Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 6
6 ísafjarðarkaupstaður Skóladagheimili ísafjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða for- stöðumann á væntanlegt skóladagheimili. Fóstrumenntun áskilin. Einnig er óskað eftir að ráða fóstru eða að- stoðarmann á sama heimili. Upplýsingar um störfin veita dagvistarfull- trúi eða félagsmálastjóri í síma 3722. Um- sóknum ber að skila til undirritaðs fyrir 20. sept. 1987. Félagsmálastjóri. Dagheimili - Leikskólar Isafjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða fóstr- ur eða aðstoðarmenn í eftir taldar stöður. Bakkaskjól: 50% staða e.h. laus 15. sept. Eyrarskjól: 50% staða fyrir hádegi, laus 1. október. Staða afleysara með 50% kaup- tryggingu, laus strax. Hlíðarskjól: 50% staða eftir hádegi, laus strax. Upplýsingar um störfin veita forstöðumenn viðkomandi heimila. Heimilisþjónusta Starfsfólk vantar nú þegar við heimilsþjón- ustu. Upplýsingar gefur félagsmálastjóri í síma 3722. SLÁTURHÚS- VINNA Starfsfólk vantar nú þegar til almennra starfa í sláturhúsi Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri. Fœöi og húsnseði á staðnum. Upplýsingar í síma 94-8200 og hjá sláturhússtjóra. Kaupfélg Dýrfirðinga Þingeyri Meiraprófsbílstjórar óskast Atvinna Vantar tvo meiraprófsbílstjóra á vöruflutningabíla. Geta hafið vinnu strax. Vöruflutningar Ármanns Leifssonar (94) 7148 og 7548 Bolungarvík. Róbert Á Schmidt: Hitti í mark — frásögn af starfi Skotveiðfélags Suðureyrar og fyrsta mótinu í skotfimi sem haldið er á Vestfjörðum UPPHAFIÐ Skotveiðifélag Suðureyrar var stofnað 24. ágúst 1986. Gengið var í hús á Suðureyri og áhugi manna kannaður og tókst að safna yfir 15 manns sem er lágmarksfjöldi til þess að mega stofna deild úr Skot- veiðifélagi Islands sem var stofnað 23. september 1978. Skotveiðifélag Suðureyrar var félagið látið heita og starfar það algerlega sjálfstætt. Félagar borga árgjald til Skotveiðifélags íslands (SKOTVfS) og rennur það til kostnaðar við útgáfu fréttabréfs og fleira. Félagið hefur atkvæðisrétt ásamt öðrum félögum innan SKOTVÍS um ný lög um fugla- friðun sem verið hafa til umræðu hjá Alþingi. Félagið hefur verið með nokkra fundi á síðasta hálfa ári. Aðalfundur var haldinn 12. apríl 1987 voru þar samþykkt lög félagsins, stjórn kosin og nýir fé- lagar teknir inn. Árgjald var á- kveðið kr. 1.500. Félagið hyggst reyna að fá aðstöðu til fundarhalda og geymslu á uppstoppuðum dýr- um en fram að þessu hafa fundir verið haldnir í húsnæði Verkalýðs- og sjómannafélagsins og í félags- heimilinu á Suðureyri. Stjóm félagsins er nú þannig skipuð: Formaður er Róbert Á. Schmidt, ritari Ellert Guðmunds- son, gjaldkeri Þorsteinn Erlingsson, meðstjómendur Grétar Schmidt og Jón Víðir Njálsson. Endurskoð- endur voru kjörnir Arnar Guð- mundsson og Gunnlaugur Guð- leifsson. ÖNNURFÉLÚG Fyrsta félagið sem stofnað var á landsbyggðinni var Skotveiðifélag Eyjafjarðar (SKOTEY) sem stofn- að var 17. nóv. 1983, Skotveiðifélag Suðureyrar (SKOTSÚG) stofnað 24. ágúst 1986, Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis (SKOT- REYN) stofnað 27. ágúst 1986 og síðast Skotveiðifélag Þingeyrar, stofnað á þessu ári. SKOTVÍS stefnir að því að stofna félög um alla landsbyggðina til að tryggja og auka stétt skot- veiðimanna á íslandi. Á hverjum stað þarf minnst 15 manns til að stofnuð verði