Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 6

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 7 Í byrjun árs 2005 var efnt til sniðgöng-uherferðar gegn Ísrael en um 170 fé- lagasamtök (NGO) gáfu út sameigin- lega yfirlýsingu um herferð þar sem ríki og einstaklingar út um allan heim voru hvött til að sniðganga Ísrael á menning- ar, menntunar og viðskiptalegu sviði. Í yfirlýsingunni voru sett fram þrjú megin markmið fyrir þessari herferð en þau eru: 1) Að Ísrael hætti hernámi og landráni á löndum Araba og að Ísrael rífi niður að- skilnaðarmúrinn. 2) Að Ísrael tryggi að Arabar í Ísrael fái full réttindi og að jafnrétti sé tryggt. 3) Ísrael skal tryggja og viðurkenna rétt palestínskra flóttamanna til að snúa til síns heima og fylgi því ályktun SÞ númer 194. Þetta ákall til friðar kom ári eftir að Alþjóðadómstólinn í Haag úrskurðaði að aðskilnaðarmúrinn sem Ísrael er að byggja á palestínsku landsvæði væri ólöglegur. Markmiðið með þessu er að hvetja aðila hvar sem er í heiminum að taka til friðsamlegra aðgerða gegn her- náminu og með samstilltu átaki er von á því að Ísrael gefi eftir þrýstingi og fari að virða mannréttindi og alþjóðalög. Aðferðir Ísraelsmanna hafa lengi bor- ið keim af aðferðum sem notaðar voru í aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku en landnemar Ísraels hafa hertekið bestu ræktunarlöndin, helstu vatnslindir og stór skert ferðafrelsi Palestínumanna með því að leggja vegi, múra og hindranir á víð og dreif um Vesturbakkann. Ísraels- menn hafa byggt sér vegakerfi á Vest- urbakkanum sem Palestínumenn mega alls ekki koma inn á og er aðeins ætlast til þess að Ísrelsmenn noti það. Í dag hef- ur múrinn t.d. innlimað helstu vatnslind Palestínumanna inn í Ísrael og umlukið margar borgir algjörlega svo það er að- eins ein leið út úr þeim. Þrátt fyrir að ANC & Mandela notuðu vopnaða baráttu í Suður-Afríku virt- ist það ekki duga til að brjóta niður her- námið í Namibíu og aðskilnaðarstefnuna sem var við lýði! Það var ekki fyrr en al- þjóðlegur þrýstingur varð að veruleika Eftir Yousef Tamimi að eitthvað fór að gerast í málefninu en skilaboðin til yfirvalda S-Afríku voru ein- föld: Ekkert menningarsamstarf, engin viðskipti, engir Ólympíuleikar eða íþrótt- asamstarf – fyrr en hernámið og aðskil- naðarstefnan heyrðu sögunni til. Eftir áralanga baráttu í Suður-Afríku féll aðskilnaðarstefnan og jafnrétti var sett á laggirnar og við vonum að með þessari baráttu verður raunin sú sama. Við getum ekki fallist á það að lifa hér á 21. öldinni vitandi það að ríki sem við teljum vera með mestu ríkjum heims sé að stunda grimman aðskilnað, ólöglegt hernám og myrði saklausa borgara á hverjum degi. Félagið Ísland-Palestína svaraði ákalli þessara hreyfingar og höfum við reynt að kynna fyrir fólki hve mikilvægt það er að sniðganga Ísrael og hvað það getur leitt af sér. Á Íslandi er ágætis fjöldi af ís- raelskum vörum og samkvæmt Hagstofu Íslands voru fluttar inn vörur frá Ísrael árið 2009 fyrir 732,5 milljónir króna og þar af vega grunnefni til efnaiðnaðar, grænmeti, ávextir og ýmsar vélar og samgöngutæki þyngst. Þær ísraelsku vörur sem standa almenningi til boða í verslunum eru t.d. avókadó og greipaldin. Mikilvægt er