Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 5

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 5
4 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 5 Ísraelsstjórn lýsti því yfir nýlega, að hún ætlaði að „létta á“ herkvínni um Gaza, sem nú hefur staðið í fjögur ár og em- bættismaður nokkur skýrði frá nýju verk- lagsreglunum: „Alþýðlegar vörur fyrir al- þýðu“. Hinum hörðu og að því er virðist duttlungakenndu höftum sem hafa verið á innflutningi á matvælum á þetta um- lukta svæði – kóríander slæmt, kanill góður – mun loks aflétt, að því er okk- ur er sagt. Þær 1,5 milljónir sem búa á Gaza geta fengið allan þann kóríander sem þeim sýnist. fram að með umfangsminna flutnings- banni á Gaza verði gerður skýr greina- munur á nauðsynlegum „öryggisaðgerð- um“ og óréttlátu banni á „varningi handa almennum borgurum“. Ísrael hefur tekið að sé hlutverk skurðlæknis sem fær síamstvíbura til meðferðar og tekst að að- skilja þá með stórfenglegri skurðaðgerð. Netanyahu sagði ríkisstjórn sinni að þetta yrði til þess að „öryggisgæsla í tengslum við herkvína yrði hert því að nú get[i] Hamas ekki lengur áfellst Ísraela fyrir að skaða almenna borgara“. Hlusti Jafnvel þó margar af vörunum séu ekki lengur bannaðar, þá þurfa þær samt að rata inn á hið umlukta svæði. Ísrael ræður yfir landamærunum og ákveður hversu mörgum vörubílum er hleypt inn á dag. Nú er fjöldi vörubíla, sem fá leyfi til flutnings, aðeins fjórðungur af því sem áður var og ólíklegt að á því verði mark- verð breyting. Enn fremur er það hluti þessarar „öryggisherkvíar“ að það sé áfram bann á vörum eins og sementi og stáli, sem eru nauðsynlegar til að endur- byggja og gera við þúsundir heimila sem var eytt í árás Ísraelshers fyrir 18 mán- uðum. Hvað sem öðru líður, þá er engin von um að efnahagurinn batni fyrr en Gaz- abúar geta ráðið yfir sínum eigin land- amærum, höfn og flugvelli, búið er að endurreisa verksmiðjurnar og útflutning- ur verður aftur mögulegur. Fyrir yfirgnæfandi meirihluta Palestín- umanna á Gaza, sem sekkur æ dýpra í fen fátæktar, verður listinn yfir leyfilegar vörur -- þar á meðal kóríander – áfram ekkert meira en eitthvað til að stefna að. En það skiptir meira máli fyrir ráða- menn Ísraels að með því að beina athygli okkar á meint endalok „borgaralegu her- kvíarinnar“ vonast þeir til að við gleym- um að spyrja beinskeittari spurningar: “Hver er tilgangurinn með þessari endur- nýjuðu „öryggisherkví?“ Í gegnum árin hefur Ísraelum ýmist ve- rið sagt að herkvíin hafi verið sett á til að einangra „hryðjuverka“ leiðtoga Hamas, að hún eigi að vera eins konar skiptim- ynt til þess að stöðva eldflaugaárásir á nálægar ísraelskar byggðir; hindra vopn- asmygl til Gaza; og knýja fram að her- manninum Gilad Shalit verði sleppt. Ekkert af þessu stenst minnstu athug- un. Hamas er öflugri en nokkru sinni, eldflaugaárásum er svo gott sem lokið, og það fyrir löngu; vopnasmyglarar nota þá urmul af göngum sem liggja undir landamærin við Egyptaland í stað Erez og Karni-landamærastöðvanna Erez og Karni og Gilad Shalit væri þegar kominn heim til sín ef Ísrael væri einhver alvara með að fá hann lausan gegn því að um- sátrinu yrði aflétt. Eftir Jonathan Cook Þessi „aðlögun“ eins og Benyamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraela orðaði það hefur það markmið eitt að minnka skaðann. Núna, þegar Ísrael er ábyrgt fyrir því að níu borgarar sem voru hluti af skipaflota á leið til Gaza voru drepnir er umheimurinn loksins farinn að velta vöngum yfir því hvaða hlutverki um- sátrið þjónar. Þurftu þessir níu virkilega að deyja til að hindra að kóríander, súkk- ulaði og barnaleikföng kæmust til Gaza? Og, þar sem Ísrael býst