Alþýðublaðið - 15.10.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.10.1924, Blaðsíða 3
SEPVBBBEXBIS Sjö landa sýn. -----(Frh.) 8. >Engin nndir ásnam«. faö fanst tréfótarmannimim frá Gjövik fráleitt að kalla Kristjaníu Osló; kvaðst hann hafa lesiö, að Osló þýddi >engin undir ásnum«, en nú væri þar engin eng, heldur steinlagðar götur og steinhús, en svona væru þeir vitlausir, þessir málstreitumenn. Eins vildu þeir kalla Björgvin, en ekki Bergen; það væri íslenzka, en ekki norska, og þýddi >engin undir fjallinu«. Skaut hann undir mig, hvort ekki væri rétt, en ég kvað rótt mundu vera að því, er merkinguna áhrærði, en hinu yrðu þeir að ráða sjálflr, bvað skyldi vera norska. Það var áliðið kvölds, klukkan um tíu, er við komum í höfuð- borg Noregs á >enginni undir ásn- um«, og það var að eins fyrir atíylgi, dug og drengskap dr. Páls, að ég fékk sæmilega hýsing um nóttina, því að í borginni var gestkvæmt mjög sakir allsherjar- vörusýningar og markaðar, er þá var þar, og auk þesB var 25 ára afmæli þjóðleikhussins og mikið um dýrðir og aðsókn þess vegna. En svo svaf ég llka fram á dag, því aö ég var mjðg þreyttur eftir langa ferðina. Enn hóldum við þrjú hópinn til að sjá okkur um. Eftir að við höfðum áttað okkur dálítið, sóð aðalgötuna >Karl Johan< o. s. frv.. kom okkur ásamt um að fara með eimlest til >Frognersæ- teren«, en svo heitir hæð utan við borgina; var okkur sagt, að þaðán sæi yflr alla borgina og fjörðinn. Lestin fer alla leið upp á hæðina, sem er öll skógi vaxin, og eru þar veit- ingaskálar miklir í rjóðrum og sumarbústaðir burgeisa og gang- vegir á milli. Gengum við viðs vegar eftir þeim frá einum skála til annars, en fengum lengi vel enga útsýn fyrir skóginum, sem alls staðar skyggði. Skógar eru að því leyti leiðinlegir, að þeir meina alla útsýn nema íuglum, öpum og íkornum, og fær slikt illa á ís- lendinga, fanst mér, sem vanir eru víðáttunni. Að lokum komum við þar, sem heitir >Holmenkollen«, og þar gat lokslns þessa rómuðu útsýn. en hennar naut þá ekki vel sakir hitamóðu, er lá yflr borg- inni, og fögur mun hún vera, 6r vel nýtur. Á röltinu þarna um hæðina sótti á okkur þreyta, enda var heitt mjög, svo að til þyngsla var. Hurfum við því aftur inn í borgina, og ekki var kaldara þar. Leit ég á hitamæli á húsi, og sýndi hann 37 stig (á Celsiusmæli). Siðar um dáginn skrapp ég á járnbrautarstöðina vegna ferðarinn- ar daginn eftir. Á leiðinni þaðan aftur litaðist óg nokkuð um í að- alstræti borgarinnar, >Karl Johans Gade«, sem liggur frá stöðinni til konungshallarinnar. Við þann enda þess, sem að höllinni veit, er húsa- röð að eins öðrum megin, en á hina hliðina eru skógarlundar tveir með opinberum stórhýsum á milli og fyrir endum; fylla þeir svæðið út að næsta stræti, er samhliða liggur, og verður því einnig ein húsaröð við það. Líta þau bæði saman út eins og eitt mjög breitt stræti með skógargeira í miðju. A þeim enda hans, er frá höllinni veit, stendur stórþingshúsið. Er það geysimikið hús, en nokkuð þung- lamalegt ásýndum. Ekki kom ég þar inn, enda hafði þingið þá eigi fundi. A miðjum geiranum milli strætanna stendur þjóðleikhúsið, stórveglegt hús. Frammi fyrir því eru standmyndir af höfuðskáldun- um Ibsen og Björnson. £á er hinn lundurinn, >Studenterlunden«, og fyrir enda háns er konungs- höllin. Er hún Btórhýsi mikið og tlgulegt og stendur hátt og torg fyrir framan, og liggur upp á það breitt rið. Höllin var nú í aðgerð og vinnupallar reistir við hana. í lundunura eru aetbekkir margir, og sat þar margt manna, las og hvíldist. í húsaröðinni við >Stu* dentalundinn< og þó innar en önn- ur hús stendur háskólinn, og var margt stúdenta, bæði piltar og stúlkur, þar á ferðinni. Eru húfur þeirra skrltnar,, því að skúfur hangir úr þeim og liggur á öxlinni. Háskólinn er mikið hús með róm- verskum brag; á bak við hann er garður og í honum byrgi eitt, þar sem Gauksstaða-skipið er geymt. Byigið var nú lokað. í stórhýsi þar rótt hjá er listasafnið. Pað var opið, og þar fór ég inn. ]?ar eru flrn mikii höggmynda og málverka, bæði frumgerðra og eftirgerðra, frá ýmsum öldum. Er hér ekki rúm frá því að segja margt; þess Konurl Aldrei hefir Smára-smjörlíkið verið betra en nú. Keynlðl >Maðar frá Saður-Ameríkn« kostar kr. 6,00. Fæst á Laufás- vegi 15. Simi 1269. eins skal getið, að þar er málverk af Björnsson skáldi í fullri stærð. Heflr hann verið rauðhærður og ekki hár vexti. Gladdi mig mjög að sjá það, sem geta má nærri. Gleymdi ég mér alveg þarna, því að það er nú minn veikleiki að hafa gaman af slíku, sem þarná gat að sjá, og var ég því rekinn út áður en mig varði. Nokkru víðar fór ég um borgina, en óg só, að pappírinn, sem ætt- aður var þ3ssum kafla, er á þrot- um, og má því ekki segja frá meira. Um kvöldið kvaddi ég dr. Pál og dóttur hans, því að nú skildi leiðir, er þau ætluðu nórður til Prándheims, en ég suður á bóginn snemma daginn eftir. Hefði óg þó gjarna viljað sjá mig betur um í þessari fögru og myndarlegu höfuðborg, sem bráðum heitir Osló. (Frh.). Kafli úr bréfi trá Ameríku, skrifuðu 15. september i haust. „Úr þvi að ég fór að skrifa þetta bróf, þá ætla ég að minnast á út- flutning frá íslandi hingað vestur. Ég vil ekki, að það komi fyrir. Ástæðan fyrir þvi er sú, fljótlega sagt, að hér er engum heimilisréttarlöndum útbýtt lengur. Stjórnin er alveg hætt að gefa þau út, — engin lönd fáanleg nema kaupa þau rándýru verði, sem enginn getur risið undir og kemst ekki fram úr að borga alla sina æfi, en að fara hingað upp á það að ger- ast verkamaður eða verkakona er hrein og bein fásinna, jþvi að þótt mönnum og konum þyki krónan litils virði á íslandi, þá myndi dollar- inn hér ekki endast betur að sinu leyti. Ef þaö kæmi fyrir, að Islend- ingar flyttu hingað vestur að nokkr- um mun, myndu þeir veröa settir út i óbyggöir, þar sem ekki er annað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.