Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 23

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 23
22 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 23 Joe Sacco er margverðlaunaður myndasöguhöfundur sem stundar rannsóknarfréttamennsku í myndasögu- formi. Hann hefur sérhæft sig í sögum frá stríðshrjáðum svæðum, fyrst og fremst Bosníu og Palestínu. Helstu verk hans eru Palestine (kom fyrst út í seríuformi á árunum 1993-5, gefið út í einni bók 2001), Safe Area Goražde (2001) og nú síðast Footnotes in Gaza (2009). Joe Sacco fæddist á Möltu en fjöl- skylda hans fluttist með hann til Ástralíu árið eftir og ólst hann þar upp til 1972, þegar fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna. Sacco er með BA-gráðu í fréttamenn- sku frá háskólanum í Oregon. Hann sýndi myndasögum og satíru snemma áhuga en einnig ferðamennsku og vann fyrir sér á tímabili við að skrifa ferðabækur. Árið 1985 stofnaði hann blað sem gaf út óhefðbundnar og satirískar myndasögur, Permanent Press, en þegar blaðið fór á Maður er nefndur Joe Sacco hausinn hóf hann störf sem fréttaritari hjá The Comics Journal. Árið1988 ferðaðist Sacco um Evr- ópu, og skrifaði seinna um það ferðalag myndasöguna Yahoo. Hann tók þá að kynna sér betur Persaflóastríðið og átti eftir að skrifa styttri verk um það (sjá t.d. myndasögusafnið War Junkie). Þetta varð um leið til þess að hann gerði sér ferð til Ísraels og hernumdu svæðanna og dvalist þar meðal Palestínumanna í desember 1991 og janúar 1992. Palest- ine fjallar um dvöl hans þar. Eins og í öðrum verkum sínum lýsir Sacco þarna því sem á daga hans sjálfs drífur, daglegu lífi fólksins, og leyfir hann því að segja sögu sína, sem hann vinnur svo verk sitt út frá. Hann skoðar ástand- ið frá margvíslegum sjónarhornum og vinnur ítarlega rannsóknarvinnu. Hann nálgast verk sín af miklum heiðarleika, hreinskilni og hugrekki. Það er jafnframt styrkur Saccos að hann reynir ekki að fegra efni sitt, heldur leitast hann fyrst og fremst við að varpa fram greinagóðri mynd af viðfangsefni sínu. Hann sýnir okkur fólk í breyskleika sínum, með kostum sínum og göllum, löngunum, vonum, fordómum og hé- góma, svo það verður mannlegt fyrir le- sandanum og þar með auðveldara að sem um hans sjónarhorn eða viðmæ- lenda er að ræða. Vert er að mæla heilshugar með verk- um Saccos.Í Safe Area Goražde segir hann frá fjögurra mánaða dvöl sinni í samnefndum bæ í Austur-Bosníu á ár- unum 1994 til 1995, á meðan stríðið geisaði. Saga bæjarins og fólksins verð- ur jafnframt smækkuð mynd af stríðinu sjálfu, maður fær áþreifanlega mynd af fólkinu og því hvernig það upplifði stríðið og einangrunina á þessu svæði, sem átti að heita verndað af Sameinuðu þjóðun- um, en þær brugðust þegar á hólminn var komið. Sacco hefur einnig fjallað um Bosníu í verkunum The Fixer, Soba og Christmas With Karadzic (þeim tveimur seinni var safnað í bókina War’s End). Í nýjustu bókinni, Footnotes in Gaza, beinir Sacco sjónum að atburði sem sag- an hefur almennt gleymt, þó að þeir sem upplifðu hana hafi það síður. Jafnframt er verkið án efa metnaðarfyllsta verk Sacco til þessa, 388 síður (328 með