Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 21

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 21
FRJÁLS PALESTÍNA 21 vægast sagt erfiðaraðstæður.Viðþröngar götur standa hús þakin kúlnagötum sem bera vitni um það að nánast á hverri nóttu, oft undir morgun, koma ísraelsku hemennirnir inn í búðirnar. Hermennirnir segjast iðulega vera að leita eftir hryðju- verkamönnum og skjóta á allt sem fyrir er. Þeir eru þjálfaðir í því, að komi þeir auga á barn við þessar aðstæður, sé hryðjuverkamaður þar að baki og rétt að skjóta. Þetta er ein ástæða þess fjölda barnamorða sem á sér stað í landinu. Við rákum augun í plakat á vegg en á því var mynd af ungum dreng. Íbúarnir sögðu okkur að hann hefði verið skotinn í höfuðið fyri nokkru síðan. Þeir sýndu okkur gluggann sem hann leit út um, þessa örlagaríku nótt, og leiddu okkur til föður hans sem sat fyrir utan kaffihús neðar í götunni. Pabbinn reyndi að segja okkur söguna af því hvernig hann missti 5 ára son sinn, en bara gat það ekki og snéri við okkur baki. Barnamorð flokkast líka til sálræns hernaðar. Hundsun Langvarandi sálrænn hernaður Ísraela gegn Palestínu virkar að sjálfsögðu. Utan þess sem að ofan er talið skapar svefnleysið af völdum sprengjugnýs og skothríða, og gríðarlegt atvinnuleysi og fátækt, aukið ofbeldi á heimilum. Övæntingin og reiðin ýta fólki út í óyndis- úrræði, svo sem sjálfsmorðssprengingar, sem eru þó sem betur fer orðnar fátíðar í dag. Samfélagið hefur skipulega verið brot- ið niður, heimastjórnin svelt svo hún getur ekki einu sinni sinnt sorphirðu sómasam- lega, né heldur löggæslu. Lýðræðislegar kosningar þar sem Palestínumenn kusu breytingar og mynduðu stjórn með 96% þingstyrk voru algerlega hunsaðar af alþjóðasamfélaginu og Ísraelsher gefið skotleyfi á kjörna fulltrúa. Það er öllum ljóst að Ísraelsríki geng- ur stöðugt gegn samþykktum Sam- einuðu þjóðanna og ákvæðum Genf- arsáttmálans. Vilji alþjóðasamfélagið styðja Palestínumenn í friðsamlegum aðgerðum gegn ofbeldinu verður að sýna það í verki. Ástandið í Palestínu er orðið að mörgu leyti verra en það var í Suður-Afríku á sínum tíma. Forystumenn Palestínumanna, á borð við dr. Mustafa Bargouthi sem mörgum Íslendingum er kunnur, biðja umheiminn um að hundsa Ísrael á svipaðan hátt og Suður- Afríkustjórn var hunsuð. Til þess eru margar leiðir. Það má slíta á pólitísk tengsl. Það má slíta samstarfi á sviði íþrótta og það má slíta öll menningartengsl. Það er mörgum til dæmis ráðgáta vegna hvers Ísrael er þáttakandi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eitt landa utan álfunn- ar. Auðvitað líta margir Palestínumenn á það sem stuðning við kúgarann. Íslendingar geta vel gengið á undan í þessu máli. Það er löngu orðið ljóst að viðræður eru ekki til neins einar og sér. Ísraelsstjórn svíkur alla samninga einfaldlega vegna þess að ráðamenn þar á bæ eru glæpamenn sem ekki virða alþjóðalög né almenn mannréttindi. Raunverulegar breytingar verða ein- göngu ef Ísrael á sér ekki annan kost vænni. Eru það ábyrgðarlausar ýkjur að líkja meðferðinni á Palestínumönnum við glæpsamleg hryðjuverk og fjöldarefsingu nasista? Ég held ekki. Síðustu atburðir á Gaza vekja sérstakan ótta, því þeir sýna svo skýrt vísvitaða áætlun Ísraela og þeirra stuðningsmanna um að undiroka heilt samfélag og búa því lífshættulegar aðstæður í fullkominni grimmd. Með því að lýsa þessu framferði Ísraela sem yfirvofandi helför, er gerð örvæntingafull tilraun til þess að höfða til stjórnvalda hvarvetna og al- menningsálitsins, svo að gripið verði strax til aðgerða til þess að hindra þessa tilburði til þjóðarmorðs, áður en þeir ná hámarki í fjöldaharmleik.“ Höfundur þessarar orða er Richard Falk, bandarískur gyðingur, prófessor emeritus í alþjóðalögum við Princeton háskólann. Hjálmtýr Heiðdal Hugleiðingar úr Palestínuferð

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.