Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 1

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 1
FRJÁLS PALESTÍNA 1 PALESTÍNA Frjáls Forsætisráðherra á að hafa sagt, að spurður um tillögu Valgerðar Sverr isdóttur að viðurkenna lögleg og lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Palestínu, að hann sé nú ekkert hrifinn af Hamas. Nú geri ég ráð fyrir að þetta hafi verið sagt í hita leiksins hjá Kosninga-Agli. Geir Haarde hafði verið í samtali við Egil í Silfrinu á lokadegi landsfundar Sjálfstæðisflokksins og mæltist þá á allt annan og jákvæðari hátt um Palestínu sem hann vildi að Ísland hefði gott samband við. Varla ætlar forsætisráðherra að láta það ráða afstöðu sinni til stjórnmála- sambands við einstök ríki, hvort honum líki við flokka eða einstaklinga þar um slóðir. Kann Geir Haarde vel við Pútin eða Bush? Er hann hrifinn af kínverska kommúnistaflokknum? Ef ekki, ætlar hann þá beita sér gegn stjórnmálasambandis Ísland við Rússland, Bandaríkin og Kína? Varla. Annað mál er, að það er engan veginn jafnaðarmerki á milli Hamas-samtakanna og palestínsku stjórnvaldanna. Þar er sannanlega þjóðstjórn við völd sem ekki einasta stærstu stjórnmálaöflin, Fatah og Hamas, hafa sameinast um, heldur líka smærri flokkar á löggjafarþinginu, þannig að bókstaflega öll stjórnmálaöfl á herteknu svæðunum hafa lagt grunn að réttnefndri þjóðstjórn. Það var skömm að því að Vesturveldin skyldu veita Ísraelsstjórn liðsinni í að einangra Palestínu, pólitískt og efna- hagslega, eftir kosningarnar í janú ar í fyrra, vegna þess að mönnum líkuðu ekki úrslitin. Kosningarnar höfðu þó farið fram eins vel og kostur var við aðstæður hernáms. Erlendir eftirlits- aðilar, þar á meðal Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, gáfu þeim hæstu einkunn og kosningaþáttaka var góð. Úrslitin breyttu ekki miklu hjá Ísraelsstjórn. Hún hefur hvort sem er neitað að eiga viðræður við palestínsk stjórnvöld um framtíð landsins. Allt frá því að Sharon og síðar Olmert komust til valda hefur það verið opinská stefna Ísraels að ákveða einhliða málefni hertekinnar Palestínu. Engu breytir hvort Fatah eða Hamas eru við völd. Ekki var rætt við Arafat. Það hefur hins vegar auðveldað Ísraelsstjórn málin að Hamas vann síðustu kosningar. Ísraelsstjórn hefur fyrr og síðar reynt að einangra Palestínumenn, gera þeim ömögulegt að búa í landi sínu og helst að gera þá útlæga. Stærstur hluti palestínsku þjóðarinnar, yfir fjórar milljónir eru flóttmenn. Úrslit kosninganna í fyrra urðu Ísraelsstjórn verkfæri til að auka enn á þjáningar Palestínumanna. Skýrslur hjálpar- og mannúðarstofnana, þar á meðal Sameinuðu þjóðanna eru einróma í mati sínu á hörmulegu ástandi á herteknu svæðunum, ástandi sem versnaði enn frekar með viðskiptabanni Ísraels og Vesturlanda. Noregsstjórn hefur nú tekið frumkvæði í að rjúfa einangrun Palestínu með því að viðurkenna þjóðstjórnina tafarlaust og aflétta viðskiptabanninu. Ísland á þegar í stað að fylgja þessu fordæmi. Það væri skerfur til mannúðar og friðar í landi sem búið hefur við hernám í 40 ár. Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður FÍP [Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu] Málgagn Félagsins Ísland-Palestína - 1. tbl. 18. árg. - Júní 2007 Eftir Svein Rúnar Hauksson Viðurkennum þjóðstjórn Palestínu

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.