Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 24

Frjáls Palestína - 01.11.2010, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS PALESTÍNA Málgagn Félagsins Ísland-Palestína 1. tbl. 22. árg. – Nóvember 2010 Stjórn Félagsins Ísland-Palestína: Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Borgþór S. Kjærnested, vara formaður Lára Jónsdóttir, gjaldkeri Einar Steinn Valgarðsson, ritari Einar Teitur Björnsson, sölustjóri Egill Bjarnason, sjálfboðaliðastjóri Eldar Ástþórsson Varastjórn: Sema Erla Serdar, neyðarsöfnunarstjóri Hjálmtýr Heiðdal, kynningarstjóri Aron Björn Kristinsson, skólafulltrúi Yousef Tamimi, sniðgöngustjóri Haukur Sveinsson, viðburðastjóri Anna Pála Sverrisdóttir Linda Ósk Árnadóttir Félagið Ísland-Palestína Depluhólar 9, 111 Reykjavík Sími: 895 1349 Heimasíða: www.palestina.is Netfang: palestina@palestina.is Ritstjórn: Einar Steinn Valgarðsson og Hjálmtýr Heiðdal Útlit og umbrot: Haukur Már Haraldsson Viðtakandi: „If you are neutral in situations of injustice, you have chosen the side of the oppressor.“ Desmond Tutu „Vináttu“kappleikur við Ísrael Stuðningur við ofbeldi gegn Palestínu: „Skilaboð okkar eru skýr: Ekkert umburðarlyndi gagnvart kynþáttahatri, ofbeldi og lyfjamisnotkun. Knattspyrna sameinar fólk og er hafin yfir ósætti. Húðlitur er ósýnilegur undir keppnistreyjunni og þannig mun það alltaf verða fyrir UEFA. Kynþáttahatur og hver önnur mynd mismununar verður ekki liðin . . .“ Siðareglur UEFA Þann 17. nóvember sl. var háður í Tel Aviv, það sem nefnt var vináttu- landsleikur milli landsliða Íslands og Ísrael. Þetta gerist á sama tíma og um heiminn fer bylgja andúðar og mótmæla gegn ofbeldisverkum Ísraelsstjórnar gegn Palestínumönnum. Stjórn Félags- ins Ísland-Palestína mótmælti þessum leik, á þeim forsendum að þarna væri Knattspyrnusamband Íslands að lýsa yfir stuðningi við þá kynþáttastefnu sem ríkj- andi er í Ísrael og beinist aðallega gegn Palestínumönnum. Fulltrúar stjórnar FÍP gengu á fund Þóris Hákonarsonar og afhentu honum ályktun gegn þessum landsleik. Í álykt- uninni kemur fram harmur yfir því að KSÍ kjósi að skipuleggja þennan leik „á sama tíma og ísraelsk yfirvöld halda ólöglegu hernámi sínu í Palestínu til streitu og tilkynna um aukið landrán og byggingu landsetubyggða á herteknu palestínsku landi.“ „Með þessu er stærsta og öflugasta félagasamband íþróttafélaga á Íslandi að senda bæði ísraelskum yfirvöldum og íbúum hertekinnar Palestínu, sem búa við dagleg mannréttindarbrot og kúgun, skýr skilaboð. Í stað þess að taka undir ákall palestínskra mannréttindahreyfinga til heimsbyggðarinnar, um stuðning við friðsamlega báráttu íbúa herteknu svæð- anna gegn hernámi í landi sínu, með þátttöku í alþjóðlegri sniðgöngu á við- skipta- menningar- og íþróttasamskipt- um við Ísrael – þar til ísraelsk stjórnvöld fari að alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna, ákveður KSÍ að leika vináttulandsleik við landslið her- námsveldisins.“ Þórir Hákonarson, framkvæmda stjóri KSÍ, tók við ályktuninni og ræddi við full- trúa FÍP um málið. Hann hafði svo sem ekki mikið annað fram að færa en þá gömlu tuggu að ekki ætti að blanda sam- an stjórnmálum og íþróttum. Fílharmoníuhljómsveit Ísraels í Hörpuna Þegar skoðuð er metnaðarfull atburð- askrá tónlistarhússins Hörpunnar eftir vígluhátíðina næsta ár, kemur í ljós að einnig á þessu sviði menningarnar þarf að hafa varann á. Þar kemur sumsé fram að í október 2011 er á dagskránni Fíl harmóníuhljómsveit Ísraels. Þarna er verk að vinna. Það erfráleitt að menning- arlegum skrautfjöðrum ofbeldisríkisins Ísraels sé hampað eins og um fulltrúa siðmenntaðrar þjóðar sé að ræða. Kom- um í veg fyrir þessa heimsókn. Ekkert samband sjáanlegt „Ísrael kemur ekki auga á nein tengsl milli friðarferlisins og stefnu sinnar í skip- ulags- og byggingarmálum í Jerúsalem,“ segir í fréttatilkynningu frá Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels. „Stefn- an hefur verið óbreytt í 40 ár. Jerúsalem er ekki byggð. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels,“ segir í fréttatilkynningunni. Speki dagsins „Öryggi fyrir Gyðinga- ríkið Ísrael“ Ísraelar hófu að reisa nýjan múr sl. mánudag; í þetta sinn 240 km langan yfir Sínaíeyðimörkina. Múrinn er sagður til þess ætlaður að hindra smygl og ólöglega innflytjendur frá Egyptalandi. „Þessi framkvæmd er til þess ætluð að veita lýðræðislega gyðingaríkinu Ísrael öryggi,“ sagði Benjamin Netanyahu, for sætisráðherra, þegar hann tilkynnti fyrirhugaðar framkvæmdir í byrjun árs.

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.