Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 11

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 11
FRJÁLS PALESTÍNA 11 selt sig hernámsliðinu og sé á fleygiferð niður rennibraut svikseminnar. Áróður beggja er baneitraður, og gagnkvæmt ofbeldið er að ná nýjum hæðum. Þetta lítur út fyrir að vera blindgata. Margir Palestíumenn örvænta um að nokkur undankomuleið finnist. Aðrir leita að nýjum, frumlegri lausnum. Til dæmis stingur Afif Safieh, formaður sendinefndar PLO í Washington upp á því að sett verði á fót palestínsk ríkisstjórn sem verði eingöngu skipuð hlutlausum sérfræðingum, hvorki frá Hamas né Fatah. Líkurnar á að það gerist eru svo sannarlega litlar. En þegar menn ræða sín á milli í Ramallah ber eitt nafn æ oftar á góma: Marwan Barghouti. „Hann hefur lausnina í hendi sér,“ segja menn, „bæði á átökum Fatah og Hamas og á átökum Ísraela og Pal- estínumanna.“ Sumir álíta Marwan hinn palestínska Mandela. Þeir koma afar ólíkt fyrir, bæði hvað varðar í útlit og skapgerð. En þeir eiga margt sameiginlegt. Báðir urðu þjóðarhetjur bak við fang- elsismúra. Báðir voru fundnir sekir um hryðjuverk. Báðir studdu vopnaða baráttu. Mandela studdi ákvörðun Afríska þjóðarráðsins árið 1961 um að hefja vopnaða baráttu gegn ras- istaríkisstjórninni (en ekki gegn hvítu borgurunum). Hann sat í fangelsi í 28 ár og neitaði að kaupa sér frelsi með því að skrifa undir yfirlýsingu þar sem hann ætti að afneita „hryðjuverkum“. Marwan studdi vopnaða baráttu Tanzim- hreyfingarinnar innan Fatah og hefur hlotið nokkra lífstíðardóma. En báðir kusu helst frið og sættir, jafnvel áður en þeir voru fangelsaðir. Ég sá Barghouti í fyrsta sinn árið 1997 þegar hann tók þátt í mótmælagöngu Gush Shalom í Harbata, nágrannaþorpi Bil’in, gegn byggingu Modiin-Illit- landtökubyggðarinnar, sem var þá rétt að hefjast. Fimm árum seinna mótmæltum við fyrir utan dómshúsið, á meðan á réttarhöldin yfir honum stóðu yfir, undir slagorðinu „Barghouti að samningaborðinu, ekki í fangelsi!“ Í síðustu viku heimsóttum við fjölskyldu Marwans í Ramallah. Ég hafði hitt Födwu Barghouti í fyrsta sinn við jarðarför Yassers Arafat. Þá var andlit hennar tárvott. Það var þröngt um okkur innan um fjölda syrgjenda, hávaðinn var yfirgnæfandi og við náðum ekki að skiptast nema á nokkrum orðum. Í þetta sinn var hún stillt og yfirveguð. Hún hló bara þegar hún heyrði að Teddy Katz, aktívisti í Gush Shalom, hefði fórnað tánögl fyrir Marwan: Þegar við vorum að mótmæla í réttarsalnum veittust verðirnir að okkur með ofbeldi og einn þeirra steig þungu stígvélinu sínu á fótinn á Teddy, sem var aðeins klæddur ilskóm. Fadwa Barghouti er lögfræðingur og fjögurra barna móðir, þriggja sona og einnar dóttur. Hár hennar er ljósleitt – hún útskýrði fyrir mér að allir í fjölskyldunni væru ljóshærðir nema Marwan, og bætti við, með sjaldséðu brosi: „Kannski er það arfur frá krossferðunum.“ Barghouti-ættin er afar stór og býr í sex þorpum nálægt Bir Zeit. Læknirinn Mustafa Barghouti, sem er vel þekktur fyrir starf sitt í þágu mannréttinda, er fjarskyldur ættingi þeirra. Marwan og Fadwa – sem er líka fædd Barghouti – fæddust bæði í Kobar-þorpi. Fjölskylda Barghoutis býr í huggulegri íbúð í raðhúsi. Á leið minni þangað tók ég eftir byggingaframkvæmdum, sem má sjá víða í Ramallah, fólk virðist vera að vinna að nýjum byggingum á hverju horni, þar á meðal háreistu atvinnuhúsnæði. Nálægt dyrunum að íbúðinu er útsaumað merki þar sem stendur á ensku: „Velkomin á heimili mitt.“ Íbúðin sjálf er skreytt mörgum myndum af Marwan Barghouti, þar á meðal stórri teikningu sem er innblásin af myndinni frægu sem sýnir hann í réttarsalnum, þar sem hann heldur járnuðum höndunum sigurviss yfir höfði sér eins og hnefaleikamaður. Þegar öryggissveitirnar leituðu hans lögðu þeir íbúðina undir sig í þrjá sólarhringa og flögguðu með ísraelska fánanum út af svölunum. Fadwa Barghouti er ein af þeim fáu sem fær að heimsækja Marwan. Ekki sem lögfræðingur, heldur bara sem „ná- inn fjölskyldumeðlimur“ – en til þeirra teljast foreldrar, makar, systkini og börn yngri en sextán ára. Sem stendur eru um 11 þúsund pal- estínskir fangar í ísraelskum fangelsum. Ef maður áætlar að þeir eigi að meðaltali fimm „nána fjölskyldumeðlimi“ hver, þá gerir það 55 þúsund mögulega gesti. Þeir þurfa leyfi fyrir hverri heimsókn og mörgum er hafnað af „öryggisástæðum“. Fadwa þarf líka leyfi í hvert skipti, sem heimilar henni bara að fara beint í fangelsið og til baka, án þess að hún megi stoppa nokkurs staðar í Ísrael. Synirnir þrír fá ekki lengur að heimsækja föður sinn, þar sem þeir eru allir orðnir eldri en sextán ára. Aðeins unga dóttirin getur heimsótt hann. Það er varla neinn sem er vinsælli meðal palestínsks almennings heldur en Marwan Barghouti. Hann líkist Mandela líka að þessu leyti, á meðan hann var í fangelsi. Það er erfitt að útskýra hvaðan þetta vald kemur. Það tengist ekki hárri stöðu hans í Fatah, þar sem hreyfingin er óskipulögð og það er enginn skýr valdastigi. Allt frá því að hann var einfaldur aktívisti í þorpinu sínu hefur vegur hans vaxið innan hreyfingarinnar í krafti persónuleika hans. Þetta er hið dularfulla fyrirbæri sem kallast persónutöfrar. Það geislar af honum einhver hljóðlát tign sem þarfnast engrar sýndarmennsku. Þótt Fatah og Hamas ati hvorir aðra auri, þá hefur enginn blettur fallið á Marwan. Hamas gæta þess sérstaklega að ráðast ekki á hann. Þvert á móti var hann efstur á lista yfir þá fanga sem þeir vildu fá í skiptum fyrir hermanninn Gilad Shalit, sem enn er haldið í gíslingu, þrátt fyrir að Marwan sé leiðtogi í Fatah. Það var hann sem var höfundur hins fræga „fangaskjals“ ásamt fangelsuðum leiðtogum hinna hreyfinganna, þar sem var kallað eftir þjóðarsamstöðu. Allar palestínsku hreyfingarnar sam- þykktu skjalið. Þannig varð „Mekku-

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.