Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 7

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 7
FRJÁLS PALESTÍNA 7 er ekki eins eins upptekin af nakba og þær eldri. Allan spyr hvort ekki sé tími til kominn að móta stjórnmálastefnu og miða aðgerðir við samtímann og þær hörmungar sem flóttamennirnir búa við nú í dag, frekar en að einblína á réttlæti vegna hörmunganna árið 1948. Þetta er mjög áleitin spurning. Væru flóttamenn í Shatila betur settir, ef það væri reynt að leysa vandamál þeirra utan rammans sem hefur verið miðað við hingað til? Vitaskuld snýst þetta um réttinn til að snúa aftur heim – heim til Palestínu. Grein Allan ýjar að því, að draumurinn um að leysa flóttamannavandamálið með því að flóttamennirnir komist aftur til fyrri heimakynna sé einmitt það – aðeins draumur. Það er ekkert eftir af þeirri Palestínu sem var til fyrir stríðið árið 1948, nema minning sem hægt er að halda á lofti. Minningin er huggun,10 en er ekki grundvöllur fyrir raunhæfa stefnu sem gæti raunverulega bætt stöðu flóttamannanna í dag. Fyrir þessa ungu flóttamenn er Snorrabúð stekkur, og hvorki gerlegt né sérlega æskilegt að endureisa hið forna. Það er of snemmt að fullyrða nokkuð, en er þetta vísirinn að því sem koma skal? Er hin nýja kynslóð Palestínumanna, sérstaklega þeir sem búa í flóttamannabúðunum eða á hernumdu svæðunum, fúsari til að prófa nýjar áherslur og sleppa takinu á sígildum prinsippmálum? Er gömlu prinsippmálunum fyrst og fremst haldið á lofti af útlögum sem vilja einmitt halda í minninguna? Minningar fæða hvorki né klæða. Palestínskir flóttamenn í dag búa við svo hrikalegar aðstæður og örvæntingin er slík, að það er ekki furða að nú séu þeir farnir að efast um þær aðferðir, hugmyndir og grundvallarforsendur sem hafa mótað og myndað stjórnmálaafstöðu Palestínumanna. Sumir sjá þær jafnvel frekar sem hluta af vandamálinu heldur en lausninni. Er þetta vísbending um að baráttuþrek Palestínumanna fari minnkandi? Eða er þetta bara eðlileg endurskoðun á sýn, stefnu og aðferðum? Þegar þessar raddir eru teknar með í reikninginn og þær skoðaðar í samhengi við nýlegar sögulegar rannsóknir frá Ísrael, er ljóst að þróunin stefnir í að í framtíðinni muni verða eitt ríki fyrir botni Miðjarðarhafs. Áherslan í ísraelskum sagnfræðirannsóknum er réttlæting á aðgerðum Ísraela, til dæmis í stríðunum 1948 og 1967. Jafnvel þegar Ísraelar heyja árásarstríð, til dæmis í seinni hluta stríðsins 1967, er það skoðað sem eðlileg og náttúrleg skref og fyllilega í samræmi við forlög Ísraela og stundum jafnvel sem vilji Guðs. Þegar landakort frá árunum 2007 og 1947 eru borin saman og skoðað hverju Ísraelar ráða, er þróunin augljós. Ísraelar eru smám saman að ná völdum á öllu því sem kallað var Palestína í byrjun tuttugustu aldar. Nú, í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar, er hlutur Palestínumanna álíka smár og hlutur gyðinga var á fyrstu árum tuttugustu aldar. Hvernig eiga sagnfræðingar og aðrir fræðimenn að fjalla um þessa þróun? Hvernig er hægt að fjalla um þetta á hlutlausan hátt, þegar örlög og vonir einnar þjóðar um sjálfstæði eru nánast að hrynja fyrir augum okkar? Á sagnfræðingurinn fyrst og fremst að halda uppi minningunni um Palestínu sem sögulegt fyrirbæri, eða á minningin að vera ákveðin fyrirmynd eða vísir að framtíðarríki? Þar sem ekkert virðist benda til þess að tveggja ríkja lausnin sé raunhæfur pólitískur valkostur, er þá ekki tími til kominn að gefa hugmyndinni um eitt ríki betri gaum? Hvaða afleiðingar mundi sá kostur hafa á líf og afkomu Palestínumanna og Ísraela? Fyrir Palestínumenn getur hann varla verið miklu verri en kjör þeirra við síðustu 60 árin. Tilvísanir 1 Palestínski bókmenntafræðingurinn Edward Said fjallaði mikið um þetta á tíunda áratugnum, bæði í ræðu og riti. 2 Benny Morris er fyrst og fremst frægur fyrir bók sína The Birth of the Palestinian Refugee Problem, 1947-1949, sem kom út hjá Cambridge University Press árið 1988. Hún var endurútgefin árið 1988. 3 Beinin kennur nútímasögu Mið- Austurlanda við Stanford-háskóla og við American University of Cairo. Hann er fyrrum formaður Middle East Studies Association. Sjá grein hans „For- getfulness for Memory. The Limits of the New Israeli History“ í Journal of Palestine Studies 34. árg. 2. tbl (2005), bls 6-23. 4 Fjölmargir hafa fjallað um bækur nýju sagnfræðinganna. Stundum er gagnrýnt að þeir gangi of langt, til að mynda bók Efraim Karsh, Fabricating Israeli History: The New Historians (London. Frank Cass, 1997) eða Itamar Rabinovich: The Road Not Taken. Early Arab-Israeli Negotiations (New York: Oxford University Press, 1991). Aðrir hafa haldið því fram að þeir gangi ekki nógu, langt svo sem grein Joel Beinin eða bók Susan Slyomovics, The Object of Memory (Philadelphia: University of Pennsylvania Press, 1998). 5 Sjá bók Nur Masalha: Expulsion of the Palestinians. The Concept of Transfer in Zionist Political Thought 1882-1948 (Washington DC, 1992). 6 Ein áhrifamesta bók þessa stríðs frá sjónarhóli Palestínumanna er Khustantin Zuraykh: Ma´nat al-nakba, sem kom út í Beirut árið 1948. 7 Hina hefðbundna ísraelsku framsetn- ingu má finna meðal annars í bók Amos Elon, The Israelis (London, 1971). 8 Morris, s. 206. 9 Ahmad H. Sa´di og Lila Abu-Lughod (ritstj.), Nakba. Palestine, 1948, and the Claims of Memory (New York: Columbia University Press, 2007). 10 Frábær nýleg bók Laleh Khalili fjall- ar einmitt um sögulegt minni Palestínu- manna: Heroes and Martyrs of Palestine. The Politics of National Commemoration (Cambridge University Press, 2007).

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.