 10x20 metrar, eða ca. 1/6 af þeirri stærð, sem þarf til iðkunar inniíþrótta. Þörfin á nýju íþróttahúsi æpir á okkur og það hefur verið unnið að undirbúningi byggingar íþróttahúss við menntaskólann. Fyrir liggja samningar um kostnaðarskiptingu vegna byggingar hússins milli ríkis og sveitarfé- lags og það hefur verið teiknað í samráði við menntamálaráðuneytið. Fjárveiting til þessarar framkvæmdar er aðeins 250 þúsund krónur á fjárlögum 1986. Það er kapítuli út af fyrir sig hvemig þessi tvö mál hafa verið unnin í menntamálaráðuneytinu. Þvert ofan í fyrirheit hefur ráðuneytið ekki fylgt eftir fjárveitingum til þeirra og ísfirðingar eiga kröfu á því að hæstvirtur menntamálaráðherra láti rannsaka þátt einstakra embættismanna í framvindu þeirra. Það má Sverrir Hermannsson manna gerst vita, að ísfirðingar sætta sig ekki við að vera dregnir á asnaeyrunum af kerfisköllum suður við Amarhól. Fjárveitingar til annarra málaflokka eru svo kapítuli, sem ekki verður farið út í núna. Þó vekjum við athygli á þeirri staðreynd að til fram- kvæmda í hafnarmálum íslendinga árið 1986 er áformað að verja um 15 milljónum króna. Það væri kannske nægilegt fé til að byggja fyrir eina skrifstofuhæð í Reykjavík. Meira um það síðar. Bækur — Bækur HUGSAÐU UM HEILSUNA Út er komin hjá Bókaklúbbnum Verðld bókin Hugsaðu um heilsuna. Bókin, sem er á fjórða hundrað siður, fjallar um sjúkdóma, fyrir- byggjandi aðgerðir og meðferð. 1 bókinni er mikill fjöldi litprentaðra skýringamynda. 1 umsögn sinni um bókina segir Guðsteinn Þengilsson læknir m.a.: „Þessi bók er náma af fróðleik um mannslíkamann heilbrigðan sem sjúkan. Hún hefur m.a. að geyma ómetanlega fræðslu um það, hvemig við getum varðveitt heilsuna t.d. með þjálfun líkamans og heppilegu fæðuvali. Hugsaðu um heilsuna er handhægt uppslátt- arrit, einnig ætlað til samfellds lestrar.“ Grímur Sæmundsen læknir hef- LÍF Á BLÁÞRÆÐI Ouðroundur Arni Stetánssoo og Öoundur Björonton töku saman ur eftirfarandi að segja um bókina: Hugsaði um heilsuna er mjög að- gengileg handbók öllum þeim, sem vilja fræðast um líkamann heil- brigðan og sjúkan. Þýðing, skýr- ingamyndir og allur frágangur er til fyrirmyndar og mjög til bókarinnar vandað. Bókin fær mín bestu meðmæli.“ Athuga- semd Þau leiðu mistök urðu í Matar- dálki jólablaðsins að nafn eins af matreiðslumeisturunum misritað- ist í inngangi. Rétt nafn hans er Birgir Ari Hilmarsson. Einnig mátti misskilja leiðbein- ingar í uppskrift að innbökuðum hamborgarhrygg. Rúgmjölsdeig 'h kg rúgmjöl 1 tesk salt vatn eftir þörfum. Lesendur eru hér með beðnir velvirðingar á þessum afglöpum. íji M Ijl * íjl Aðalfundur Aðalfundur Vélsmiðjunnar Þór hf. fyrir árið 1984 verður haldinn á skrifstofu félagsins laugardaginn 28. desember kl. 11.00. Dagskrá samkvæmt félagssamþykktum. Stjómin kom út á seinasta ári og er ennþá fáanlegt í bókabúðum. Félagsmenn Söcrufélags ís- firðinga geta pantað það frá afgreiðslu félagsins: Pósthólf 43, ísafirði. Annað bindið frá 1867 — 1920 er væntanlegt á næsta ári Gefið vinum ykkar Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps hins foma („... Þetta fyrsta bindi af Sögu ísafjarðar er vönduð bók að gerð og frágangi." Halldór Kristjánsson, Tímanum.)

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.