Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 3

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 3
2 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 3 Virðum við sjálfsákvörðunar- rétt palestínsku þjóðarinnar? Framhald af forsíðu. Frá vinstri: Hazim Shawa, varaborgarstjóri, Rafiq Mikki borgarstjóri Gazaborgar, Sveinn Rúnar Hauksson, Ismail Haniyeh forsætisráðherra, upplýsingarmálaráðherra, samgönguráðherra, ráðherra án ráðuneytis. Alþingis og að hann hiki ekki við að eiga eðlileg samskipti við lögmæt stjórnvöld á Gaza. Annað færi á skjön við viðurkenn- ingu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Í því sambandi skiptir engu hvað okkur finnst um stjórnarhætti eða stefnu Hamas-samtakanna. Þetta er sú stjórn sem íbúar herteknu svæðanna kusu sér í síðustu kosningum. Þær báru af öðrum hvað snerti lýðræðislega fram- kvæmd að mati stofnunar Jimmy Carter fyrrum Bandaríkjaforseta og annarra er- lendra aðila sem fylgdust með kosning- unum. Góðar óskir og traust fylgja Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, í vandasamri og mikilvægri ferð hans til Gaza. Hún gæti um langa framtíð haldið uppi hróðri hans sem stjórnmálamanns, ekki síður en ferð Steingríms Hermanns- sonar þáverandi forsætisráðherra til Túnis í maí 1990, er hann heimsótti Yasser Ara- fat forseta Palestínu. Arafat var þá stimpl- aður hryðjuverkamaður af Ísraelsstjórn og Bandaríkjunum og fékk ekki vegabréfsá- ritun þangað. Þetta átti eftir að breytast á örfáum árum, meðal annars fyrir til- verknað Steingríms sem brautryðjanda. Þannig mun einnig verða um afstöðuna til Hamas-samtakanna sem hafa í orði og verki stefnt að friði við Ísrael. Ríkisstjórn Ísraels samþykkti nýlega að leggja fyrir þingið lagafrumvarp þar sem þess verður krafist af öllum íbú- um Ísraels, að núverandi íbúum af gyð- ingastofni undanskildum, að þeir vinni hollustueið við „lýðræðislega gyðinga- ríkið Ísrael“. Þeir sem neita að sverja hollustu við þetta ríki eiga á hættu að verða burtrækir þótt þeir séu í dag lög- legir íbúar ríkisins og fæddir þar. Laga- frumvarpinu er ætlað að gera yfirvöldum auðveldar að flytja burt þá íbúa af ara- bakyni sem berjast gegn kúguninni sem þeir eru beittir. Reyndar eru Lieberman utanríkisráðherra og skoðanabræður hans ákveðnir í að gera alla araba land- ræka. En það er ekki framkvæmanlegt eins og mál standa í dag, því ætla þeir að nota þessi væntanlegu lög sem áfanga í stærri áætlun. En þetta lagafrumvarp er ekki það eina sem sýnir okkur á hvaða braut Ís- rael er í dag. Nú liggur einnig fyrir frum- varp sem er lagt er fram til að hnekkja hæstaréttardómi sem kvað á um að allir íbúar Ísrael hefðu rétt til þess að búa þar sem þeir kjósa sjálfir. Nú er það svo að 68% allra bæja og borga í Ísrael eru ein- göngu byggð gyðingum og það eru að- eins nokkrar borgir sem eru að uppruna palestínskar þar sem bæði arabar og gyðingar búa. Þegar hæstiréttur landsins dæmdi það ólöglegt að aðgreina íbúa eftir uppruna þá brugðust bæjarstjórar gyðingabyggða fljótt við. Þeir samþykktu staðbundnar reglur sem kváðu á um að íbúar skuli sverja „hugmyndum zíonism- ans“ eið – nokkuð sem arabískir Ísraelar gera aldrei og yrðu þeir því útilokaðir frá búsetu. Og nú skal setja lög sem full- komna verkið og banna alfarið búsetu Ísraela sem ekki eru gyðingar í stærstum hluta landsins. Íbúafjöldi Ísraels er í dag 7,2 milljónir og þar af eru 1,4 milljónir sem eru ekki gyðingar, aðallega arabar sem eru af- komendur þeirra frumbyggja landsins sem ekki voru hraktir burtu við stofnun Ísraels 1948. Þessi lagafrumvörp eru lið- ur í þróun sem sýnir æ betur hvers eðlis hið zíoniska Ísrael er og að zíonisminn sjálfur er stefna sem byggir á kynþátt- ahyggju. Zíonisminn er því ósamrým- anlegur lýðræði og Ísrael getur því ekki talist lýðræðisríki nema að forminu til. Innihaldið er meir og meir að þróast frá lýðræði og fasísk stefna vex fram á sífellt fleiri sviðum. Það er ótrúlegt, en því miður satt, að slík þróun skuli gerast í ríki sem á tilveru