eftirmála). Atburðurinn sem um ræðir eru fjölda- morð sem hersveitir Ísraela unnu í Rafah og Khan Younis árið 1956. Þau fjölda- morð voru sjálf neðanmálsgrein átaka milli ísraelskra sveita og palestínskra skæruliða, sem tengdust jafnframt stríð- inu sem þá geisaði milli Egyptalands annars vegar og bandalags Ísraels, Bret- lands og Frakklands hins vegar. Um þetta segir Sacco meðal annars í bókinni og ekki laust við að íronía fylgi or- ðunum: „Sagan getur án neðanmálsgre- ina verið. Neðanmálsgreinar eru í besta falli ónauðsynlegar; í versta falli trufla þær heildarfrásögnina. Við og við, þegar djarfari ritstjórar, sem halda sig fremur við meginatburði, koma fram, hristir sag- an alveg af sér sumar neðanmálsgreinar, og maður getur séð hvers vegna... sag- an er nú þegar troðfull af þeim. Hún getur ekki annað en skapað nýjar síður á hver- ri klukkustund, á hverri mínútu. Sögunni svelgist á ferskum atburðum og gleypir hverja þá gömlu sem hún getur. Stríðið 1956? Hu?“ Verkið sýnir lífið á Gaza og sögu þess fyrr og nú. Sacco tók viðtöl við sjónarv- otta morðanna og eftirlifendur, rannsak- aði gögn um atburðina og gerði sitt besta til að púsla saman frásögn af þessu. Hann ræddi einnig við talsmenn ísraels- hers um þetta og fleira , ekki síst Mord- echai Bar-On sem var hægri hönd varn- armálaráðherra Ísraels í stríðinu, Moshe Dayan. Rannsókarvinna Sacco er eins og ævinlega til fyrirmyndar. Við skynjum samsama sig því. Og þrátt fyrir átakan- legar sögur er einnig húmor í bókunum og slegið á létta strengi inn á milli. Í verkum sínum er Sacco ávallt með- vitaður um það að jafnvel þegar hann kynnist fólki vel, þá stendur hann utan við, er útlendingurinn, gesturinn. Þann- ig birtist hann líka í sjálfsmyndum þar sem hann ýkir sjálfan sig og gerir sig hálf skrípalegan, svo hann virkar „nörda- legri“. Sacco gerir sér einnig grein fyrir að sögurnar verða alltaf hlutlægar, hvort Níundi nóvember er dagur falls Berl-ínarmúrsins og hann markar einnig upphaf alþjóðlegrar samstöðuviku gegn Aðskilnaðarmúrnum í Palestínu. Þá er 29. nóvember alþjóðlegur samstöðudag- ur með palestínsku þjóðinni að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Félagið heldur iðulega menningardagskrá í því tilefni og var hún haldinn í fyrra í Norræna húsinu, með fræðsluerindum, kynningu á starfinu og tónlistaratriðum. Útgáfa Frjálsrar Pal- estínu miðast eins og oft áður við þessa dagsetningu. Aðrar fastar dagsetningar í starfi fé- lagsins eru 23. desember og 1. maí, þá fer fram kynningar- og fjáröflunarátak, sýning og sala á palestínskum varningi í fullu fjöri, söfnunarbaukar ganga um og starfsemi félagsins er gerð sýnileg eftir megni. Viðhald heimasíðunnar, www.palest- ina.is hafði legið í láginni en gerð var bragarbót í vetur, eins og við lofuðum. Á síðunni er nú drjúgur fróðleikur og þar má fylgjast með því sem er á döfinni. Hrafn Malmquist hefur tekið að sér um- sjón með vefnum og Hilmar Þór sér um grafík. Fréttabréf verða áfram send á netföng félagsmanna. Fræðsla, kvikmyndir og rokk Stjórnarmenn mættu í marga framhalds- skóla og héldu fræðsluerindi. Flestir þeirra hafa komið til Palestínu og miðl- uðu reynslu