Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 3
r i FASTEIGNA- VIÐSKIPTI Annáll íþrótta 1985, Isafjörður_ Aðstaða myndi stór batna með tilkoniu nýs íþróttahúss — segir Ólafur H. Ólafsson, formaður ÍBÍ Iþróttastarf er æskulýðsstarf. íþróttasamtökin eru fjölda- hreyfing er hefur þá sérstöðu að vera stærstu æskulýðssamtök í sérhverju siðmenntuðu landi. Því þarf þessi málaflokkur að fá þá athygli og þann velvilja ráðamanna rikis- og sveitarfé- laga sem hann á skilið. En hvemig er þá rétt að stuðningur ríkis og sveitarfélaga sé við íþróttahreyfinguna? Á að stór- auka fjárframlög til félagsstarf- sins? Eða skal það gert með öðm móti? einn fjárstuðningur er nauðsynlegur að vissu marki, þar sem rekstur íþróttafélaga er nú orðinn mjög umfangsmikill víðast hvar. Kemur þar til þjálfunarkostnaður, ferðalög og íþróttatæki. Þó verður að gæta aðhalds í beinum fjárframlög- um og þá sérstaklega með það fyrir augum að fjármununum sé skynsamlega varið, — því sjaldan launar kálfurinn ofeld- ið. Stuðningur hins opinbera tel ég að eigi fyrst og fremst að vera í bættri aðstöðusköpun. Reyndar á það að vera frum- skylda að sjá til þess að viðun- andi aðstaða sé til iðkunar íþrótta á stærri þéttbýlisstöðum. Hætta ber að líta á byggingu íþróttamannvirkja sem annars flokks fjárfestingu. Því ef nánar er að gáð er hér um að ræða eina arðbærustu fjárfestingu sem nokkurt sveitarfélag getur ráðist í. Hér á ég að sjálfsögðu ekki við að fjárfestingin, þ.e. rekstur hennar skili peningum í sjóð á hverju ári, — heldur á ég við hina óbeinu arðsemi sem felst í því að gera sveitarfélagið byggilegra, meira aðlaðandi og íbúa þess ánægðari. Ég er viss um að ekki nokkur ísfirðingur vildi vera án aðstöðunnar á Dalnum. Sú fjárfesting hefur skilað óbeinum arði til ísfirð- inga, og verður seint þakkað þeim frumherjum sem unnu þar óeigingjarnt starf í sjálf- boðavinnu. Fyrir rúmum 35 árum var tekið í notkun hér á ísafirði sundlaug og íþróttahús. Þetta var mikið hús og bæjarprýði á sínum tíma. Það hefur gegnt sínu hlutverki vel öll þessi ár. Nú er hinsvegar svo komið að það er allt of lítið miðað við þá þörf sem skapast hefur. Því jafnframt sem aukin íþrótta- iðkun barna og unglinga kallar á aukið pláss, þá hefur áhugi fullorðinna á hollri hreyfingu vaxið. Húsið er því „sprungið“. Reyndar setur það einnig hömlu á iðkun flestra íþrótt- agreina sem stundaðar eru inn- anhúss, vegna smæðar sinnar. Nýtt íþróttahús myndi bæta úr brýnni þörf. Ég dreg ekki dul á þá skoðun mína, að trygging nýs íþróttahúss eigi að vera for- gangsverkefni Bæjarsjóðs ísafj- arðar á næstu árum. Nýtt íþróttahús hér á ísafirði yrði að mínu mati jafnmikil lyftistöng fyrir allt bæjarfélagið og aðstaðan á Dalnum hefur verið. Gera þarf áætlun nokkur ár fram í tímann um framkvæmdir við uppbyggingu íþrótt- aaðstöðu. Með því móti yrði uppbyggingin markvissari. Ég nefndi hér að framan sjálfboðavinnu sem unnin var við aðstöðusköpun á Dalnum. Það hefur sýnt sig, að enn er fjöldi manns tilbúinn að leggja fram vinnu til að bæta íþrótta- aðstöðuna hér á Isafirði. Þær framkvæmdir sem mest eru knýjandi hér á þessu sviði eru hinsvegar þess eðhs að þeim fylgja fjárútlát vegna efniskaupa og tækjaleigu sem eru sjálf- boðaliðum ofviða. En þegar út- lagður kostnaður er mönnum ekki Þrándur í Götu, þá er fólik reiðubúið. Nýleg dæmi eru bygging verandar við markhús á Dalnum og eins bygging fær- anlegs markhúss þar. Ennfrem- ur má nefna framkvæmdir golfáhugamanna íTungudal — en það svæði á örugglega eftir að verða með fallegri blettum í bæjarlandinu. Ég hef hér í þessari stuttu hugleiðingu spjallað nær ein- vörðungu um nauðsyn góðrar íþróttaaðstöðu. Þó má aldrei gleyma því að hér er aðeins um einn hlekk að ræða í þeirri keðju sem kalla má íþróttamál. Sú keðja myndar hring um markmiðið með öllu íþrótta- starfi, en það er að auka andlegt og