sína því að þakka að umheimurinn sýndi fórnarlömbum þýska fasismans þá miklu velvild að leyfa þeim að setjast að í Pa- lestínu. Landi sem þá þegar var byggt öðru fólki sem á þar rætur sem ná lengra en sagan kann frá að greina. Það er fleira sem sýnir hversu langt Ísrael getur þróast frá nútímaríki yfir í andlýðræðislegt samfélag. Trúarofstæki er mjög áberandi í landinu og áhrif þess vaxa jafnt og þétt innan hersins og í þinginu. Þekktir Rabbíar sem eiga sér marga áhangendur hafa birt yfirlýsingar sem lýsa kynþáttahyggjunni sem býr í Zíonismanum. Rabbíinn Ovadia Yosef lýsti því yfir að „goyim (þýð: aðrir en gyð- ingar) fæð[i]st eingöngu til þess að þjóna okkur. Ef þeir þjón[i] ekki Ísraelum eig[i] þeir engan stað í veröldinni“. Aðrir rabb- íar, bæði í Ísrael og Bandaríkjunum hafa m.a. sagt um araba að það sé réttlæt- anlegt að „eyðileggja helgistaði þeirra. Drepa karla, konur, börn og fénað“. Í Ís- rael rísa nú ýmsar zíoniskar hreyfingar sem birta fasíska afstöðu sína með ár- ásum á þorp araba innan Ísrael og á her- teknu svæðunum ganga landtökumenn um með vopn og eyðileggja bænahús og akra Palestínumanna. Þessir hryðju- verkamenn njóta aðstoðar og verndar ísraelska hersins og fá sérstaka búsetu- styrki frá ríkinu. Innan Ísrael hefur ýmist fjölmiðlafólk bent á að vöxtur kynþáttahyggjunnar í Ísrael og aukin kúgun gagnvart arab- íska minnihlutanum geti reynst gyðing- um skeinuhætt. Það er ekki langt síðan að kynþáttaofsóknir gagnvart gyðingum voru algengar í mörgum löndum. Fram- ferði fasískra afla á þingi og í þjóðlífi Ísraels getur orðið til þess að gyðingar í öðrum löndum geti sjálfir uppskorið ofsóknir þeirra sem nýta öll tækifæri til þess að fá útrás fyrir kynþáttahatur. Eftir Hjálmtý Heiðdal Zíonisminn sýnir sitt rétta andlit lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Átök- in í júní 2007 sem leiddu til mikilla blóð- súthellinga og bræðravíga voru aðferð stjórnvalda undir forystu Hamas til að hindra valdarán af hálfu Fatah. Frá fyrstu stund eftir kosningasigur Hamas notaði Ísraelsstjórn sér hann til að einangra palestínsku þjóðina á al- þjóðavettvangi og fékk að sjálfsögðu Bandaríkjastjórn í lið með sér. Verra var að Evrópusambandið hefur reynst fylgi- spakt við Bandaríkin og Ísrael. Af Evrópu- ríkjum stendur Noregur einn upp úr og hefur opinbert samband við stjórnvöldin á Gaza og Hamas-samtökin. Framundan er mikilvæg ferð utanríkis- ráðherra til Gaza. Ferðin er farin að frum- kvæði hans sjálfs, en það var á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína 25. apríl 2010 sem Össur Skarphéðinsson lýsti því yfir að hann hygðist fara til Gaza. Össur hefur um árabil verið einn öflugasti talsmaður fyrir málstað Palestínu hér á landi. Með bókun utanríkismálanefndar Alþingis 1. júní 2010 urðu þessi áform ráðherra að stefnu Alþingis. Þar ályktaði meirihlutinn „að fela utanríkisráðherra, í samráði við utanríkismálanefnd, að skipuleggja ferð til Gaza svæðisins og að Ísland standi að því að senda hjálpargögn til að aðstoða heimamenn og sýna þannig andstöðu við herkvína sem Ísraelsmenn hafa sett á Gaza í trássi við alþjóðalög.“ Utanríkisráðherrar Evrópulanda hafa heimsótt Gaza, nú síðast frá Þýskalandi en hann fór um Egyptaland og Rafah. Aðrir hafa látið Ísraelsstjórn meina sér aðgang að Gaza. Mér skilst að okkar ut- anríkisráðherra hafi lent í því í september síðastliðnum er hann ætlaði að láta verða af Gazaferðinni. Ákveðinn flóðhestadans hefur verið í gangi hjá þessum ráðherr- um Evrópusambandsins gagnvart stjórn- völdum á Gaza. Þeir hafa ekki viljað stíga skrefið til fulls og viðurkenna lögleg og lýðræðislega kjörin stjórnvöld og því farið inn á svæðið á vegum UNRWA, Flótta- mannahjálpar SÞ fyrir palestínskt flótta- fólk. Sumir hafa síðan átt óopinbera fundi með ráðamönnum á Gaza. Meginatriði við för okkar utanríkisráð- herra er að hún sé í samræmi við stefnu Gervifætur til Gaza Söfnunarreikningur: 542-26-6990 - kt. 520188-1349

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.