Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 1

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 1
FRJÁLS PALESTÍNA 1 Í samhljóma ályktun Alþingis 18. maí 1989, sem áður hafði verið samþykkt einróma í utanríkismálanefnd Alþingis sagði: „Alþingi leggur áherslu á að við- urkenna beri sjálfsákvörðunarrétt pal- estínsku þjóðarinnar og tilverurétt Ísra- elsríkis. Einnig ber að viðurkenna rétt pal estínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í samræmi við margítrekaðar ályktanir Sameinu þjóð- anna.“ Í sjálfsákvörðunarrétti þjóðar felst ekki síst rétturinn til að kjósa og til að velja sér stjórnarhætti og stjórnvöld. Íbúar herteknu svæðanna á Gaza og Vesturbakkanum að meðtalinni Aust ur- Jerúsalem fengu að kjósa í sveitarstjórn- arkosningum árið 2005 og síðan í þing- kosningum árið 2006. Í kosningunum 2005 kom til sögunnar nýtt stjórnmálaafl sem fram að því hafði starfað á trúarlegum grunni að samfé- lagshjálp og skapað sér vinsældir. Þetta voru Hamas-samtökin sem stofnuð voru 1987, sama ár og Félagið Ísland-Palest- ína, og sama ár og Intifada, uppreisnin gegn hernáminu, hófst. Hamas-samtök- in viðurkenndu með stjórn málaþátttöku sinni grunninn að sam félagsskipaninni sem á rót í Osló aryfirlýsingu Frelsis- sam taka Palestínu, PLO og Ísraelsríkis. Þetta var stórt skref fyrir Hamas, því að með þessu viðurkenndu þau í raun til- Málgagn Félagsins Ísland-Palestína – 1. tbl. 22. árg. – Nóvember 2010 Eftir Svein Rúnar Hauksson PALESTÍNA Frjáls Virðum við sjálfsákvörðunar- rétt palestínsku þjóðarinnar? vist Ísraelsríkis og tveggja ríkja lausnina svokölluðu. Í kosningum til Palestínska löggjafar- þingsins (PLC) árið 2006 fengu Hamas samtökin 44% en Fatah 41%. Þetta var erfiður biti að kyngja fyrir Fatah sam- tökin sem borið höfðu höfuð og herðar yfir aðra og leitt heildarsamtök Palestínu- manna, PLO, frá stofnun þeirra og gera enn. Með þessum kosningasigri fékk listi Hamas samtakanna, Breytingar og um- bætur, um 60% þingsæta. Abbas forseti fól sigurvegaranum, Is- mail Haniyeh, stjórnarmyndunarumboð, Fat ah fékkst ekki til að mynda þjóðstjórn í fyrstu, en hún kom meðal annars með þátttöku vinar okkar dr. Mustafa Barg- houthi. Síðan fór allt í loft upp í júní 2007 þegar kom til vopnaðra átaka á milli Hamas og Fatah, eða öllu heldur á milli öryggissveita stjórnvalda (Hamas) og öryggissveita sem tengdust Abbas for- seta og Fatah. Fyrir opnum tjöldum hafði Bandaríkjastjórn borið fé og vopn á síð- arnefnda aðilann og herþjálfað sveitir til öryggis- og löggæslu. Að mati hóps rannsóknarblaðamanna tímaritsins Vanity Fair var hér um að ræða býsna opinskáa ógnun við löggæslu vald Framhald á bls. 2 Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður Félagsins Ísland-Palestína, þiggur minjagrip úr hendi Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínsku yfirvaldanna á Gaza. Fundur þeirra fór fram sunnudaginn 10. október 2010 að viðtöddum nokkrum ráðherrum, borgararstjóra Gaza-borgar og varaborgarstjóra, auk Hazim Shawa, forstöðumanns Gervifótastöðvarinnar.

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.