Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 6
6 Ísaíjarðarkaupsíaður Sérdeild Grunnskólans á ísafirði auglýsir eftir 2 meðferðarfulltrúum til starfa frá kl. 13.00 — 15.00 mánudaga til föstudaga. Laun eru kr. 138,63 á klst. Viðkomandi þurfa að hefja störf mánudaginn 6. janúar n.k. Upplýsingar gefur skólastjóri Grunnskólans, Jón Baldvin Hannesson. Dagvistarheimili Nokkrir starfsmenn óskast að dagheimilinu v/Eyrargötu og leikskólanum v/Hlíðarveg. Upplýsingar veita forstöðumenn í síma 3685 og 3185 og undirritaður í síma 3722. Forstöðumaður óskast að gæsluvelli v/Túngötu frá 1. janúar n.k. Upplýsingar veitir Kristín Bjömsdóttir í síma 3986. Félagsmálastjóri. Viðtalstími bæjarfulltrúa Föstudagiim 20. desember n.k. verða bæjar- fulltrúamir Guðmundur Sveinsson og Ámi Sigurðsson til viðtals við bæjarbúa í skrif- stofu bæjarráðs, Austurvegi 2, klukkan 17.00 — 19.00. Bæjarstjórirm. ORKUBLJ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjöröur Svæðisstjórí Orkubú Vestfjarða auglýsir stöðu svæðis- stjóra á Svæði n lausa til umsóknar. Svæði H er Vestur-Barðastrandarsýsla og að- setur svæðisstjóra er á Patreksfirði. Starfið felst í alhíiða stjómun á öllum rekstri Orkubús Vestfjarða á Svæði n, ásamt undir- búningi og umsjón með framkvæmdum fyrir- tækisins þar. Æskilegt er að umsækjendur hafi aflað sér tæknimenntunar á rafmagnssviði. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Kristjáni Har- aldssyni, Orkubússtjóra, fyrir 10. janúar næstkomandi. Allar nánari upplýsingar veitir Orkubússtjóri í síma 94-3211. ORKUBÚ VESTFJARÐA FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Laus störf Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráða nú þegar: Sjúkraliða Saumakonu faglærða eða konu vana saumum Ráðsmann smið eða rafvirkja. Einnig kemur laghentur maður til greina. Upplýsingar um störf sjúkraliða og sauma- konu veitir hjúkrunarforstjóri í síma 3020 en ráðsmanns framkvæmdastjóri í síma 3811. Umsóknarfrestur um stöðu ráðsmanns er til 31. des. n.k. Isafj arðarhöfn: Vaxandi van< •• Ongþveiti þegar álagið er mest Eíríkur Böðvarsson forstjórí Niðursuðuverksmiðjunnar og út- gerðarmaður. „Viðlegukanturinn er orðinn alltof lítill. Það er að vísu mikið af bátum héma á sumrin, en ég held að við getum ekki farið fram á að fá viðlegupláss fyrir allan þann flota. Við getum ekki ætlast til að hægt sé að sinna öllu því álagi. Stækkun yrði að geta nýst bæði togurum og fragtskipum. Eg held að það hafi verið mistök að hefja uppbygginguna í Sunda- höfn. Það á að beina kröftunum að uppbyggingu hafnaraðstöðu Poll- megin á tanganum þar em allar frystigeymslur og skemmur fyrir hendi. Auðvitað er erfitt að breyta stefnunni, það er búið að stíga á- kveðin skref og það er erfitt að viðurkenna að menn hafi ekki haft rétt fyrir sér. Það vantar markvissa stefnu í uppbygginguna. Gestur Halldórsson er forstjórí i Vélsmiðjunni Þór á Isafirði, en Vélsmiðjan stundar mikið viðgerðir í skipum og þarf þvi að nota hðfnina talsvert mikið. „Þetta er náttúrulega orðið allt- saman of lítið. Við höfum ekki haft af þessu teljandi vandræði, en ef litið er á þróun mála undanfarin ár, þá kemur glöggt í ljós að umferð hefur aukist alveg gífurlega um höfnina. Það hefur líka fjölgað þeim bátum sem gerðir eru út héð- an. Þetta verður allt að fylgjast að. Það hlýtur að vera brýnasta verk- efnið í hafnarmálum að stækka höfnina. Sævar Birgisson er framkvæmda- stjórí Skipasmíðastöðvar Marsell- fusar hf á tsafirði. „Við erum nánast aðstöðulausir. Við höfum enga höfn og stundum fáum við ekki aðgang að höfn. Þetta gerir það að verkum að við erum alls ekki samkeppnisfærir við önnur fyrirtæki þegar um er að ræða viðgerðarverkefni á skipum sem við getum ekki tekið í hús. Flutningur verður svo stór þáttur í kostnaðinum ef við þurfum að vera uppi í höfn. Þegar um stór verk er að ræða skapast af þessu verulegt óhagræði. Að ætla sér að reka svona viðgerðarfyrirtæki án þess að hafa hafnaraðstöðu mjög nálægt eða við hliðina á fyrirtækinu, er al- veg vonlaust. Undanfarin ár hefur verið gert átak i uppbyggingu þessarar að- stöðu víða annarsstaðar, en það hefur engin hreyfing verið á þess- um málum hér. Ef við ætlum að byggja upp viðgerðarfyrirtæki í þessari grein, þá verðum við að hafa okkar eigin viðlegukant. Það hlýtur að vera hlutverk bæjaryfir- valda að ákveða hvort þeir ætla að sjá okkur fyrir aðstöðu til þess að reka svona fyrirtæki eða ekki. Við teljum að léttur viðlegukantur sem myndi leysa okkar vanda að miklu leyti, þyrfti alls ekki að vera svo dýr. En það er eins og Vita- og Hafnarmálastofnun vilji helst alltaf byggja eitthvað stórt og mikið. í útboðum í stærri verkum er sam- keppni það hörð að það þýðir nán- ast ekki fyrir okkur að hugsa um þátttöku meðan við höfum ekki betri aðstöðu. Ef við bjóðum sömu upphæðir og aðrir í stærri verk, þá erum við með miklu minni framlegð úr okk- ar verki en keppinautamir. Þetta er náttúrulega að stórum hluta spurning um pólitískan vilja. Gunnar Jónsson er umboðsmað- ur Rfldssldps á ísafirði auk þess að vera þjónustuaðili fyrír eriend skip sem hingað koma. „Höfnin er lífæð bæjarins og það er oft mikið um að vera þar, hún er alls ekki stór. Höfnin er andlit bæjarins útávið og það í ríkara mæh en áður þar sem erlendar skipakomur eru nú tíðari. Þau sækja hingað til þess að umskipa og landa og til þess að kaupa ýmsa þjónustu. Af þessu hefur bærinn náttúrulega auknar tekjur þannig að ef höfnin getur ekki annað þessu þá fáum við ekki þessi viðskipti. Erlendum skipstjórum finnst höfn- in sjálf vera góð og starfsmennimir

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.