Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 10
10 vestlirska míTTABUDID Þingeyri: „Verdum að ráða útlendinga ef ekki rætist úr“ „Ef ekki rætist úr fljótlega verðum við að ráða til okkar útlendinga" sagði Bjarni Gríms- son kaupfélagsstjóri á Þingeyri. Næg vinna hefur verið í frysti- húsinu á Þingeyri í sumar og hefði þurft fleira fólk. Nokkurt atvinnuleysi var á Þingeyri síðastliðinn vetur vegna þess að þá var togarinn Sléttanes í viðgerð lengi vetrar. Bjami sagði að nú þegar skóla- fólkið væri að hverfa úr vinnu vantaði sárlega fleira fólk til starfa í frystihúsinu en fram að þessu hafa ekki verið útlendingar í vinnu á Þingeyri. „Þegar fólk er að velta fyrir sér að flytja hingað vestur þá sýnist mér að það séu helst samgöngur og skólamál sem fólk setur fyrir sig,“ sagði Bjami að lokum. Slökkvilíðið prófað Á miðvikudagsmorgun var slökkviliðið á Isafirði kvatt að húsnæði Bifreiðaeftiriitsins á ísafirði. Hér var þó ekki um raunverulegan eld að ræða heldur var Brunamála- stofnun að prófa viðbragðsflýti slökkviliðsins á ísafírði. Útkallið barst kl. 10.03 og fimm mínútum síðar var fyrsti bfll með fuilskipað lið kominn á staðinn, þrátt fyrir að aðeins einn maður var á stöðinni þegar útkallið barst vegna þess að sjúkrabfllinn varí flutningum, en slökkviliðið á ísafirði annast alla sjúkraflutninga. Átta mínútum eftir útkall var allt tilbúið til að hefja slökkvistörf á staðnum. Á myndinni sést Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri. ásamt fulltrúum Brunamálastofnunar þeim Guðmundi Haraldssyni og Trausta Þorláks- syni. Þingeyri við Dýrafjörð. TÓNLISTARSKÓLI ÍSAFJARÐAR Innritun Innritun nemenda fyrir næsta skólaár fer fram dagana 15. til 18. september frá kl. 15.00 til 19.00 íhúsnæði Tónlistarskólans að Austurvegi 11. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Bók- hlöðunni. Nemendur frá fyrra ári eru minntir á að endurnýja umsóknir sínar. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 3926. Skólastjóri. Saumanámskeið Saumanámskeiö Badstofunnar eru að hefjast. Leiðbeinandi verður Magdalena Þórisdóttir handmenntakennari. Innritun og nánari upplýsingar veittar í Baðstof- unni og í síma (94)4229. Fjórðungsþingið í Reykjanesi: Sættum okkur við kvótakerfið — fyrir því er fylgi nema á Vestfjörðum og við Breiðafjörð segir Jón Páll HaUdórsson yarafiskunálastjóri „Við verðum að horfast í augu við staðreyndir og gera okkur grein fyrir því að kvótakerfið við stjórn fiskveiða nýtur mikils fylgis ails staðar á landinu nema þá á Vestfjörðum og við Breiðafjörðinn," sagði Jón Páit Halldórsson varafiskimálastjóri og framkvæmdastjóri Norður- tangans hf á (safirði í ræðu sinni á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Reykjanesi um síðustu helgi. „Ég tel því að við Vestfirðingar verðum að sætta okkur við kvóta- kerfið og einbeita okkur hinsvegar að því að sníða helstu agnúana af því“ sagði Jön Páll ennfremur. Hann benti á að umræður um þessi mál væru nú að hefjast og núverandi kvótakerfi gilti aðeins fram til næstu áramóta og ákvörð- un um framhaldið yrði tekin á næstu vikum og mánuðum. Jón Páll Halldórsson varafiski- málastjóri, hefur verið andvígur núverandi kvótakerfi eins og flestir ef ekki allir þeir vestfirskir aðilar, em látið hafa uppi skoðun um fyr- irkomulag á stjórnun veiða hér við land. Þess vegna er athyglisvert að niðurstaða hans er sú, að láta beri af hinni hörðu andstöðu við kvóta- kerfið sem verið hefur. Hann benti á í ræðu sinni í Reykjanesi að fyrir tveim árum hefði Vestfirðingar lagt fram ítar- legar tillögur um stjórn á fiskveið- um. Hefðu þær tillögur byggst á gamla skrapdagakerfinu, sem not- að hafi verið til veiðistjómar fram til þess tíma. Þessar tillögur Vest- firðinga hafi ekki náð fram að ganga og kvótakerfið verið tekið upp. Jón Páll Halldórsson sagði að ein ástæðan fyrir því að ekki hefði tekist að fá þær tillögur samþykktar á sínum tíma hefði vafalaust verið sú að þess hefði ekki verið gætt að kynna þær nægilega. (línuriti, sem sýnt var með ræðu Jóns Páls kom ljóslega fram að ekki virtist skipta máli hvaða aðferðir hefðu verið notaðar til veiðistjórn- ar á fslandsmiðum. Þorskafli hefði verið um 400 þúsund tonn hér við land síðustu áratugi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.