að varast þær vörur sem merktar eru „Pa- lestinian Produce“ eða jafnvel „Product of Palestine“ því þær eru oftast fram- leiddar af ísraelskum landræningjum á herteknu svæðunum. Meðal þeirra vara sem finnast í dag eru fersk krydd (tímían, basilikum, kór- íander, o.s.frv.) í kælideild Bónus undir vörumerkinu King’s. Í Byko má finna Kapro málbönd og hallamál. Í Krónunni er breytilegt hvaðan ferskir ávextir og grænmeti eru keypt inn en í Krónunni er mjög skýrt merkt með fána og nafni lands hvaðan vörurnar koma. Sem dæmi um ísraelska ávexti má nefna avókadó frá Kedem Hadarim . Í búðum The Pier og Signature of Nature í Smáralindinni er að finna húðkrem og aðrar snyrtivörur frá Yes To, bæði Yes To Carrots og Yes To Cucumbers. Einnig eru vörur frá Sea of Spa og Sea of Life. Á heimasíðu Félags Íslands-Palest- ína (palestina.is) má sjá lista og myndir yfir helstu ísraelskar vörur á Íslandi. Við hvetjum fólk til að kynna sér listann en listinn er þó alls ekki tæmandi og ef fólk finnur ísraelskar vörur í verslunum á Íslandi sem ekki eru á listanum þá viljum við endilega að þið sendið okkur email (palestina@palestina.is) og greinið okk- ur frá því svo að við getum bætt þeim við í safnið. Lifi frjáls Palestína! Það er kominn tími til þess að al-mannatenglar ísraelsku ríkisstjórn- arinnar nýti hæfileika sína til fulls og leigi út þjónustu sína. Þá gætu þeir verið til staðar hvenær sem brjálæðingur réðist inn í verslunarmiðstöð einhvers staðar eins og í Wisconsin og skyti til bana hóp vegfarenda, og tjáð heimspressunni að „árásarmaðurinn harm[i] dauðsföllin en hann [hafi gert] allt sem hann gat til að koma í veg fyrir ofbeldi“. Þá gætu hinar og þessar ríkisstjórnir gefið út yfirlýsing- ar á þessa leið: „Við vitum einungis að maður vopnaður AK-47 riffli gekk ber- serksgang og við hlið hans liggur haugur af líkum, en þar til við vitum allar stað- reyndir málsins getum við ekki fellt dóm um hvað átti sér stað“. Máli sínu til stuðnings hafa Ísraelar sent frá sér mynd af vopnunum sem þeir fundu um borð (sem eru í hæsta lagi nokkrir hnífar, verkfæri og prik) sem grunnhyggnir gætu ætlað að maður gæti búist við að finna á hvaða skipi sem er, en hinir glöggari munu átta sig á að eru akkúrat vopnin sem maður myndi bera á sér ef maður hefði í hyggju að sigrast á Ísraelsher. Vopnabúrið er minna en maður myndi finna í dæmigerðum verk- færaskúr í garði einhvers í Cirencester, sem sýnir að það er eins gott að Ísraelar rústi Cirencester sem fyrst, í nauðsyn- legri sjálfsvörn. Það er synd að þeir hafi ekki verið hug- myndaríkari, þar sem þeir hefðu getað sagt „við fundum líka banvæna loftvog og áttavita sem er ekki einungis hægt að kasta í höfuðið á einhverjum heldur er meira segja með merkingar sem hjálpa árásarmanninum að vita í hvaða átt hann á að kasta honum og kíki sem má auð- veldlega breyta í geislabyssu“. Þetta væri jafn rökrétt og yfirlýsing talsmanns ísraelska forsætisráðherr- ans – „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess að koma í veg fyrir þetta at- vik“. Því þetta smáræði sem ráðamenn reyndu var að senda ekki vopnað land- varnarlið á svæðið í þyrlum um miðja nótt að skjóta fólk. Tæknin hlýtur að vera mér meðfædd því ég kemst oft í gegnum