Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.01.1992, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 03.01.1992, Page 1
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 1.TBL. 18. ÁRG. 3. JANÚAR 1992 Áramótin voru friðsæl og falleg hér á norðanverðum Vestfjörðum. Fólk skaut upp sínum flugeldum í svipuðu magni og undanfarin ár og er ekki vitað um alvarlegar handvammir við þær aðgerðir. Á eftir gengu menn hæfilega hratt um gleðinnar dyr og áttu laganna verðir í ágætum samskiptum við vinnuveitendur sína á þessum tímamótum. Vestfirska óskar lesendum öllum, nær og fjær, gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á liðnu ári. Myndina tók Hörður Kristjánsson Ijósmyndari á gamlárskvöld. Bolungarvík: Bærinn lánar EG 50 milljónir — aðrar 50 milljónir komi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum Guðbjörgin: — en alltaf minnkar þorskurinn í sjónum segir Geiri Það þykir sífellt annálsvert hvað þeim feðgum Geira og Bjarti á Guggunni tekst að draga úr sjó á árinu. Aflabrögð þeirra eru sjálfsagt ekki verri mælikvarði á ástand sjávar og fiskistofna en margt annað. „Þetta er eitthvað svipað og 1990, rétt um 5000 tonn, kannski 200 tonnum minna,“ sagði Geiri mitli hátíðanna, en þá var Guggan á veiðum og endanleg niðurstaða ekki fyrirliggjandi. „Jújú, ég er ánægður með okkar hlut,“ sagði Geiri, „en mér finnst alltaf minnka þorskurinn í sjónum. Það hefur einhver breyting orðið á lífríkinu, fiskurinn er svo horaður og smár. Hann er allt öðruvtsi en fyrir átta til tíu árum. Hann hefur ekki ætið, lítur ekki við loðnunni. Þetta er eina árið sem ekki einn einasti fiskur hefur veiðst í flotvörpuna. Það er mikil breyting. En það hefur oft komið fyrir áður að það væri lítill fiskur og maður vonar bara að Guð gefi að þetta lagist aftur. Ég er alttaf bjartsýnn fyrir okkur eina og sér, við höfum svo stórt og kraftmikið skiþ að við sækjum bara annað og í aðrarfisktegundir ef því er að skipta." Guggan er nú orðin tíu ára, en Geiri segist ekki hafá nein áform um að láta smíða nýtt skip. „Við höfum allt það sama og er í nýjum skipum og það er allt í góðu lagi svo ég sé ekki neina ástæðu til að skipta. Það er tóm della að það þurfi að skipta um skip á tíu ára fresti. Ég fæ ekkert fyrir þetta góða skiþ en verð að borga 6-700 mílljónir fyrir nýtt.“ Sjálfur er Geiri orðinn 63 ára og ekkert að hugsa um að fara í land. Fyrsta barn ársins fætt — fæðingum fækkar á FSÍ Á gamlársdag gengu for- svarsmenn Bolungarvíkur- kaupstaðar frá 50 milljón króna láni til Einars Guðfinns- sonar hf. Er vonast til þess að þessi fjárhæð fleyti fyrirtæk- inu yfir erfiðasta hjallann. Umræddar 50 milljónir fékk bæjarsjóður Bolungarvíkur að iáni frá Byggðastofnun en endurlánaði EG síðan með veði í togurunum Dagrúnu og Heiðrúnu og kvótum þeirra. Fyrirgreiðslan er til handa út- gerðinni og frystihúsinu og hefur fyrirtækið enga heimild til að selja kvóta meðan það er í skuld við bæinn. Verði ákveðnum skilyrðum fullnægt mun kaupstaðurinn lána aðrar 50 milljónir sem fengnar verða hjá Landsbanka íslands. I grófum dráttum felast þessi skilyrði í því að gerðar verði ákveðnar skipulagsbreytingar og að fleiri aðilar en bæjar- sjóður aðstoði við endurreisn fyrirtækisins, svo sem Atvinnutryggingasjóður, Byggðasjóður, Fiskveiðasjóð- ur og Landsbankinn. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri sagð- ist í samtali við blaðið búasl við að skilyrðunum yrði full- nægt fyrir janúarlok og þá yrði hægt að afgreiða seinna lánið. Nú eru tveir mánuðir síðan forsvarsmenn Einars Guð- finnssonar fóru þess á leit við bæjaryfirvöld að þau aðstoð- uðu fyrirtækið með því að leggja fram hlutafé. Þeirri málaleitan var hafnað þar sem áhættan þótti of mikil. Áður- greind niðurstaða fékkst síðan eftir að starfsmenn bæjarins höfðu farið ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Aðspurður sagðist Ólafur Kristjánsson vonast til að hag- ur bæjarsjóðs værí tryggður með þessum aðgerðum. Hann sagði brýnt að stjórnvöld viðurkenndu vanda fyrirtækja í sjávarútvegi og sköpuðu þeim viðunandi rekstrar- grundvöll. Fyrsta barn ársins hér vestra kom í heiminn kl. 2:51 á nýársnótt. Það var stúlkubarn, 52 cm og 3.750 grömm. Foreldrareru Hildur Margrét Guðmundsdóttir og Óðinn Baldursson, Fjarðarstræti 55, Isafirði. Snót- in unga er annað barn ársins á íslandi. 69 börn fæddust á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði á síðasta ári, en voru 82 árið áður. Á sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði fjölgaði fæðingum hins vegar úr 7 árið 1990 í 10 árið 1991. Ljósmóðirin þar tjáði okkur að konur á upptöku- svæði sjúkrahússins á Patreksfirði færu ósjaldan í önnur byggöarlög til að fæða börn sín, þannig að áðurnefndar tölur segja ekki alla söguna um fólksfjölgun þar um slóðir. BÍLAÞJONUSTA DAÐA FJARÐARSTRÆTI20, 400 ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 94-3499 jr Smurstöð ir j ir Hjólbarðaviðgerðir ir Bifreiðaviðgerðir - bílasala Tjl Vestfjarða tvisvar í viku RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR „Er ekki sjálfsagt að læknar séu ábyrgir gjörða sinna?“ — Svo spyr Þorsteinn Jóhannesson yfírlæknir í ítarlegu viðtali, bls. 4-7

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.