líkamlegt atgervi fólks. Nú er „Ár æskunnar“ nær liðið. Það er þó von mín að öll ár verði ár æskunnar, og að hagsmunum hennar verði gaumur gefinn. Ég óska lesendum gleðilegrar hátíðar. Ólafur Helgi Ólafsson. ÍSAFJÖRÐUR: Sundstræti 24, 2ja herb. íbúö á neðstu hæð í þríbýlishúsi. Laus í jan. feb. n.k. Urðarvegur 50, 2x95 ferm. raðhús. Stórholt 7, 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Skipti á ódýrari íbúð koma til greina. Aðalstræti 12, norðurendi. Húsið er nýstandsett að innan. Aðalstræti 20, nú er einungis ein íbúð óseld í húsinu um er að ræða glæsilega 2ja herb. íbúð á 4 hæð og verður íbúðin tilbúin undir tréverk og málningu á næst- unni. Urðarvegur 80, 2ja herb. íbúð á 1. hæð íbúðin er tilbúin undir tré- verk og málningu. Hagstætt verð og greiðslukjör. Hlíðarvegur 5, 3ja — 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Laus um áramót. Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. Krókur 1, lítið einbýlishús úr timbri. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. BOLUNGARVÍK: Skólastígur 13, 5 herb. íbúð í parhúsi. Laus eftir samkomulagi. Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- gert einbýlishús. Laust fljótlega. Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- hús. Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert einbýlishús. Skipti möguleg á eldra húsnæði í Bolungarvík. SÚÐAVÍK: Njarðargata 8, elnbýlishús úr timbri, kjallari, hæð og ris. ARNAR GEIR HINRIKSSON.hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 Annáll íþrótta Isafjörður GOTT ER AÐ HAFA MIKINN MAT OG MARGA HELGIDAGA, segir máltækið Það á ágætlega við nú, er jólin nálgast og af því tilefni bjóðum við Svínalæri heil 369,00 Svínalæri úrbeinaö.......................616,00 Svínakambur úrbeinaður...................448,00 Svínabógur hringskorinn..................405,00 Svínakambur úrbeinaður reyktur...........478,00 Svínahamborgarhryggur 498,00 Lambalæri úrbeinað með eða án fyllingar.....................387,00 Hraunbergssteikur Hangikjötslæri heilt...... Hangikjötsframpartur heill Hangikjötslæri úrbeinað Hangikjötsframpartur úrbeinaður Kjúklingar 437,00 327,00 199,00 457,00 338,00 225,00 Rjúpur 150,00 Við tökum við greiðslukortum Eurocard og Visa SUIMDSTR/ETI34»40I3 Gott ár fyrir golf Segja má að árið 1985 hafi verið gott ár fyrir golfklúbb ísafjarðar. Tíðarfar var með eindæmum gott, og hafa golf- arar getað spilað golf flesta mánuði ársins. Þá fékk Golfklúbburinn út- hlutað landi undir golfvöll í Tungudal, sem hafði verið bar- áttumál klúbbsins frá stofnun hans. Golfvöllurinn í Hnífsdal sem hafði þjónað okkuvel og dyggi- lega í mörg ár, var kvaddur með hinum árlega „Jónsmessuslag“ á Jónsmessunni í vor. Veit ég að margir kylfingar eiga ljúfar minningar úr Hnífsdal I Tungudal flutti svo klúbb- urinn starfsemi sína í júní, og var strax hafist handa við að koma svæðinu í leikhæft á- stand. Kom þá í ljós að hinn mikli áhugi sem ísfirskir golfar- ar höfðu á framtíðarsvæði í Tungudal var til staðar. Hendur voru svo sannarlega látnar standa fram úr ermum, því mikið verk var að vinna. Fljótlega eftir að klúbbnum hafði verið úthlutað svæði í Tungudal var haft samband við mjög færan golfvallarhönnuð, Hannes Þorsteinsson frá Akra- nesi, sem sýndi strax mikinn á- huga á að koma og líta á aðstæður. Eftir 2ja daga dvöl í dalnum gerði hann síðan 2 tillögur að 9 holu í velli. Stjórn klúbbsins valdi síðan þá tillögu, sem nú er unnið eftir. Tungudalur er einstaklega vel fallinn til útivistar, og höf- um við kylfingar svo sannarlega notið þess í sumar, enda hefur golfíþróttin eflst mjög, og margir nýir meðlimir komið til liðs við klúbbinn. Mótshald hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár, og samstarf vi nágranna okkar í Einn af þekktari golfköppum klúbbsins mundar kylfuna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.