Frjáls Palestína - 01.11.2007, Side 1

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Side 1
FRJÁLS PALESTÍNA 1 PALESTÍNA Frjáls Þessar línur eru ritaðar í Nablus, um 200 þúsund manna borg á miðjum Vesturbakkanum, um 65 km fyrir norðan Jerúsalem. Um svipað leyti og mig bar að garði bættist lið 300 vopnaðra manna við lögregluna sem fyrir er. Yfirlýstur tilgangur er meðal annars að halda aftur af vopnuðum glæpahópum og þá er ekki átt við vopnaðar sveitir Al- Aqsa píslarvottanna, sem tengdar eru Fatah, né aðra hópa sem veita ísraelska árásarhernum vopnaða andspyrnu og halda honum hugsanlega frá því að gera daglegar árásir inn í Gömlu borgina. Þrátt fyrir fullkominn vopnabúnað og leyniþjónustu treystir herinn sér ekki til að mæta þessum ungu mönnum augliti til auglits og í sínum eigin búningum, heldur eru sendar inn aftökusveitir, sem eru dulbúnar sem óbreyttir borgarar. Linnulausar árásir Ísraelshers Árásir hersins inn í Nablus, og sérstaklega flóttamannabúðir eins og Balata, eru nokkuð sem íbúarnir hér hafa mátt þola nánast látlaust frá því í apríl 2002, þegar Ísraelsher gerði innrás í allar borgir og bæi Palestínumanna og lögðu að nýju undir sig öll svæðin sem merkt voru sem A-svæði í Oslóarsamkomulaginu, og áttu að vera að fullu og öllu undir stjórn Palestínumanna. Þetta voru ekki stór svæði, og náðu til dæmis varla út fyrir borgarmörkin hér í Nablus. Á B-svæðum Vesturbakkans ræður Ísraelsher yfir öryggismálum – og raunar öllu sem hann kærir sig um. Sveitarstjórnarmál eru í höndum Palestínumanna, en herinn og landtökulið eru alls staðar nærri. Hér í Nablus gnæfa landtökubyggðir og herstöðvar yfirborgina,þaðansemfylgjast má með hverri hreyfingu Palestínumanna og gera árásir. Þannig er þetta líka úti á landsbyggðinni, þar sem ég fór um í dag með færanlegri sjúkrastöð til einangraðra þorpa sem Læknishjálparnefndirnar (PMRS) sjá um að veita heilsugæslu, þar á meðal mæðravernd og almennar heimilislækningar. Iðulega eru gerðar árásir á þessar byggðir, bæði þorp og stærri bæi. Tilgangurinn leynir sér ekki – að hrekja íbúana á brott frá þessu gróðursæla landi. Það er ekki margt sem bendir til þess að Ísraelsstjórn hafi áhuga á raunverulegum friði. Fram að þessu fær fólk ekki annað séð en að friðarviðræður hafi allan tímann verið skálkaskjól til að auka á hernámið, stækka landtökubyggðirnar og fjölga gyðingum í landi Palestínumanna. Með því að viðhalda stríðsástandi er Bandaríkjastjórn haldið í gíslingu gífurlega auðugra og valdamikilla þrýstihópa í Bandaríkjunum sem hafa undirtökin á Bandaríkjaþingi þannig að nánast hver einasti þingmaður virðist háður þessum hópum og greiðir atkvæði ekki bara í þágu Ísraels heldur í þágu öfgafyllstu aflanna þar, trúarofstækisliðs sem er hvað mest áberandi í Hebron en líka á fjölmörgum öðrum svæðum, og líka í ríkisstjórninni. Hefur ástandið lagast á Vesturbakkanum? Ætla mátti að framkoma Ísraelshers skánaði eitthvað við tilkomu bráða- birgðarstjórnar sem Abbas skipaði, með Fayed sem forsætisráðherra, mann sem er velmetinn af bæði Ísraels- og Bandaríkjastjórn. Því fer þó víðsfjarri. Málgagn Félagsins Ísland-Palestína - 2. tbl. 18. árg. - Nóvember 2007 Hernám verður líka alltaf hernám. Árásum hefur síður en svo fækkað og í hverri viku eru óbreyttir borgarar myrtir af Ísraelsher, bæði á Vesturbakkanum og Gaza. Konur, börn, eldri borgarar og fatlaðir liggja ekki síður í valnum en aðrir. Á móti koma árásir vopnaðra hópa (sem ekki lúta stjórn Hamas) á Sderot, sem er ísraelsk byggð rétt hjá landamærunum við Gaza. Lengra ná heimatilbúnar eldflaugar þessarra hópa ekki. Þetta eru einskonar rörsprengjur, ekki mikið stærri en rakettur. Þær valda samt skelfingu, og undanfarin tíu ár hafa tíu manns fallið í valinn af þeirra völdum, það er að segja einn á ári. Í tengslum við heimsókn utanríkisráðherra Íslands til Ísraels og Palestínu síðastliðið sumar var Sjónvarpið með mjög ýkta mynd af afleiðingum þessara árása og sögðu hundrað manns hafa fallið og þúsundir særst. Minnst var á Beit Hanoun í sambandi við uppruna skeytanna, en ekkert minnst á fjöldamorð Ísraelhers þar á síðastliðnu ári, né afleiðingar gífurlegra loftárása og stórskotaárása á þann bæ og flóttamannabúðir, þótt ekki sé annað. Svo bara sé minnst á eina árásarhrinu á Beit Hanoun voru afleiðingar þeirra í mannslífum 20-faldar miðað við mannfall í Sderot á heilu ári. Átökin milli Fatah og Hamas Klofningur stærstu fylkinganna, Fatah og Hamas, kom upp á yfirborðið eftir kosningasigur sem Hamas vann í janúar í fyrra. Í kjölfar þeirra féllst Abbas forseti á að samtökin stæðu fyrir stjórnarmyndun í mars 2006. Hamas dugðu 44% til að fá um 60% þingmeirhluta vegna kosningafyrirkomulagsins, sem fól í sér nokkurs konar einmenningskjördæmi að hluta til. Fatah gekk illa að sætta sig við kosningarúrslitin, sem áttu þó ekki að koma á óvart miðað við úrslit í sveitarstjórnarkosningum árið áður. Framhald á bls. 2 Eftir Svein Rúnar Hauksson Er einhver möguleiki á friði milli Ísraels og Palestínu?

x

Frjáls Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.