Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 8
8 ■5 vestíirska TTABLASIS Skynreynsla — hvað er nú það? Skynreynsla, magnskilningur, hlutfirrðarstig og táknferli. Þessi og mörg fleiri framand- leg orð eru útskýrð í ritinu „Greind og greindarfötlun“ eftir sænska sálfræðinginn Gunnar Kylén sem landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út í ís- lenskri þýðingu Þorsteins Sig- urðssonar skólastjóra. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að rit þetta hafi vakið mikla athygli á Norðurlöndunum fyrir skýra og aðgengilega fram- setningu. Fullyrt er að ritið komi að gagni öllum þeim sem vilja kynna sér eðli og þróun greindar og afleiðingar þess ef greind þróast ekki með eðlilegum hætti. Ritið sem er alls 44 bls. að stærð verður til sölu í bókaverslunum og á skrifstofu Þroskahjálpar og kostar þar kr. 250. ísafjörður: Bassaleikarí heldur tónleika fyrstu eínleikstónleikar á kontrabassa her a Hávarður Tryggvason kontra- bassaleikari og Brynja Guttorms- dóttir píanóleikari halda tónleika í Sal frímúrara þriðjudaginn 15. september kl. 20.30. Á efnisskránni verða einleiksverk fyrir kontra- bassa. Hávarður Tryggvason erfæddurí Reykjavík 17. júní 1961. Hann spilaði á rafbassa í fyrstu en hóf síðan nám á kontrabassa árið 1980 við tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar. Hann hélt út til fram- haldsnáms árið 1983 og frá haust- inu 1984 hefur hann stundað nám við Tónlistarháskólann í París og leikið í hljómsveitum á vegum skólans. landi Brynja Guttormsdóttir er fædd í Reykjavík 10. júlí 1947. Hún hóf nám í píanóleik í einkatímum og stundaði síðan nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi vorið 1969. Ár- ið eftir hélt hún til Svíþjóðar og var þrjú ár við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi 1973. Hún sótti síðan einkatima þar í landi á árunum 1976 — 78. Brynja hefur stundað kennslu um árabil, lengst af hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hún hefur haldið tónleika á íslandi og í Svíþjóð. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem haldnir eru einleikstónleikar á kontrabassa hér á landi. Súðavík: Alit vestfirskra kúa Eins og allir vita eru kýr afskaplega gáfaðar skepnur og hugsun þeirra heimspekileg og yfírbragð þeirra aiit með stóískri ró. Mitt í allri umræðunni um mjólkurkvóta fullvirðisrétt og umframframleiðslu spurðum við eina kú sem við rákumst á á fömum vegi (eða förau túni), hvað væri álti vestfirskra kúa á landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Svar kýrinnar var eins og myndin bar með sér skýrt og afdráttarlaust. S Isafjörður: Litli leikklúbburinn vaknar af sumardvalanum Nýr sveitarstjóri — Sehð tekur stakkaskiptum Guðmundur Birgir Heiðarsson hefur verið ráðlnn sveltarstjóri í Súðavík. Hann tekur við starflnu af Steini Kjartanssyni sem iét af því fyrr í sumar. Guðmundur er 21 árs gamall og mun því vera yngstur sveitarstjóra á landinu. Hann hefur stundað nám við Samvinnuskólann á Bif- röst. Guðmundur er ekki með öllu ó- kunnugur í Súðavík þar sem faðir hans er Heiðar Guðbrandsson sem lengi hefur verið búsettur í Súðavík og er enn. Litli leikklúbburinn á ísafirði hefur nú hafið starfsemi sína. Stefnt er að því að setja á svið nokkurs konar kabarett sýningu í haust og vinnur nú þriggja manna nefnd að samningu og ritstjórn handrits. Það eru þau Hlynur Þór Magnússon, Pétur Bjarnason og Vigdís Jakobs- dóttir sem hafa tekist það vandasama verk á hendur. En leikklúbbsmeðlimir sitja ekki auðum höndum. Um síðustu helgi vann fríður hópur að því að mála Selið í Hnífsdal að utan. Selið sem er húsnæði leikfélagsins og notað undir æfingar og sem leikmuna- og búningageymsla hefur nú fengið nýtt andlit og helst þessi fram- kvæmd í hendur við gagngerar breytingar sem gerðar hafa verið á því innanhúss. Á myndinni má þekkja Höllu Sigurðardóttur formann LL, Sig- urð Karlsson, Sóley Veturliðadótt- ur, Báru Snæfeld og Gísla Gunn- arasson. Á þakinu eru listmálar- amir Guðjón Ólafsson og Svein- bjöm Bjömsson. S 4011 allan sólarhrínginn I vestfirska I FRETTABLADID s 4011 allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.