Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 4
4 vestlirska EHHma Grunnskóli ísafjarðar Nemendur 7. 8. og 9. bekkjar. Mæting þriðjudaginn 15. sepember 9. bekkur kl. 8 8. bekkur kl. 9 7. bekkur kl. 10 Skólastjórí. Fræðsluskrifstofa Vestfjarðaumdæmis, ísafirði Eftirtalin störf eru laus til umsóknar: 1 staða skólasálfræðings. 1 staða sérkennslufulltrúa/kennslufulltrúa. % staða ritara. Þá vantar talkennara og bókasafnsfræðing til sérstakra verkefna, sem mætti vinna í á- föngum eftir samkomulagi. 1 staða kennsluráðgjafa í Vestfjarðaum- dæmi. Miðað er við hlutastörf, 25-50% með búsetu hvar sem er í umdæminu. Óskað er eftir kennurum með starfsreynslu og/eða framhaldsnám. Fræðsluskrifstofan býður fram góða vinnuað- stöðu í húsakynnum sínum á ísafirði, starfs- andi er góður meðal skólamanna á Vestfjörð- um auk þess, sem boðið er upp á góð laun fyrir ofangreind störf. Upplýsingar veitir fræðslustjóri, Pétur Bjarnason í síma 94-3855, og 94-4684 og for- stöðumaður ráðgjafar og sálfræðideildar, Ingþór Bjarnason í símas 94-3855 og 94-4434. AÐALFUNDUR Aðalfundui í Vélsmiðjunní Þór hf. fyrir áríð 1986 verður haldinn á skrífstofu félagsins, föstudaginn 25. september n.k. kl. 17.30. Dagskrá samkvæmt félgssamþykkt. Stjómin Þessi mynd af hinum sögufræga Sólni í Slunkaríki sem Þórbergur Þórðarson gerði ódauðlegan í sögu sinni „íslenskum aðli“ var hluti af gjöf Sveins Elíassonar til myndlistarfélags ísafjarðar. Isafjörður: AÐALSAFNAÐARFUNDUR ÍSAFJARÐARSÓKNAR verður haldinn í sal Grunnskólans sunnudaginn 13. sept. 1987 og hefst kl. 4 e.h. Dagskrá: 1. Skýrsla sóknarnendar um starfsemina árið 1986. 2. Lagðir fram reikningar ísafjarðarkirkju og kirkjugarðanna fyrir árið 1986. 3. Kosningar. Kosnir tveir menn í sóknarnefnd og tveir til vara. 4. Umræða um húsnæðismál safnaðaríns og ný viðhorf eftir hrunann í ísafjarðarkirkju 27. júlí s.l. Lögð fram tillaga sóknarnefndar um að haf- inn verði undirhúningur að byggíngu nýrrar kirkju og að núverandi kirkja verði fjarlægð. 5. Önnur mál. Sóknarnefnd ísafjarðar Athygli er vakin á því að kirkjan verður opin n.k. sunnudag 13. september kl. 1 til 3.30 e.h. Sóknarnefnd. Slunkaríki berast góðar gjafir — vetrarstarfið hefst með sýningu Margrétar Auðunsdóttur sem verður opnuð 12. september Myndlistarfélaginu á ísafirði barst falleg gjöf nú í sumar ásamt meðfylgjandi bréfi: „ísafirði 1. ágúst, 1987 Myndlistarfélagið á ísafirði. Heiðruðu félagar. I dag eru nákvæmlega 59 ár síðan meðfylgjandi mynd var tekin af Sóloni. Það var móðurbróðir minn, Jón Eðvarðsson, ísafirði, sem tók myndina, þann 1. ágúst 1928. Ég man vel þann dag, því ég var með honum, þá 7 ára — einnig var Sigurður Guðjónsson, múr- arameistari á ísafirði með í heim- sókninni til Sólons. Árið 1954 málaði Sigurður svo áferðarfallega mynd af Sóloni, þar sem hann stendur með Ijáinn fyrir utan kofann sinn. Hún sýnir ábúðarmikinn einsetumann, eins og hann líka var í sjón og raun. Amma mín, Sigríður Jónsdótt- ir, Hafnarstræti 1, ísafirði átti þessa mynd, en mér var gefin hún, þegar hún féll frá. Nú langar mig til að gefa Myndlistarfélaginu á ísafirði þetta málverk Sigurðar, því það er best komið í ykkar eigu og vörslu. Það geri ég með mikilli ánægju, þvíæskustöðvarnar eru mér ávallt mjög kærar, ogþeir menningarstraumar sem berast frá bænum ,,í faðmi fjalla blárra" hlýja manni einatt um hjartaræt- ur. Ég vona að þið njótið gjafar- innar, þótt lítil sé. Með vinsemd og virðingu, Sveinn Elíasson, Dúfnahólum 2, Reykjavík." N.k. laugardag 12. september kl. 16.00 opnar Margrét Á. Auð- uns málverkasýningu í Slúnka- ríki. Sýningin stendur til loka septembermánaðar. Það eru allir ávallt velkomnir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.