Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 9

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 9
8 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 9 Nú standa enn og aftur yfir svonefnd-ar friðarviðræður milli Ísraela og Pa- lestínumanna. Yfirlýstur tilgangur þeirra og lokamarkmið er stofun ríkis fyrir Pa- lestínumenn á svæði sem nemur um 22% af þeirra forna heimalandi. Þessar viðræður, sem eru reyndar strand skv. nýjustu fréttum, eru framhald af „friðarf- erli“ sem hefur staðið í tæp 20 ár. Árang- urinn er enginn og skal engan furða þeg- ar horft er til þess hvernig til þeirra var stofnað og raunverulegs tilgangs. Ísrael er sá aðili sem hefur gengið að samningaborðinu með þær kröfur að þeim sé frjálst að halda áfram að ræna landi og réttindum mótaðilans samtímis því að menn eiga að ræða leiðir til friðar. Þeir hafa fullan stuðning Bandaríkjanna, jafnt Obama sem fyrri forseta, og geta því sett ný og nú skilyrði. Það blasir því við að það er enginn vilji til sátta og friðar hjá þeim aðilum sem fara fram með þessum hætti. Samt heldur þessi sjónleikur áfram með nýjum og nýjum sirkusatriðum fram- mi fyrir fjölmiðlum heimsins. En það er fleira sem sýnir fáránleika þessa ferlis. Kjarni þessa máls er sá að öllum þjóðum og öllum mönnum eru tryggð viss grundvallarmannréttindi í al- þjóðasamningum og samþykktum Sam- einuðu þjóðanna. Meðal þeirra er réttur til búsetu, atvinnu, frjálsra kosninga og frelsis til ferðalaga. Allt réttindi sem venj- ulegur Vesturlandabúi telur sjálfsögð. Palestíunumenn, um 10 milljónir manna, hafa verið án þessara réttinda áratugum saman. Þess er krafist af þeim að þeir setjist að samningaborði til þess að semja um þessi réttindi sem allir eiga að njóta án þess að þurfa að semja um það sér- staklega. Það liggja fyrir ítrekaðar sam- þykktir frá S.Þ. að hernumdum svæðum beri að skila og að flóttamenn skuli fá að snúa til síns heima eða fá skaðabætur, kjósi þeir það. Einnig er bannað að nýta sér hernumin svæði og senda þangað fólk til búsetu. Það er einnig bannað að nýta náttúruauðlindir svæðisins fyrir hernámsþjóðina. 550,000 Ísraelar hafa sest að á Vesturbakkanum og lagt undir sig land og vatnslindir. Ennfremur banna þeir Palestínumönnum aðgang að landi sínu með vegatálmunum og múrnum margfræga. Í raun er málið ekki flókið. Verði þess krafist af Ísraelum að þeir fari að alþjóðalögum og samþykktum Sam- einuðu þjóðanna, þá leysist ágreiningur- inn í stórum dráttum. Eftirleikurinn fælist í því að alþjóðasveitir mættu á svæðið og hefðu eftirlit með því að Ísraelar virtu rétt- indi Palestínumanna. Fylkingar sem fjalla um málið Þeir sem fjalla um þessar viðræður á op- inberum vettvangi, jafnt fréttamenn sem aðrir, skiptast í tvær fylkingar. Önnur fylkingin, og þann hóp fylla nær allir fréttamenn stærri fjölmiðla á vesturl- öndum, skrifar um málið á þeim forsend- um sem stjórnendur viðræðanna leggja fram. Í því felst að taka það gott og gilt að Palestínumönnum beri að sitja við sam- ningaborð og reyna að semja um réttindi sem er ekki hægt að semja um. Ef Pa- lestínumenn afsala sér ekki landi sínu að stórum hluta, ef þeir fallast ekki á skert ferða- og atvinnufreslsi og afsal á rétt- indum flóttamanna þá verður enginn ár- angur. Þá hafa þeir hafnað friði að mati Ísraels og Bandaríkjanna. Þó eru bæði þessi ríki aðilar að S.