Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 4
4_________________________________ Annáll íþrótta 1985, ísafjörður a vestfirska TTABLADID Sigurvegarar á Siglufirði 1985: Hafsteinn Sigurdsson, Rúnar Jónatansson, Guðjón Ólafsson og Guðmundur Jóhanns- son. Skíði: Betri árangur en oft áður ÞJÁLFUN Vertíð skíðaráðsins er frá hausti til vors og verður því að byrja haustið 1984. 4 fastráðnir þjálfarar störfuðu hjá SRÍ síð- asta vetur. Þau Kristín Úlfs- dóttir og Halldór Antonsson í alpagreinum og Þröstur Jó- hannesson og Egill Rögnvalds- son í göngu. Einnig voru Haf- steinn Sigurðsson og Guð- mundur Jóhannsson í starfi að hluta. Æfingar unglinga hófust í september með reglubundn- um þrekæfingum, en skíða- námskeið hófst síðan 15. janúar og stóð í 11 vikur. Nokkuð færri sóttu þessi námskeið en vetur- inn á undan og má það að miklu leyti rekja til snjóleysis, einkum framan af. Veturinn var reynd- ar snjóléttur og setti það mikinn svip á starfið, svo og iðkun al- mennings, þótt tækist að halda flest mót samkvæmt áætlun. ís- firskir skíðamenn voru einnig við æfingar erlendis, göngufólk var við æfingar í Svíþjóð í des- ember og janúar og þrír piltar voru í Noregi á sama tíma við æfingar í alpagreinum. Guð- mundur Jóhannsson tók þátt í æfingum íslenska landsliðsins og Einar Ólafsson var við nám og æfingar í Svíþjóð. Hann tók einnig þátt í heimsmeistara- mótinu í Seefeld. MÓTAHALD Sem áður segir gekk móta- hald allvel, þó féll niður hin ár- lega keppni um Grænagarðs- bikar og einnig Hnífsdalsgang- an. SRÍ hélt 3 millihéraðamót á s.l. vetri, hið hefðbundna Þorramót í alpagreinum og göngu, bikarmót unghnga í alpagreinum og öldungamót í svigi og göngu. Þá var Fossa- vatnsgangan í fyrsta sinn opið mót. ÁRANGUR ÍSFIRÐINGA SRÍ sendi keppendur á öll bikarmót SKÍ s.l. vetur og varð árangur oft betri en oft áður, ekki síst í göngu. ísfirðingar fengu 11 íslands- eistaratitla á Skíðamóti íslands á Siglufirði, en stærsti sigur, sem þar vannst var sigur í 3 x 10 km boðgöngu. 25 ár voru þá liðin síðan vannst ísfirskur sigur í þessari grein, en það var ein- mitt á Siglufirði 1960. Sex unglingameistaratitlar unnust í Reykjavík í vor auk þess sem ísfirðingum gekk mjög vel i bikarkeppninni. Bikarmeistarar urðu: Guðmundur Jóhannsson í alpagreinum karla, Ólafur Sigurðsson í alpagreinum 13 — 14 ára, Ásta Halldórsdóttir, alpagreinum stúlkna 13 — 14 ára, Einar Ólafsson ganga 20 ára og eldri, Bjarni Gunnasson ganga 17 — 19 ára, Stella Hjaltadóttir, ganga 16 — 18 ára og Auður Ebeneserdóttir, gan- ga 13 — 15 ára. Á Andrésar leikunum á Akureyri stóðu ís- firskir keppendur sig með mik- illi prýði og komu heim með alls 35 verðlaun. Foreldraráð SRÍ annaðist fararstjóm aðvanda. REKSTUR SRÍ Fjárhagurinn varð erfiður á árinu. Kostnaður við rekstur ráðsins hefur aukist ár frá ári og varð á síðasta ári um 2 milljónir króna. Stærstu kostnaðarliðir eru ferðakostnaður keppenda og laun þjálfara. Helsta tekju- öflun er rekstur á pylsuvagnin- um, þátttökugjaid á skíðanám- skeiðum, tekjur af skíðaviku, sem urðu óvenju litlar þetta ár- ið. Þá er auglýsingablaðið, firmakeppnin og auglýsingar á lyftustaurum föst fjáröflun. Nokkur halli varð á rekstrinum og er því átaks þörf í spamaði og nýjum fjáröflunarleiðum. STARFIÐ FRAMUNDAN Tímamót urðu við stofnun Skíðavals við Menntaskólann á ísafirði nú í haust. Skíðaráðið hefur tekið á sig skuldbindingar varðandi æfingar þess skíða- fólks og mun leggja allt kapp á að standa sem best við þær. Fjórir ísfirðingar hafa verið valdir í unglingalandslið og hafa þeir æft af kappi í allt sumar, auk þess sem inni- og útiæfingar unglinganna eru í fullum gangi. Við væntum mikils af skíðafólkinu okkar í vetur og heitum á staðarbúa að koma oftar á Dalinn, til að fylgjast með mótum og njóta heilbrigðrar útiveru í leiðinni. fÞRÓTTAAÐSTAÐA Þegar tal berst að árangri íþróttamanna í hinum ýmsu íþróttagreinum, bæði hjá okkur á ísafirði sem og annars staðar, fer ekki hjá því að rætt er um aðstöðu hinna ýmsu íþrótta- greina, því það fer að sjálfsögðu mikið saman árangur og að- staða. Ef við lítum aðeins á hvemig málin hafa þróast á ísafirði, varðandi þetta samspil, aðstöðu og árangur kemur þetta í ljós. Framhald á bls. 8 Gott ár fyrir... Bolungarvík hefur verið mjög gott, og á vonandi eftir að eflast. Þá vil ég geta sérstaklega firmakeppni Golfklúbbsins, sem er ómissandi þáttur í starf- semi klúbbsins, og vil ég hér með þakka þeim fjölmörgu fyr- irtækjum sem þátt tóku í keppninni fyrir veittan stuðn- ing. Ljóst er að mikil verkefni bíða golfklúbbsins í næstu framtíð, og er þegar hafin bygging golfskála, sem nú er fokheldur, og verður væntan- lega tilbúinn í vor. Vonast golf- klúbburinn eftir að eiga gott samstarf við þá aðila sem hafa starfsemi í Tungudal, sem og í- búa í skóginum og alla þá sem njóta útivistar í dalnum. Með ósk um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. f.h. Golfklúbbs ísafjarðar Samúel Einarsson ****************************************************************** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Óskum viðskiptavinum vorum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Landsbanki íslands Útibúið á ísafirði * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * ***************************************************************** * Nýi golfvöllurinn er staðsettur í Tungudal.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.