Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 10

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 10
10 FRJÁLS PALESTÍNA Börnin okkar eru öll hugsjúk frá unga aldri. Þegar þau svo eru orðin nógu gömul til að gerast alvöru hermenn, hafa þau fyrir löngu lært að vera góðir hermenn, sem þýðir að hugur þeirra er gjörspilltur og þau geta ómögulega efast um „sannleikann“ sem búið er að innræta þeim. Þetta skýrir að hluta þau skelfilegu voðaverk sem góðir ísraelskir drengir fremja í dag, drengir sem eru sífellt kallaðir „fólk með gildismat“. Þess vegna er löngu kominn tími til að spyrja: Hvaða gildismat er það? Eftirfarandi línur eru hluti af persónulegum formála eftir Tal Sela, sem er einn af nemendunum mínum við háskólann, að lokaritgerðinni sinni á önninni, en hún fól m.a. í sér greiningu á kennslubók í sögu: „5. september 1997 tók ég þátt í björgunaraðgerð í Líbanon. Allir vinir mínir börðust í orrustunni, 12 hermenn voru drepnir. Næstu daga var ég ham- ingjusamur: „Ég er á lífi, ég slapp,“ sagði ég við sjálfan mig. Hins vegar fann ég, ári síðar, til mikils þunglyndis. Ég var dapur og sligaður af trega. Ég ákvað að leita til sálfræðings. Eftir nokkra tíma tókst mér að safna kröftum á ný, líkamlega og siðferðislega. Ég gat hent reiður á hugsunum mínum. Þá skildi ég að tilfinningauppnámið sem ég fann fyrir var í raun siðferðisvandi, hann varðaði samvisku mína. Það sem ég fann í raun fyrir var óþol, skömm og reiði. Hvernig gat ég verið svona auðtrúa og látið hafa mig að öðru eins ginningarfífli? Hvernig get ég útskýrt það, að friðsamur maður berskjaldi sig sjálfviljugur gagnvart jafn hryllilegri lísreynslu? Í dag keyrði ég friðaraktívista að eftirlitsstöðvum Ísra- elshers á herteknu svæðunum, rétt eins og ég geri alltaf aðra hverja viku. Þar sá ég hermann handjárna leigubílstjóra vegna þess að leigubílstjórinn hlýddi ekki fyrirskipun hermannanna að leggja hér en ekki þar. „Við margsögðum honum þetta,“ sögðu hermennirnir. Maðurinn var látinn liggja þyrstur á jörðinni í versta sumarhitanum tímunum saman. Vinur hans var heppnari: Hann varð að standa uppréttur í fangaklefa án handjárna. Hvað er það sem fær þessa ísraelsku drengi til að skipa sjálfa sig hæstaréttardómara uns þeir tapa allri dómgreind? Ég tel að það sé hin mikla orðræða zíonismans sem þjónar því hlutverki að vera hópsamviska alls ísraelska samfélagsins, jafnt út á við sem inn á við. Þessi mikla orðræða er það kerfi gilda sem lætur okkur samsama okkur þessum tiltekna hópi.“ Þetta er kerfið sem ræður sam- skiptunum milli okkar og Palestínu- manna. Hvernig getur maður annars skýrt það að ungt fólk sem var kennt að elska náungann eins og sjálft sig drepi nágranna sína, rústi menntastofnunum þeirra, bókasöfnum og spítölum að því virðist af þeirri ástæðu einni að þeir eru nágrannar þeirra? Eina skýringin er sú að hugir þeirra hafa verið sýktir af foreldrum, kennurum og leiðtogum sem sannfæra þau um að hinir séu ekki jafn miklar manneskjur og við erum og þess vegna sé maður í raun ekki að drepa fólk þegar maður drepur þá; þetta á sér fleiri nöfn, til dæmis „hreinsun“, „refsingu“, „aðgerð“, „áætlun“, „herferð“ og „stríð“. Þó svo að ég ég tali um ísraelska drengi, einskorðast þessi sótt ekki við Ísrael. Eins og þið vitið gengur hún um allan heim. Frændi minn, Doroni, sem er sjö ára gamall og býr í Bandaríkjunum, kom heim á Hrekkjavökunni og sagði að hann vildi verða hermaður og fara síðan til Íraks og bjarga Bandaríkjunum. Hversu margir ungir Bandaríkjamenn, sem áttuðu sig ekki á því, frekar en hann, hversu fáránleg þessi fullyrðing var, fóru í raun og veru til Íraks og dóu án þess að vita hvers vegna, en með orðin um að „bjarga Bandaríkjunum“ á vörunum? Spurningin er þessi: Hvernig voru þessi fölsku gildi stimpluð í huga þeirra, og hvernig er hægt að þurrka þau burt? Dawkins segir að mannshugurinn sé haldinn tveimur miklum sjúkdómum: Hvötinni til