Þ. og hafa undir- ritað marga alþjóðasamninga um réttindi og skyldur ríkja. Og ennfremur er talið eðlilegt að þeir sitji sem fastast við sam- ningaborðið þótt mótaðilinn haldi áfram að eyðileggja allar forsendur samning- anna. Þetta er sá sannleikur sem blasir við en samt fjalla vestrænir fjölmiðlar um við- ræður með þeim hætti að almenningur skal trúa því að hér sé eitthvað jákvætt á ferðinni. Mennirnir séu þó að talast við og þá sé einhver von. Hin fylkingin fjallar um málið út frá raun- veruleikanum og segir satt og rétt frá. Þessi hópur fjölmiðlamanna og skríbenta á sér fyrst og fremst athvarf á netinu og einstaka ljósvaka- og prentmiðlum. Þessi hópur veit að tilgangur Ísraela er sá að halda áfram að ræða frið og forsendur hans samtímis því að þeir tryggja með framferði sínu að friðurinn verður æ fjar- lægari. Þessum hóp er ennfremur ljóst að stefna Ísraelsstjórnar, zíonisminn, býður ekki upp á annað en algjör yfirráð þeir- ra yfir allri Palestínu. Friður og frelsi fyrir Palestínumenn er því ekki viðfangsefni Eftir Hjálmtý Heiðdal Ferðasaga frá Palestínu í máli og myndum Formaður félagsins, Sveinn Rúnar Hauks-son ferðaðist um Palestínu frá 19. september til 3. nóvember 2010. Fyrstu 10 dagana var hann á Vesturbakkanum að meðtal- inni Austur-Jerúsalem en 1. október auðnaðist honum að komast inn á Gaza- svæðið eftir nokkrar tafir, en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að stoðtækjasmið- ir á vegum Össurar Krist- inssonar (OK Prosthetics) ásamt Hauki Sveinssyni ritara hópsins og SRH færu inn á svæðið 22. september. Eftir vikubið urðu þeir frá að hverfa. Óskar Lárusson kom svo ein- um mánuði síðar og smíðaði 21 gervifót á 18 einstaklinga, yngst var sjö ára stúlka. Sveini hafði þá tekist að koma efninu inn á svæðið frá Jaffa þar sem það var í geymslu. Fyrri hluta ferðarinnar var að mestu varið á sjúkrahúsum í Austur-Jerúsalem og Hebr- on. Einnig átti formaður ásamt Hauki Sveins fund með dr. Mustafa Barghouthi og var tekið viðtal við hann. Lagt var á ráðin um næstu heimsókn dr. Mustafa til Íslands, en utanríkisráðherra stend- ur að því heimboði. Dvölinni á Gaza- svæðinu frá 1.-24. okt- óber lauk óvænt með því að landamærum Egyptalands var lokað fyrir Sveini. Hann var bundinn á fundi hjá Aisha en fór í fljótheitum suður til Rafah til að kveðja félagana frá Írlandi og aðra sem komið höfðu í Viva Palestina bílalestinni. Leyfi fékkst með vegabréfsáritun til að fara inn í Egyptaland en þegar Sveinn ætlaði að snúa til baka á Gazasvæðið sama kvöld var lokað. Snemma næsta morgun var hann beðinn um að bíða í 5 mínútur sem urðu nærri fimm klukkustundir á landamærunum Egyptalandsmegin en Aðkoma að Gaza við Erez: Leigubílastöðin er í um tveggja km. fjarlægð frá afgreiðslu ísraelsku landamæravarðanna. Hár múr umlykur stöðina og liggur í báðar áttir frá henni. Lægri múrveggur umlykur gangveginn frá landamærunum. SRH með Mahmoud Zahar, einum helsta leiðtoga Hamas-samtakanna í garðveislu til heiðurs Viva Palestina á Gaza 22. okt. 2010. Heimsókn í SOS barnaþorpið í Aqaba, Jórdaníu Stefanía Khaliefeh, heiðurskonsúll Íslands í Jórdaníu, er önnur frá hægri. Að semja um hið óumsemjanlega Framhald á bls. 21

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.