allan daginn án þess að klifra úr þyrlu og skjóta fólk, og ég er ekki einu sinni að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess. Stjórnmálamenn og aðrir álitsgj- afar um heim allan endurtaka einhverja útgáfu af þessari línu. Þeir átta sig á því að þjóð nokkur hefur sent landvarnarliðið sitt gegn fólki sem er að flytja vistir til ör- væntingarfulls fólks, og að landvarnarlið- ið skýtur í leiðinni ýmist þeirra til bana, og samt kenna þeir reiðilega hinum dauðu um. Ein dæmigerð fyrirsögn sem birtist í gær var svohljóðandi „Aðgerðarsinnar fengu það sem þeir vildu – átök.“ Þetta viðhorf er svo brenglað að það á skilið að vera skrásett sérstaklega sem ný- skilgreind geðtruflun, eitthvað í líkingu við „Öfugt slátursþolenda ringlunarheil- kenni“. Ísrael og stuðningmenn þeirra halda því fram að hópurinn Viva Palestina, sem er skipaður fólki sem safnar matar- gjöfum, sementi og lágmarks hreinlæti- stækjum, svo sem salernum og flytur svo varninginn til Gaza, hafi allan tímann viljað ofbeldi. Því hópurinn hefur eflaust hugsað Hezbollah gat ekki sigrað Ísraela en það er vegna þess að ólíkt okkur var Hezbollah ekki með fyllur fyrir salerni og nokkra kassa af plómutómötum“. Ein blaðagrein tjáði okkur að skipaflot- inn væri uppfullur af „föntum sem þyrst[i] í átök“ og ásakaði svo skipverja um að hafa síður hjálparstarf í huga en auglýs- ingabrellu. Vera sænska rithöfundarins Henning Mankell á skipinu rennir stoð- um undir það“.Voru þetta þá fantar eða snerist þetta um auglýsingabrellu? Voru skipverjar með fantadeild og auglýsing- abrelludeild eða rann þetta allt saman, svo að rithöfundurinn dreifði athygli her- mannanna með persónusköpun sinni á meðan hermennirnir réðust á þá með banvænum hallamæli? En sumir verjendur Ísraels eru svo blindir fyrir því sem gerist fyrir augum þeirra að það er ekkert sem þeir myndu hika við að verja. Ísrael gæti sprengt katt- aheimili og áður en fimm mínútur væru liðnar myndu þeir hrópa: „Hvernig vitum við að kettirnir hafi ekki verið að smygla semtex-sprengiefni í feldinum sínum til Hamas?“ Ef Íranir eða einhverjir aðrir sem við erum að reyna að útmála sem óvini hefðu framið þetta ódæði hefði það vald- ið þvílíku þrumuskýi að það hefði stöðv- að flug. En þar sem þetta er Ísrael, þá tjá ríkis- stjórnir sig í nokkrum diplómatískum frös- um þar sem enginn er ásakaður heldur er fallist á að það sé „miður“ að dauðsföll hafi orðið. Þær hefðu allt eins getað valið sér orð af handahófi úr orðabók svo að okkur yrði flutt eftirfarandi frétt: „William Hague lýsir dauðsföllunum sem „sex- hyrndum“. Og þá segði í yfirlýsingu frá öldungadeild Bandaríkjaþings: „Þetta er allt mjög ruglingslegt. Við skulum vona að framvegis muni þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að svipað atvik endurtaki sig.“ Mark Steel er breskur dálkahöfundur, rithöfundur, sósíalisti, grínisti og aktívisti. Hann hefur einnig verið með þætti í út- varpi og sjónvarpi. Einar Steinn Valgarðsson þýddi greinina úr ensku. Eftir Mark Steel Sniðgönguher- ferð gegn Ísrael! Ákall um frið Þetta var auðvitað það sem þau vildu Gervifætur til Gaza Söfnunarreikningur 542-26-6990 kt. 520188-1349

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.