deild eða aðildarfélag út frá SKOTVl'S. Þeir sem áhuga hafa á stofnun skotveiðifélags geta hringt í síma 6113 á Suðureyri og Róbert Á. Schmidt mun gefa allar upplýsing- ar um það hvernig beri að snúa sér í þessum málum. AF AFMÆLISMÓTI í STAÐAR- DAL. Afmælismót var haldið sunnu- daginn 23. ágúst og var keppt í skotfimi með 22 cal rifflum með sjónauka. Keppt var í þríþraut sem er í því fólgin að hver maður fær að skjóta í mark úr þremur mismunandi skot- stöðum og 10 skot úr hverri stöðu á 50 metra færi. Skotstöðurnar eru: liggjandi, hnéstaða og standandi. 11 keppendur voru skráðir en 9 tóku þátt og luku keppninni. Samið var við bónda í Staðardal í Súgandafirði sem góðfúslega veitti leyfi fyrir keppninni. Félagið bjó til tryggingarskjal þar sem félagið skuldbatt sig til að bæta það tjón sem kynni að verða á svæðinu á meðan keppni stæði. Síðan var ná- kvæmri skýrslu komið til lögregl- unnar á ísafirði og þaðan til sýslu- manns sem gaf endanlegt leyfi til keppninnar með þeim fyrirvara að lögreglan tæki út svæðið vegna hættu sem af kynni að stafa. Kl. eitt á sunnudag var síðan lagt af stað á keppnisstað og voru keppendur fullir tilhlökkunar. Fresta varð keppninni um eina klst. vegna veðurs. Það rigndi mikið en síðan stytti upp og menn öxluðu rifflana og gengu yfir tún og engi á keppnisstað. Fyrst var skotið úr liggjandi stöðu og þegar Grétar Schmidt hafði skotið var ljóst að hann hafði forystuna. Síðan kom hnéstaðan og Jón Víðir Njálsson hreinlega burstaði keppinauta sína í þeirri stöðu. Síðasta skotstaðan var standandi en hún er erfiðust og blótuðu menn gjarnan, en þar kom Robert Schmidt einna skárst út. Og hér koma stigin eftir röð. Eftir keppnina var farið í sölu- skála Esso og þar voru stigin reikn- uð út eftir tvöföldu kerfi. Eftir að úrslitin voru kunn birtist Sr. Karl Matthíasson sóknarprestur og tók hann það að sér eftir smáþrýsting að afhenda verðlaunapeninga við mikinn fögnuð viðstaddra. Á eftir var boðið upp á kaffi og ræddu menn það mikið sín á milli að hinn eða þessi þyrfti nú að æfa sig betur fyrir næstu keppni. Skotveiðifélag- ið gaf glæsilegan farandbikar, verðlaunapeninga og síðast en ekki síst öll skotin sem notuð voru í keppninni. Ákveðið hefur verið að halda rifflakeppni ár hvert og verið er að athuga möguleika á haglabyssu- keppni í skeet (leirdúfuskotfimi) seinna meir. Skotveiðifélag Suðureyrar. Arnar Guðmundsson mundar riffilinn. Frá verðlaunaafhendingu. Lengst til vinstri Sr. Karl Matthíasson sem afhenti verðlaunin, þá Jón Víðir Njálsson sem varð í öðru sæti, fyrir miðju Róbert Á Schmidt sem sigraði og lengst til hægri Grétar Schmidt sem varð þriðji. vestlirska 1 iTTABUfllD Keppendur í fyrsta móti í skotfimi á Vestfjörðum sem Skotveiðifélag Suðureyrar gekkst fyrir. Efri röð frá vinstri: Arnar Guðmundsson, Sturla Eðvarðsson, Gunnlaugur Guðleifsson, Þorsteinn Erlingsson og Ellert Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Hlynur Jónsson, Grétar Schmidt, Robert Á. Schmidt og Jón Víðir Njálsson. Skotið úr krjúpandi stöðu. Fremst á myndinni er EUert Guðmundsson. í baksýn sjást Þorsteinn ErUngsson, Arnar Guðmundsson og Gunnlaugur Guðleifsson. 