Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 12

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 12
12 FRJÁLS PALESTÍNA Eftir Egil Bjarnason Balata-flóttamannabúðirnar eru nötur-legar yfir að líta þennan laugardag, rétt eins og aðra daga. En það er óvenju bjart yfir hinum tíu ára gamla Muhammed. Í fyrsta sinn á ævinni fær hann að ferðast langt út fyrir mörk Balata, alla leið til Ramallah í heimsókn til föðurbróður síns. Spennandi! Foreldrar Muhammeds eru ekki eins spenntir yfir reisunni. Þau kvíða því að fara í fyrsta sinn með tvö yngstu börnin í gegnum alla vegatálmana á leiðinni til Ramallah. Áhyggjuefnið er ekki endilega að upplifunin hafi slæm áhrif á börnin. Barnæska þeirra hefur hvort sem er verið brennimerkt af átökum – annað er óhjákvæmilegt í Balata. Nei, foreldrarnir kvíða því fyrst og fremst að vera niður- lægðir fyrir framan afkvæmi sín. Foreldrarnir, Muhammed og 12 ára systir hans setjast upp í leigubíl. Eldri bræður Muhammeds sitja eftir heima. „Ísraelarnir banna okkur að fara,“ segja bræðurnir við þann yngri. Ráða þeir öllu? Muhammed skildi þetta ekki. Leigubílinn ekur áleiðis að Huwwara- vegatálmanum. Muhammed sér fátt merki legt á leiðinni nema húsarústir, það er enginn á ferli þennan morgun enda laugardagur. Nema á endastöðinni. Þar Fjölmenni á Huwwara herhliðinu. Hermaður beinir byssuhlaupinu að farþega í rútu á leið frá vegatálma. er sko allt fólkið! Feðgarnir stilla sér upp aftast í mann- mergðinni en mæðgurnar fara í biðröð kynsystra sinna. Karlmaður í röðinni snýr sér að föður Muhammeds og segir hneykslaður: „Hermennirnir lokuðu fyrir alla umferð í klukkutíma! Bara sisvona!“ Faðirinn hnussar lágt, tekur tíð ind- unum annars með stótískri ró, enda öllu vanur þegar kemur að uppátækjum Ísraelshers. Muhammed starir undrandi framfyrir sig, reynir að sjá fyrir endann á þessari blessuðu röð og hugsar upphátt: Hvað á þetta droll að þýða? Röðin til Ramallah

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.