við fleiri skipa- flotum, þurfa fleiri að vera líflátnir til að framfylgja þessari stefnu? Ísrael, sem sætir þessari óvelkomnu athygli – rétt eins og Bandaríkin og Evr- ópuríki sem eru samsek í umsátrinu – vill fyrir alla muni dreifa athyglinni frá kröfum um að herkvínni verði aflétt gjörsamlega. Þess í stað kjósa Ísraelar að halda því maður á Ísraelska embættismenn mætti ætla að þúsundir venjulegra vöruflokka streymi bráðlega til Gaza. Engar Quas- sam-eldflaugar fyrir Hamas, en sé mark á embættismönnunum takandi, þá munu búðir á Gazaströndinni verða jafn vel búnar og venjulegir stórmarkaðir. Þið getið verið þess fullviss að þetta mun ekki gerast. Rauverulegt markmið umsátursins var ljóst frá upphafi þess árið 2006, skömmu eftir að Hamas vann þingkosningarnar í Palestínu. Dov Weismann, þá helsti ráð- gjafi ríkisstjórnarinnar, sagði að þetta myndi setja Palestínumenn á Gaza „í megrunarkúr en ekki drepa þá úr hungri.“ Hjálparstofnanir geta vottað um þá gífur- legu vannæringu sem fylgdi. Weismann játaði að helsta markmiðið væri að refsa almenningi á Gaza í von um að hann myndi steypa Hamas. Er Weismann eftirlegukind frá stjórn- arstefnunni sem réði á undan Netanya- hu, og er sveltistefna hans útdauð? Svo er ekki. Það er ekki lengra en mánuður síðan að Netanyahu varði stefnuna í réttarhöldum vegna umsátursins, ekki sem varnaraðgerð heldur sem . „efn- ahagslegan hernað“ gagnvart Gaza. Í einu skjali var meira að segja ákvarðað hvaða lágmark af kalóríum – eða „rauð- um línum“, eins og þær voru einnig kall- aðar – Gazabúar þyrftu, í samræmi við aldur og kyn. Sannleikurinn er sá að þessi „öryggis- herkví“, í fyrri og nýrri mynd er að öllu leiti „herkví gegn borgurum“. Hún var hönn- uð sem „hóprefsing“ gagnvart íbúum Gaza fyrir að hafa kosið ranga leiðtoga. Blessunarlega er skilgreint í alþjóðalög- um hvers eðlis stefna Ísraels er: Hún er glæpur gegn mannkyni. Það kann að vera skárra en ekkert að létt sé á herkvínni svo að íbúar Gaza svelti hægar. En raunveruleg skylda al- þjóðasamfélagsins er að frelsa 1.5 millj- ónir Palestínumanna úr fangelsinu sem Ísraelar hafa hneppt þá í. Jonathan Cook er rithöfundur og frétt- amaður og er búsettur í Nasaret í Ísrael. Nýjustu bækur hans eru Israel and the Clash of Civilization: Iraq, Iran and the Pan to Remake the Middle East (Pluto Press) og Disappearing Palestine: Is- rael’s Experiments in Human Despair. Heimasíða hans er www.jkcook.net Útgáfa af þessari grein birtist upphaf- lega í The National, útgefið í Abu Dhabi. Úgáfan sem hér er stuðst við birtist á vefritunu The Electronic Intifada 28. júní 2010. Einar Steinn Valgarðsson þýddi úr ensku. 1 28. júní 2010, athugasemd ritstjóra. „Leyfið þeim að borða kóríander!“ Samstöðufundur með Palestínu í Norræna húsinu mánudaginn 29. nóvember kl. 17 Alþjóðlegur samstöðudagur til stuðnings palestínsku þjóðinni er haldinn 29. nóvember ár hvert að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Félagið Ísland-Palstína var stofnað á þessum degi árið 1987. Félagið hefur alla tíð gert þennan dag að baráttudegi fyrir grundvallarréttindum palestínsku þjóðarinnar. Dagskrá: Árni Þór Sigurðsson alþingismaður, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, flytur ræðu Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður félagsins, segir frá nýlegri ferð til Gaza í máli og myndum Kristín Sveinsdóttir syngur nokkur íslensk lög við undirleik Jóns Stefánssonar Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndargerðarmaður og stjórnarmaður FÍP sýnir tvær stuttmyndir frá Gaza Fundurinn er öllum opinn – ókeypis aðgangur Á leið heim úr skólanum - á Gazaborg

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.