10. skotinn var greinilegt að hann hafði forystuna. Síðan kom hnéstaðan og Jón Víðir Njálsson hreinlega burstaði keppinauta sína í þeirri stöðu, og svo síðasta skotstaðan var erfiðust, standandi án stuðnings og blótuðu menn gjarnan eða blésu frá sér sí og æ. Þar kom Róbert Schmidt skárst út. Keppninni lauk um 5.30 og hafði staðið yfir í 4 tíma tæpa. Og hér koma stigin eftir röð. 1. sæti 30 skot á 50 m færi. 1. sæti Róbert Á. Schmidt 2. sæti Jón Víðir Njálsson 3. sæti GrétarSchmidt 4. sæti GunnlaugurGuðleifsson 5. sæti Sturla G. Eðvarsson 6. sæti Hlynur Jensson 7. sæti Ellert Guðmundsson 8. sæti Arnar Guðmundsson 9. sæti Þorsteinn Erlingsson Efstir í hverri skotstöðu Róbert Á. Schmidt Jón VíðirNjálsson Grétar Schmidt Ligg. Hné Stand Samtals stig 79 90 65 234 76 101 53 230 95 64 61 220 87 69 27 177 63 42 49 154 69 60 Z'.f 149 53 63 31 147 59 50 26 135 40 19 31 90 Rifflateg. 65 Mauser 22 cal. 101 Bruno 22 cal. 95 Mauser 22cal. 7 Séð yfir Austurvöll þar sem fyrirhugað er að útisundlaugin verði. Isafjörður: „Meira að segja ána- maðkarnir eru farnir“ — segir Fylkir Agústsson sem er ósammála áliti Ingimundar Sveinssonar um útisundlaug á Austurvelli „Við lítum ekki á þessa skoð- un Ingimundar sem neitt loka- svar í málinu. Sumt af því sem hann nefnir eru pólitískar á- kvarðanir bæjarstjórnar á Isa- firði og því ekki hans fagsvið" sagði Fylkir Agústsson í samtali við Vestfirska fréttablaðið. Fylkir er upphafsmaður þeirrar hug- myndar að byggja útisundlaug á Austurvelli, en Ingimundur Sveinsson skipulagsarkitekt ísafjarðarkaupstaðar hefur lýst sig andvígan þeim ráðagerðum. „Ég get ekki heyrt annað en fólk hér í bænum sé mjög hlynnt þessari hugmynd. Það sem Ingimundur segir um væntanlega sundlaug á Torfnesi í tengslum við nýtt í- þróttahús er á áætlanastigi enn sem komið er. Slík sundlaug yrði byggð af bæjarsjóði og því pólitísk á- kvörðun hvort af byggingu hennar verður og hvenær". Að sögn Fylkis er það samdóma álit margra að sundlaug á Austur- velli sé langsamlega hagstæðasti kosturinn sem völ er á bæði fyrir keppnisfólk í sundi og bæjarbúa almennt. Slík sundlaug myndi nota sama upphitunarkerfi og núver- andi sundlaug, sama starfsfólk og búningsaðstöðu og er því fremur ódýr kostur miðað við nýbyggingu á Torfnesi. Með uppsetningu heitra potta og sólbaðsaðstöðu sem fylgja myndu sundlauginni yrði Austur- völlur útivistarsvæði sem nýtast myndi fleirum en nú er . „Ef leyfi fengist mætti byrja á uppsetningu heitra potta í austur- horni garðsins sem myndu nýtast almenningi allan ársins hring" sagði Fylkir. „Á þessu mætti byrja strax á næsta ári, þó laugin sjálf yrði ekki tilbúin fyrr en síðar.“ Þess má geta að aðsókn að Sundhöll Isafjarðar/hefur stórauk- ist síðan sett var app gufubað og heitur pottur á síðasta ári. Mun aðsóknin vera nálægt því að vera 30% meiri fyrstu 7 mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. „Menn verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja bíða til aldamóta eftir nýrri sundlaug á Torfnesi eða hefjast handa á Aust- urvelli strax. Vilja menn þá í fram- tíðinni reka tvær sundlaugar í bænum“ sagði Fylkir að lokum. „Við erum meira að segja vissir um að allir ánamaðkarnir eru famir af Austurvelli, þeim er svo illa við klórlyktina. Þeir eru sem- sagt búnir að sætta sig við væntan- lega sundlaug á Austurvelli“ sagði Fylkir. SIÐASTI DAGUR UTSOLUNNAR ER Á MORGUN FÖSTUDAG OG ENN STORLÆKKAR VERÐIÐ 4! SRORTHLAÐAN h.f. SILFURTORGI 1 400 ÍSAFIRÐI SÍMI 4123

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.