Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 13

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 13
12 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 13 Augusta Victoria Hospital. Birna Jóns- dóttir, röntgenlæknir, í heimsókn hjá yfirlækni geislameðferðar. Augusta Victoria sjúkrahúsið er eina sjúkrahúsið í Palestínu, sem veitt getur geislameðferð við krabameini. Með Hosni Talal Botch, sem fékk tvo gervifætur í fyrra og allt gengur vel. Hjá dr. Mustafa Abdul Shafi á Gaza. Hann er einn þekktasti skurðlæknir síðustu aldar í Palestínu. Á Al Awda, sjúkrahúsi UHWC í Jaballya flóttamannabúðunum. fjórum árum, sem Gaza hefur verið í her- kví, hefur þá ríkisstjórnin einhverntíma fengið bakþanka vegna þessa? 7. Var herkvínni komið á í von um að frelsa ísraelska hermanninn Gilad Shalit úr ánauð? 8. Ef svo er, hefur þá herkvíin stuðlað að þessu markmiði, eða hefur hún unnið gegn því? 9. Hvers vegna hafnar ríkisstjórn Ís- raels því að skipta á Shalit og hundruð- um palestínskra fanga, þegar Hamas fellst á slík skipti? 10. Er það rétt að Bandaríkjastjórn hafi lagt bann við að skipst verði á föngum, á þeim forsendum að það myndi styrkja Hamas? 11. Hefur ríkisstjórn okkar eitthvað rætt það að standa við skuldbindingar sínar sem kveðið var á um í Oslóarsamkomu- laginu – að gera umbætur á höfninni á Gaza-á þann veg að hindra megi vopn- aflutninga? 12. Hvers vegna heldur Ísraelsstjórn því endurtekið fram að hafsvæði Gaz- astrandarinnar sé hluti af hafsvæði Ís- raels, og að skip sem sigla inn á það séu að vega að fullveldi Ísraels, þvert á þá staðreynd að Gazaströndin var aldr- ei innlimuð í Ísrael og að Ísrael lýsti því opinberlega yfir árið 2006 að það hefði „skilið sig frá henni“. 13. Hvers vegna lýsti embætti ríkis- saksóknara því yfir að friðaraktívistarnir, sem voru teknir fastir á opnu hafsvæði og höfðu engar áætlanir um að fara til Ísraels, hafi reynt að „komast ólöglega til Ísraels“ og lét færa þá fyrir dómara í því skyni að láta framlengja handtöku þeirra á grundvelli laga sem varða „ólöglega komu til Ísraels“? 14. Hver er ábyrgur fyrir þeirri lögfræði- legu mótsögn að Ísrael segist annars vegar hafa aðskilið sig frá Gazaströnd- inni, hersetu þar sé lokið – og hins vegar að það ráði yfir hafsvæðinu sem liggur að ströndinni? Spurningar varðandi þá ákvörðun um að ráðast á skipaflotann: 15. Hvenær komst ísraelska leyniþjón- ustan að því að verið væri að undirbúa skipaflotann (sönnunargögn fyrir þessu eru til á upptöku)? 16. Hvenær var forsætisráðherra, varnarmálaráðherra, ríkisstjórninni, sjö- mannanefndinni (sem annast öryggis- mál) og yfirmanni herráðsins gert við- vart? (sjá athugasemd við lið 15) 17. Hvað ætluðust þessir embættis- menn og stofnanir fyrir?(sjá athugasemd við lið 15) 18. Hvaða upplýsingar fékk hver og einn þeirra í hendur frá leyniþjónustunni? (sjá athugasemd við lið 15) 19. Hvenær var sú ákvörðun tekin að stöðva skipaflotann með valdi, hver tók hana og hvernig? 20. Er það satt að Tzvi Hauser hafi varað við alvarlegum afleiðingum slíkrar aðgerðar og hafi ráðlagt að flotanum yrði leyft að sigla til Gaza? 21. Voru fleiri sem gáfu slík ráð? 22. Tók utanríkisráðuneytið fullan þátt Ef skipuð hefði verið raunveruleg rannsóknarnefnd (í stað nefndaró- myndar), þá eru hér sumar þeirra spurn- inga sem hún hefði átt að taka á: 1. Hvert er raunverulegt markmið með því að halda Gazaströndinni í her- kvínni? 2. Ef markmiðið er að hindra það að vopn streymi inn á svæðið, hvers vegna er þá aðeins 100 vörutegundum hleypt inn (í samanburði má finna meira en 12 þúsund vörutegundir í venjulegum stór- markaði í Ísrael). 3. Hvers vegna er bannað að flytja inn súkkulaði, leikföng, skriffæri, ýmsar tegundir ávaxta og grænmetis (og hvers vegna er kanill leyfður en ekki kóríand- er)? 4. Hvaða tengsl eru á milli þeirrar ákvörðunar að banna innflutning á bygg- ingarefni til að endurbyggja eða lagfæra þær þúsundir bygginga sem ýmist var rústað eða skemmdust í „Cast Lead“ -aðgerðinni og þeirrar fullyrðingar að Hamas-samtökin gætu notað það til að byggja byrgi – þegar nóg af efni til slíkra nota ratar inn á Gazaströndina um neð- anjarðargöng? 5. Er raunverulegt markmið herkvínn- ar að gera líf þeirra 1.5 milljóna Palest- ínumanna sem búa á Gazaströndinni að helvíti, í þeirri von að þeir steypi Hamas- stjórninni? 6. Þar sem það hefur ekki gerst heldur hefur Hamas þvert á móti styrkst á þeim Eftir Uri Avnery Grein Uri Avnery birtist í júní á þessu ári og síðan þá hefur Ísrael, vegna alþjóð- aþrýstings, slakað eilítið á herkvínni, en fyrst og fremst er um kattaþvott að ræða, sbr. td. grein Jonathans Cook hér í blað- inu. Eins vann friðarhreyfingin Gush Shalom, sem Avnery fer fyrir, áfangas- igur þegar Turkel-nefndin fékk umboð til að yfirheyra þá sem henni þótti tilefni til, en sé ríkisstjórnin ósátt við að liðsmenn hersins verði kallaðir til vitnis, mun hæst- iréttur úrskurða hvort af því verði. Krafan um óháða alþjóðlega rannsóknarnefnd stendur enn. Vegna mikilvægra og áleit- inna spurninga í greininni var ákveðið að hrófla ekki við henni en láta þessa athug- asemd fylgja. -- Ritstjóri Hver er hræddur við alvöru rannsókn?

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.