Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 3

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 3
FRJÁLS PALESTÍNA 3 á landamærunum frá 1967, tveggja ríkja lausn og að sjálfsögðu gagnkvæmri viðurkenninguaðilanna á tilvist hvors annars. Vandinn er hins vegar sá, að allt frá því að Sharon tók við völdum 2001, og sama á við um lærisvein hans Olmert, þá hafa ekki verið við völd í Ísrael stjórnarherrar sem virða Oslóarsamkomulagið, heldur þvert á móti menn sem vilja það dautt og hafa sýnt það og sannað í verki. Þeir ræða ekki við Palestínumenn og hafa ekki ætlað sér ekki að semja við lögmæta og lýðræðislega kjörna fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, hvort sem þeir heita Arafat, Abbas eða Ismail Haniyeh. Í sérdeilis velheppnaðri áróðurs her- ferð hefur Ísraelsstjórn, með stuðningi Bandaríkjastjórnar, tekist að fá Evrópu- sambandið og fleiri vestræn ríki, meira að segja Noreg, til að hoppa á vagninn hjá sér, og taka þátt í að svipta palestínsk stjórnvöld þeirri aðstoð sem þau eru algerlega háð til að halda uppi heilbrigðisþjónustu, skólum, löggæslu og annarri opinberri þjónustu. Átyllan er sú að Palestínumenn hafi kosið hryðjuverkasamtök í ríkisstjórn. Hver ástundar hryðjuverk? Eru það samtökin sem virtu vopnahlé í nærri eitt og hálft ár eða er það herinn sem heldur uppi látlausum árásum og skipulögðum morð- um á hernámssvæðinu? Í gær var hringt til mín frá Glitni. Starfsmaður fyrirtækjaþjónstu greindi mér frá því að síðasta framlag úr Neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palest- ína til Öryrkjabandalags Palestínu sæti fast í New York. Búið væri að loka reikningnum hjá Bank of New York sem hafði verið í eigu palestínsks banka og því væri ekki lengur hægt að millfæra Talsmenn Hamas eiga það til að leggja þeirri goðsögn lið að þau viðurkenni ekki tilvistarrétt Ísraelsríkis. Grundvöllur slíkrar afstöðu byggir meðal annars á því að Ísraelsríki sé byggt á ólöglegu hernámi, sem á til dæmis við um innlimun Jerúsalemborgar, sem er ekki viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Menn spyrja líka, hvaða Ísrael á að viðurkenna? Er það landið sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu gyðingum árið 1947, sem var rúmur helmingur upphaflegrar Palestínu? Eða er það Ísrael „proper“, Ísrael innan landamæranna sem urðu til árið 1949 eftir stríð og hernám sem stækkaði ríki gyðinga upp í 78% af landinu? Er það kannski Stór-Ísrael sem á að viðurkenna, öll Palestína, allt landið frá Jórdaná að Miðarðarhafi? Eða er það kannski Ísraelsríki samkvæmt landamærum sem Olmert og félagar ákveða einhliða, þegar búið er að múra Palestínumenn inni á nokkrum skikum Vesturbakkans ásamt með fangabúðunum undir beru lofti sem kallast Gaza? Þetta er áhugaverð spekulasjón en hún er samt ekki það sem málið snýst um. Það sem skiptir máli er að Hamas-samtökin hafa í raun viðurkennt Ísrael innan landamæranna eins og þau voru 1967. Það er græna-línan, vopnahléslínan frá 1949. Það eru einu alþjóðlega viðurkenndu landamærin sem allir virða nema Ísrael og kannski Bandaríkin, eftir því hver talaði síðast við Bush. Þegar Hamas ákváðu að koma inn í stjórnmálin að fullu, að taka þátt í sveitarstjórnarkosningum í fyrra og þingkosningum í janúar síðastliðnum, voru þau að samþykkja grundvöll stjórnarfarsins á hernámssvæðunum, sem er Oslóarsamkomulagið. Það byggir Það þarf vilja til að semja „Þetta er pólitík,“ sagði hann. „Þetta er glæpur“, segi ég, „að hindra hjálparstarf og framlög til mannúðarmála á þennan hátt.“ Það var fagnaðarefni að heyra af því fyrir örfáum dögum, að nýr utan ríkisráðherra hefði ákveðið að íslensk stjórnvöld muni styrkja hjálp- arstarf Rauða krossins og Rauða hálf- mánans á herteknu svæðunum og sjálfstjórnarsvæðum Palestínu. Fram- lagið nemur 7,5 milljónum íslenskra króna og Rauði kross Íslands hefur lagt til 5 milljónir að auki. Það er vonandi að betur gangi að koma þessu framlagi áleiðis en frá okkur til Öryrkjabandlags Palestínu. Við höfum náð að safna á sjöttu milljón í neyðarsöfnun félagsins og höldum að sjálfsögðu áfram, þótt reynt sé að hindra þetta mannúðarstarf. Ég minni á föturnar sem eru hér á sveimi. Hver króna sem í þær kemur rennur óskert til hjálparstarfsins. Hjá okkur er enginn auglýsinga- eða skrifstofukostnaður. Þessi fundur og þátttaka ykkar í dag eru mikilvæg. Fundurinn sýnir og sannar að hér er fólk sem lætur sér ekki á sama standa um örlög fólks sem búið hefur við hernám í 39 ár og er haldið eins og dýrum í búri við ömurlegustu aðstæður. Annars vegar í flóttamannabúðum árum og áratugum saman, kynslóð eftir kynslóð, og hins vegar á svæðum þar sem það er króað inni, með 8-9 metra háum múr og svokölluðum öryggisgirðingum, og er háð duttlungum hernámsliðsins. Þótt nú horfi illa, þá eiga vinir okkar í Palestínu það inni hjá okkur, að við missum ekki móðinn, ekki frekar en þeir. Við þurfum að horfa í gegnum áróðursþokuna, blása hana burt við hvert tækifæri og krefjast sjálfstæðis og mannréttinda til handa palestínsku þjóðinni, eins og öllum öðrum. Þessu ólöglega hernámi verður að linna og Ísraelsher að hverfa með allt sitt hafurtask – burt frá herteknu svæðunum og burt frá Líbanon. Herinn burt! Hinn ólögmæti aðskilnaðarmúr verður að hverfa í sam- ræmi við úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag, sem var afdráttarlaus. Í stað þess að rífa múrinn og bæta fólki tjónið, heldur Ísraelstjórn áfram byggingu hans, ekki síst nú meðan allra augu beinast að Gaza. Niður með múrinn! Það er til lausn á deilu Ísraels og Palestínu. Hún felst einfaldlega í því að fara að lögum og þar með samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. En það þarf vilja til að semja og hann er ekki fyrir hendi hjá núverandi stjórn Ísraels. Þess vegna er það skylda alþjóðasamfélagsins og þar með Íslands að knýja á um breytta stefnu í Tel Aviv og í Washington. Mannúð og mannréttindi eru okkar merki. Höldum þeim hátt á lofti. Frjáls Palestína!

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.