Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 7
 vestíirska TTAfiLADID 7 iamál Höfnin á ísafirði er miðpunktur atvinnulífsins. Það er því mildlvægt að hún sé í stakk búin til þess að sinna þeim verkefnum sem fyrir liggja. Nú hefúr í nokkur ár verið unnið að uppbyggingu í Sundahöfn og á stefiiuskrá er að ljúka við þær í náinni framtíð. Þessar framkvæmdir hafa staðið yfir aUt frá árinu 1977. Lítið hefúr miðað, reyndar hefiir frekar htið verið aðhafst í hafharmáliim yfirleitt. Á átta ára túnabili frá 1977 hefur verið bætt við rúmlega 50 metra viðleguplássi á hafskipakanti. Á þessum sama tíma hafa skipaferðir um ísaQarðarhöfii aukist um rúmlega 80%. Er því svo komið að þegar álagið er mest, skapast hálfgert öng- þveiti og hefur oft komið fyrir að þurft hafi að vísa skipum frá. Núverandi hafiiamefiid hefur Iagt til að viðlegupláss yrði aukið fyrir fiskiskip með því að lengja núverandi hafskipakant um 80 metra, aðrir hafa tahð rétt væri að beina allri uppbyggingu í Sunda- höfii og tel ja brýnt að ljúka þeim framkvæmdum sem þar era hafiiar. Hvað sem gert verður í hafnarmálum ísfirðinga í náinni framtíð, þá er ljóst að höfiiin sinnir orðið tæp- lega því hlutverki sem henni er ætlað á álagstímum. Yf. ræddi þessi mál við ýmsa hagsmunaaðila í nokkr- um atvinnugreinum, sem eðh málsins samkvæmt þurfa mikið að nota höfiiina. Jón Páll Halldórsson er forstjóri Hraðfrystihússins Norðurtangans hf sem starfar afi fiskvinnslu og út- gerfi. „Ég tel brýnast að ljúka þeim framkvæmdum sem hafnar eru í Sundahöfn. Hafnarsjóður og Rík- issjóður eru búnir að leggja í þessar framkvæmdir milljónir króna sem ekki koma neinum að gagni meðan Guðmundur Ingólfsson á s*ti i bæjarstjórn ísaf jarfiar. Hann situr í hafnarnefnd og er vel kunnugur hafnarmálum. „Það á náttúrulega að halda sér við þá stefnu sem mörkuð var á ár- unum 1980 til 82. Það er, að byggja höfnina upp Sundamegin og stefna að því að flytja alla vöruflutninga þangað yfir. Samhliða þessu á að Gámaflutningar hafa stóraukist á undanfömum árum. liprir en þegar eitthvað er um að vera þá er ekkert pláss. Ég tel það vera brýnasta verkefnið að stækka höfnina, auka viðleguplássið. Þar að auki þarf að hugsa um vöru- streymi, það þarf stóraukið svæði fyrir vaming. Menn eru með þetta á höndum sér út um allan kæja þegar mest er um að vera. Vöruhöfnin í Sundahöfn átti samkvæmt upphaflegum áætlun- um að vera tilbúin 1983, en það hefur ekkert skeð . Framkvæmdir eru nú komnar það á veg að höfnin kemur þama þótt skiptar skoðanir hafi verið um ágæti þess. Auðvitað er gott að fá vömhöfn, en það eru ýmsir hlutir sem setjá strik í reikn- inginn. Allar frystigeymslur eru héma megin við gömlu höfnmina. Allar landanir og afgreiðsla frysti- skipa myndu kosta heilmikinn akstur fram og til baka og skapa verulegt óhagræði. Ég held að mönnum finnist almennt hafa ver- ið dálítið stefnuleysi í hafnarmál- um. Nú, gámaflutningurinn hefur enn aukið á vandræðin, menn hafa verið að skáskjóta sér með gáma um allt hafnarsvæðið, það er ekkert pláss. Það er það sem vantar, ekki bara viðlegupláss fyrir skipin, heldur líka vinnupláss á kæjanum. Sigurjón Hallgrfmsson er skipa- eftirlitsmaður á Isafirði auk þess sem hann á sæti i hafnamefnd og er formaður þar. „Forgangsverkefni er að klára bryggjuna sem er á Mávagarðin- um, þar er athafnaplássið alltof lít- ið, eins og álagið er orðið á þessu. Smábátaútgerð hefur aukist það mikið, þama fer öll skel í land og öll rækjan úr Djúpinu, að ó- gleymdu því að þama er lestað í gáma á sumrin. Síðan er náttúm- lega þessi vömhöfn, sem áætlað er að byggja í Sundahöfn, það eru fjárfrekar framkvæmdir en er orðið býsna aðkallandi. Síðan hefur komið til tals þótt deildar meining- ar séu um það að lengja hafskipa- kantinn um 80 metra, meirihluti hafnamefndar samþykkti að setja þessa lengingu á hafskipakantinum efst á listann á forgangsröð verk- efna. Síðan hefur mikið verið rætt um viðgerðakant niðri við skipa- smíðastöð. Þannig að við erum með gífurlega mikið af framkvæmdum, við þurfum bara að koma okkur saman um að raða þeim niður eftir því sem peningar fást. Það hefur bara ekki fengist króna í þetta að undanfömu. Skipakomur hafa aukist alveg gífurlega. Árið í fyrra var metár og ég veit að í ár er komið meira en allt árið í fyrra. Það er verið að tala um að byggja stjóm- sýsluhús og íþróttahús og fleira, en það virðist aldrei vera til króna þegar á að gera eitthvað við höfn- ina. Auðvitað em þetta allt þarfar