sinni. Annar liður í starfsemi félagsins er þátttaka ljósmyndasýningum og kvikmyndahátíðum, meðal annars var málþing og fræðsla á dögum RIFF kvik- myndahátíðarinnar. Þá hafa á hverju ári verið haldnir rokktónleikar til stuðnings málstaðnum. Allur ágóði af þessu starfi rann sem fyrr óskiptur í Neyðarsöfnun FÍP og afrakstur alls fjáröflunarátaks hefur skilað metárangri í ár, yfir 5.5 millj- ónum. Aðalfundur félagsins var haldinn í Iðnó þann 25. apríl 2010. Fundarstjóri var Anna Pála Sverrisdóttir. Flestir voru end- urkjörnir í stjórn en Anna Tómasdóttir og Katrín Mixa hurfu úr stjórn. Í þeirra stað bættust 5 nýir meðlimir, svo nú saman- stendur stjórn af 7 í aðalstjórn og 7 í vara- stjórn. Útifundur og sniðganga Útifundur var haldinn á Lækjartorgi 9. júlí 2010. Tilefnið var alþjóðlegur sam- stöðudagur með sniðgönguaðgerðum gagnvart Ísrael. Þar héldu erindi Sveinn Rúnar Hauksson læknir formaður FÍP, Salmann Tamimi tölvunarfræðingur, for- maður Félags múslima á Íslandi og Sig- urlaug Gunnlaugsdóttir sagnfræðingur og baráttukona. Meðan á fundi stóð átti sér stað söfnun fyrir Geðhjálparsam- tökin á Gaza. Félagsmenn stóðu og að nokkrum sniðgönguaðgerðum yfir árið og öðrum táknrænum mótmælaaðgerð- um þegar þurfa þótti. M.a. dreifðu menn límmiðum með sniðgönguhvatningu í verslanir, KAUPUM EKKI VÖRUR FRÁ ÍSRAEL, STÖÐVUM HERNÁMIÐ. Loks er vert að nefna að hin árlega hátíð Mat- ur og menning var haldin í október. Gervifætur til Gaza Drjúgu fé var veitt úr neyðarsjóði til barn- astarfs á Gaza. Ekki má svo gleyma hinu metnaðarfulla verkefni um smíði gervi- lima fyrir íbúa Gaza sem hafa misst limi vegna stríðsátaka og sjúkdóma. Þessi starfsemi er unnin í samstarfi við Öss- ur Kristinsson, stofnanda Össurar ehf, og fyrirtæki hans OK PRosthetics sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og ein göngu í tengslum við hjálparstarf á svæðum sem illa hafa orðið úti vegna fá- tæktar og stríðs. Það verk var hafið á fyrra starfsári og því fylgt eftir núna. Fyrsta ferðin var farin í maí 2009 og þá tókst að smíða 26 fætur á 24 einstaklinga. Mjög langan tíma tók að fá leyfi fyrir aðra ferð, en sótt var um strax í september 2009. Það var ekki fyrr en í maí 2010 að leyfi höfðu fengist bæði fyrir bæði mannskapinn og efnið. Þegar síðarnefnda leyfið fékkst þá var stutt í að fyrra rynni út en Sigrúnu Þorgeirsdóttur verkefnisstjóra, sem sá um samskipt- in við hernámsyfirvöldin, var ekki greint frá því. Hópurinn fór svo í september og þá var efnið gert upptækt í tolli og þegar það loks fékkst afhent gegn greiðslum skatta og sektar upp á sjö hundruð þús- und krónur, var hópnum ekki hleypt inn im Erez, vegna þess að leyfið væri orðið meira en sex mánaða gamalt! Hópurinn varð frá að hverfa og hélt hver til síns heima nema Sveinn Rúnar, sem náði að komast inn á Gaza nokkrum dögum síð- ar. Hann flutti síðan efnið inn á Gaza og mánuði síðar kom Óskar Þór Lárusson og smíðaði 21 gervifót á 18 einstaklina á fjórum dögum og kenndi jafnframt að- ferðina. Yfirlit yfir starfsemi félags- ins frá síðasta tölublaði Framhald á bls. 18 Framhald á bls. 17

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.