þess að arfleiða komandi kynslóðir að blóðhefnd, og viðleitninni til að kenna fólki um sem hópi, frekar en sem einstaklingum. Leiðin til að sigra þessi kerfi falskra gilda er að afhjúpa þau. Hugsýkingar veikjast aðeins að hluta til fyrir tilstilli ungs fólks eins og Tal og annara Ísraela, sem neita að gegna herþjónustu, eins og „Stríðsmenn fyrir friði“. En flest hugsýktu börnin okkar losna ekki úr krumlum sýkingarinnar fyrr en þau öðlast hinstu hvílu í neðanjarðarríki hinna dánu barna. Fyrst þar mun renna upp fyrir þeim að það skiptir ekki máli hvort þau voru berhöfðuð í sýnagógu eða kirkju eða mosku, hvort þau voru umskorin eða ekki, hvort þau mæltu forboðin orð, borðuðu svín eða kú eða hvort þau fengu sér heitt súkkulaði á eftir salamipizzunni sinni rétt áður en þau voru sprengd í loft upp af einhverjum sem gerði það ekki. Ísraelskar, bandarískar, enskar og ítalskar mæður ala börnin sín upp með allri sinni umhyggju og ástúð, til þess að fórna þeim til dauðaguðsins, rétt eins og móðurlíf þeirra væri klakstöð fyrir hermenn, og feður hvetja börnin sín til að gerast trúir herjum sem tryggja allt annað en öryggi. Þegar þessi börn deyja, til þess að einhver annar græði, axla foreldrarnir missi sinn með virðingu og stolti, eins og þeim var sjálfum kennt, setja myndirnar af dánu börnunum sínum á arinhilluna og andvarpa: „Hann var svo myndarlegur í einkennisbúningnum sínum.“ Það er kominn tími til að segja þessum foreldrum að enginn er myndarlegur í einkennisbúningi hrotta- skapar. Það er kominn tími til að segja þeim að einkennisbúningar, heiðursmerki og titlatog eru ógeð. Segið þeim að að virðingu þeirra og stolti sé kastað á glæ. Það er kominn tími til að segja gyðingum að eina leiðin til að draga úr gyðingahatri sé að fordæma einu ríkisstjórnina í heiminum sem sendir unga gyðinga- stráka og stelpur vísvitandi í rauðan dauðann og ofsækir heila semíska þjóð svo jaðrar við þjóðarmorð – að útskýra fyrir þeim að það er ríkisstjórn gyðinga og aðgerðir hersins hennar, en ekki eitthvað áskapað hatur gegn kynstofni gyðinga, sem eru ástæður þess að nýja táknið sem við sjáum svo oft í kröfugöngum fyrir Palestínu var hugsað upp – þar sem Davíðsstjarnan er lögð að jöfnu við hakakrossinn. Það er hræðilega erfitt fyrir fólk sem hlaut menntun sína í Ísrael eða Banda- ríkjunum eða einhverju öðru „vestrænu lýðræðisríki“, að viðurkenna að við vorum alin upp við fölsk og rasísk gildi. Alin upp í ótta við þá sem eru öðruvísi. Það eina sem getur orðið til að breyta hugarfarinu er síendurtekin myndin af limlestu litlu líkunum af fórnarlömbum þessara gilda. Á morgun er Yom Kippur, helgasti dagur gyðinga. Á þessum degi er ætlast til þess að fólk biðjist fyrirgefningar. Ekki að það fyrirgefi, heldur að það reyni að öðlast fyrirgefningu. Mig langar til að vitna í erindi sem ljóðskáldið Hanoh Levin heitinn, sem var eitt mesta leikskáld Ísraels, orti á sjöunda áratugnum: Kæri faðir, þegar þú stendur yfir gröf minni, gamall og þreyttur og einmana, og sérð þá grafa mig í jörðina, biddu mig þá um fyrirgefningu, faðir. Við verðum öll að biðja börnin okkar fyrirgefningar fyrir að hafa ekki verið betur á verði, fyrir að hafa ekki barist nógu hart fyrir því að halda loforð okkar um betri heim, fyrir að vernda þau ekki fyrir þessum illa sýkli, fyrir að láta þau verða fórnarlömb þessarar hræðilegu hugarsóttar sem þjáir okkur öll. Við þurfum að líta á saklausu, dolföllnu, vonsviknu litlu andlitin þeirra og spyrja sjálf okkur: Hvers vegna er vangi þeirra blóðrisa? Dr. Nurit Peled-Elhanan er tungu- málakennari við Hebreska háskólannn í Jerúsalem. Í september árið 1997 var dóttir hennar, Samarder, drepin af palestínskum sjálfsmorðsprengjumanni. Hún og fjölskylda hennar tilheyra sam- tökum sem heita Harmslegnar pal- estínskar og ísraelskar fjölskyldur fyrir friði. Einar Steinn Valgarðsson þýddi.

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.