Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 14

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS PALESTÍNA Húsfyllir á Hótel Borg Söfnunarfé afhent konum í Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, dvaldi í Palestínu yfir jólahátíðirnar og var á aðfangadagskvöld í Bethlehem. Ferðina nýtti hann m.a. til að koma á framfæri hluta af þeirri neyðaraðstoð sem Félagið Ísland-Palestína hefur safnað á árinu til handa konum í Palestínu. Þann 2. janúar hitti Sveinn Amal Khrishe, forystukonu hjá Palestinian Working Women Society for Development (PWWSD) og afhenti samtökunum 4000 dollara. Á árinu var neyð arsöfnun frá félaginu til Öryrkjabandalags Palestínu stöðvuð og önnur sending til Blindarfélags Palestínu komst ekki til skila í gegnum SWIFT greiðslu (skýring gefin um að reikningur hafi ekki fundist). Í ljósi þessa hefur Félagið Ísland-Palestína kosið að senda peninga úr neyðarsöfnun til Palestínu með þeim Íslendingum sem þangað hafa farið. PWWSD vinnur á sviði mannréttindar- og janfréttismála í Palestínu og er með starfsemi í mörgum stærstu borgum landsins; Ramallah, Nablus, Bethlehem, Tulkarem, Gaza og Jenin. Á sumardaginn fyrsta birtust fréttir um að Valgerður Sverrisdóttir, þá utanríkisráðherra, vildi taka upp eðlileg samskipti við Palestínsku heimastjórnina, að hætti Norðmanna. Eins og nærri má geta fögnuðu vinir Palestínu þessari yfirlýsingu – en vilji Valgerðar reyndist steyta á forsætisráðherra. Sú stjórn sem nú situr í Palestínu er þjóðstjórn. Það er að segja, hver einasta palestínska stjórnmálahreyfing sem á annað borð á sæti á þingi á jafnframt aðild að stjórninni. Þar eru stóru hreyfingarnar tvær, Fatah og Hamas, með fjölda meðalstórra og smárra hreyfinga. Þar eru Þriðja leiðin, Lýðræðisfylkingin fyrir frelsun Palestínu, Alþýðufylkingin fyrir frjálsri Palestínu og Þjóðarfrumkvæði Palestínu, svo nokkrar séu nefndar. Aðeins þrír þingmenn af 132 lýstu sig andvíga stjórninni. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, kallaði myndun þjóðstjórnarinnar rétti- lega sögulegan viðburð. Geir H. Haarde forsætisráherra hefur sagt að afstaða Norðmanna skipti höfuðmáli á svæðinu, því þeir séu þar miklir gerendur. Afstaða Íslendinga skipti minna máli. En þegar Norðmenn tóku þessa réttu afstöðu, að taka upp samskipti við þjóðstjórnina, tók Geir dræmt í að fylgja fordæminu, sagðist ekki vera „hrifinn af Hamassamtökunum“. Niðurstaðan varð sú að málið dagaði uppi hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Eftir að hún féll í kosningum kemur í ljós hvað ný ríkisstjórn gerir. Allir taka afstöðu nema Geir Skömmu fyrir kosningarnar í vor voru leiðtogar stjórnmálaflokkanna spurð- ir um hvað þeim fyndist um hugmynd Samskipti íslenska ríkisins við palest ínsku heimastjórnina Ziad Amro, félagsráðgjafi og frum-kvöðull í réttindabaráttu fatlaðra í Palestínu, kom í vel heppnaða heimsókn hingað til lands í lok nóvember í boði boði Félagsins Ísland-Palestína, Blindra- félagsins og Öryrkjabandlags Íslands. Hann var m.a. aðalræðumaður á opnum fundi sem FÍP stóð fyrir á alþjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindum palestínsku þjóðarinnnar á Hótel Borg þann 29. nóvember þar sem hann fjallaði um áhrif hernámsins á líf palestínsku þjóðarinnar, fyrir fullu húsi. Íslenska balzamersveitin Bardukha lék þar einnig nokkur lög af nýútkominni plötu. Ziad Amro hélt þrjá fyrirlestra á meðan dvöl hans stóð auk þess sem hann hitti forystumenn samtaka fatlaðra og blindra hér á landi, vini og stuðningsfólk fatlaðra í Palestínu. Þann 28. nóvember fjallaði Ziad um starf sitt sem formanns Öryrkjabandalags Palestínu og starf félagsráðgjafa með fötluðum þar í landi á fundi á vegum Félagráðgjafaskorar HÍ og Rannsóknarseturs um barna- og fjölskylduvernd. Þann 30. nóvember flutti Ziad fyrirlestur um endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu í Palestínu og stöðu fólks með fötlun, á fundi á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandlags Íslands. Ziad Amro er 41 árs félagsráðgjafi að mennt, fæddur í Hebron en búsettur í Ramallah á Vesturbakkanum. Hann er helsti frumkvöðull í málefnum fatl- aðra í Palestínu; stofnandi, fyrrum fram- kvæmdastjóri og síðar formaður Ör- yrkjabandalags Palestínu og hef ur lengi verið virkur lengi í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum. Hann er sjálfur blindur og er forystumaður í samtökum blindra. Ziad hefur verið fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna í undirbúningi „Sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra“, sem samþykktur var í september síðastliðnum. Stjórn Félagsins Ísland-Palestína vill þakka Ziad Amro kærlega fyrir vel heppnaða heimsókn og Öryrkjabandalagi Íslands og Blindrarfélaginu fyrir sam- vinnuna við skipulagningu hennar. Valgerðar Sverrisdóttur um sam- skipti við þjóðstjórnina í Palestínu? „Ekkert nema gott um þetta að segja.“ Jón Sigurðsson, Framsóknarflokki. „Ekki tímabært að taka afstöðu til þess.“ Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki. „Sjálfgefið, svo fremi sem það geti orð ið til þess að styðja við friðarferlið.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum. „Eina leiðin sem er fær út úr klemmunni á svæðinu.“ Ómar Ragnarsson, Íslandshreyfingunni. „Ég tel fulla ástæðu til þess.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingu. „Algjörlega sammála.“ Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri-grænum. (Fréttablaðið greindi frá, þann 1. maí 2007.) Vel heppnuð heim- sókn Ziad Amro

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.