framkvæmdir, ég neita því ekki. En okkur hefur alltaf greint á um for- gangsröð verkefna. ekki er lokið við verkið. Væri verk- inu lokið myndi það gjörbreyta allri aðstöðu hér. Viðhorfin hafa breyst á undanfömum ámm með stórauknum gámaflutningum, það kallar á aukið rými, það er tak- mörkuð aðstaða fyrir gáma við höfnina Pollmegin. Ég reikna með að afgreiðsla á togurum og frysti- skipum yrði áfram í höfninni Poll- megin, þar eru allar frystigeymslur og slík aðstaða. Bátar og gámaskip myndu hafa afgreiðslu í Sunda- höfn. Ég held að það hljóti að hafa vakað fyrir hafnaryfirvöldum þeg- ar ráðist var í þessar framkvæmdir að stefna að þessari tvískiptingu. skipuleggja svæðið og úthluta skipafélögunum lóðum þannig að þetta verði allt tilbúið á sama tíma. Þessi bátahöfn sem nú er getur að- eins þjónað sem útskipunarhöfn fyrir fiskiðnaðinn og sem fiskihöfn. Það er langeðlilegast að færa vöru- flutningana yfir, með breyttri flutningatækni, þetta er allt orðið í gámum og þarf kannski ekki eins stórar vöruskemmur og áður, þetta er hægt að geyma. Það er í rauninni aðeins búinn fyrsti áfangi, fyllingarinnar, það þarf að setja kraft á þetta og ljúka við þessa uppbyggingu. Það eru náttúrulega alltaf svona aukaverk- efni eins og smábátahöfnin og því- umlíkt, en menn mega ekki missa sjónar á lokatakmarkinu. Jafnframt þessu þá þarf að huga vel að allri skipulagningu. Það þarf að tengja þessi hafnarsvæði ákaf- lega vel saman. Samgöngur innan hafnarsvæðisins þurfa að vera mjög greiðar. Þessi stefna var mót- uð eftir nánar viðræður við skipa- Aðstaða smærri báta hefur batnað með tilkomu flotbryggju í Sundahöfn. félögin og á sínum tíma voru allir sammála um að fara þessa leið. Ég veit ekki hvaða forsendur eru fyrir því að lengja núverandi hafskipa- kant, það var afskrifað á sínum tíma, vegna þess að botninn í Poll- inum er ekki nógu fastur. Það verður að halda sér við upp- haflegu stefnuna, menn verða að geta staðið saman að þessum framkvæmdum. Tryggvi Tryggvason er umboðs- maður Eimskips á ísafirði og þarf því að hafa mikil afskipti af hafnar- málum. „Höfnin er náttúrulega sprungin utan af því sem hún á að geta. Samkvæmt áætlun sem fram var sett um hafnarmál árið 1982 þá átti vöruhöfn í Sundahöfn að vera til- búin 1986, það hefur lítið eða ekk- ert verið gert. Það hefur að mínu áliti nánast ekkert verið gert til þess að taka á þeim málum sem snúa að höfninni. Það má segja að ástandið hafi versnað fyrst fyrir um það bil tveimur árum þegar gámamir komu inn í þetta af fullum krafti, síðan þegar fiskflutningar á gám- um aukast að ráði, sérstaklega frá miðju þessu ári, þá annar höfnin alls ekki því sem hún á að gera. Ef Grænlendingar koma héma í svip- uðum mæli og þeir gerðu í fyrra þá getur hæglega komið upp sú staða að þeir komist ekki héma að. Þá verður höfnin hætt að anna eftir- spum eftir aðstöðu fyrir skip. Ef hefði verið haldið áfram sam- kvæmt þeirri stefnu sem mörkuð var 1982, þá væri þetta ekki svo stórt vandamál sem það er núna Þessi lenging á hafskipakanti sem verið er að tala um leysir kannski vanda eins togara eða tveggja, þetta er bara bráðabirgða- lausn, það átti að vera búið að gera þetta fyrir löngu, þetta leysir engin stærri vandamál. Þessi lausn breytir engu fyrir vöruflutningaskip eða vömafgreiðslu skipafélaga. Við höfum sóst eftir að fá raf- magn í neðri hluta hafnarinnar sem er til staðar í öðmm hluta hennar. Þetta hefði skapað okkur aðstöðu til þess að keyra frystigáma. Þessi beiðni hefur legið fyrir hafnar- nefnd í heilt ár og það hefur ekkert verið gert í málinu. Þetta gerir það að verkum að við höfum ekki sam- bærilega aðstöðu við aðrar hafnir eins og til dæmis Reykjavík. Við ekki boðið upp á beina lestun í frystigáma og þess vegna hafa Grænlendingamir verið að fara héðan til Reykjavíkur þar sem þeir geta fengið ódýrari þjónustu. Núna í nóvember lönduðu fyrstu græn- lensku rækjutogaramir í Reykjavík og er það í fyrsta skipti í þau fjögur ár sem þessi samskipti hafa verið í gangi sem það skeður. Þetta mál er að hluta til orsökin, en þó ekki að öllu leyti, en þetta gæti verið upphafið að þvf að við misstum þessi viðskipti við Græn- lendingana. Sem dæmi um aukningu á um- svifum má nefna að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs varð 40 pró- sent aukning á viðkomu skipa hér á vegum Eimskips. Á fyrstu 10 mán- uðum ársins 1984 komu hingað 103 skip en 146 á fyrstu tiu mánuðum ársins 1985.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.