Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 5
 Þorsteinn, Friðný og sonurinn Jóhannes. ekki trúa öðru en að þetta verði boðið út á næstunni, enda þurfum við á því að halda. Það er ansi þröngt hjá okkur núna, yfirleitt þrjú og upp í fimm rúm á göngunum, sem er náttúrlega engan veg- inn þægilegt fyrir sjúklingana og bölvanlegt fyrir starfsfólk- ið, en það tekur þessu af stó- ískri ró og vinnur sín verk af mikilli kostgæfni.“ - Hvað með annan aðbúnað á þessu húsi og þá með tilliti til hlutverks Fjórðungssjúkra- hússins? „Auðvitað vantar alltaf ein- hver tæki, en það er spurning um forgangsröð. Við erum mjög þokkalega tækjum búin, en þau eru farin að úreldast og sum orðin léleg, það er að segja, það eru komin betri tæki fram á sjónarsviðið sem gera allar sjúkdómsgreiningar auðveldari og nákvæmari. Víst væri mikill akkur í því að eignast slík tæki, en það gerist ekki í einni svipan, þau verða bara að koma í fyllingu tímans. Mörg fyrirtæki og fé- lög í bænum hafa verið dugleg við að styðja okkur, þannig að það er til nokkur peningur í tækjakaupasjóði sem við kom- um til með að nýta á næstunni. Það þarf bara að leita eftir bestu og hagkvæmustu tækj- unum. Með tilkomu nýju deildarinnar verður svo knýj- andi þörf á að fá sérfræðing í lyflækningum. En aðstaðan er í heildina mjög þokkaleg, það er í sjálfu sér ekkert yfir henni að kvarta.“ - Nú er oft talað um að hér sé ekkert hægt að gera, ef eitt- hvað sé að séu allir sendir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. „Það er alls ekki rétt. Það er ýmislegt hægt að gera hérna. En það sem okkur vantar er fagleg þekking, þckking sem kemur með fólki sem búið cr að starfa lengi í sínum sérgreinum, sem búið er að vera á stærri stöðum og öðlast víðsýni og reynslu. Þeg- ar við höfum slíku starfsfólki á að skipa er hægt að leysa geysilega mörg vandamál. Auðvitað komum við aldrei til með að geta leyst öll vandamál læknisfræðinnar, því til þess eru sérdeildirnar, hátækni- deildirnar á spítölunum í Reykjavík. Ég ímynda mér þó að það ætti að vera hægt að sinna hérna á Isafirði 85-90% allra tilfella. Það sem kannski kemur til með að verða mestur þrándur í götu okkar er rann- sóknaraðstaðan, hin svokall- aða hátæknirannsóknarað- staða, sem við munum náttúr- lega aldrei hafa efni á að setja upp á svona spítala. En það er vilji okkar sem stöndum í þessu að færa sem mest af heil- brigðisþjónustunni heim í hérað, vegna þess að það hlýtur að vera þægilegra fyrir fólkið að fá hana við húsdyrn- ar heima hjá sér frekar en að takast á hendur ferðalög, sem oft geta verið kostnaðarsöm, og koma síðan í umhverfi sem mörgum hverjum er framandi. Það er sennilega ekkert nota- legt fyrir gamalt fólk sem hefur búið hérna lengi að fara suður á spítaia, jafnvel þótt það eigi einhver ættmenni þar. Ég fyrir mitt leyti mundi helst vilja leita mér lækninga þar sem ég bý, þar sem fjölskylda mín er. Við megum heldur ekki gleyma því að sjúkrahús- ið er með stærstu vinnustöðum bæjarins og heilbrigðisþjón- ustan er einn af þremur þátt- um sem gera hvert byggðarlag lífvænlegt, það eru sem sagt skóli, atvinna, heilbrigðis- þjónusta. Eru þetta ekki þrjár meginkröfur mannréttinda?" Á vakt allan sólarhringinn - Hvernig cr að vera yfirlæknir á svona sjúkrahúsi? Er það þungbær ábyrgð? Liggurðu andvaka á nóttunni? „Nei,“ segir hann ákveðið. „Ég verð náttúrlega stressaður eins og allir aðrir en ég á af- skaplega auðvelt með að slappa af og hvíla mig, þannig að ég get ekki sagt að þessi ábyrgð, sem er talsverð, fari neitt illa með mig. Það sem er kannski erfiðast er að vera á vakt allan sólarhringinn allt árið um kring. Ég á reyndar dágóð frí út af gæsluvöktum og bakvöktum sem ég sinni, en það er ekki alltaf auðvelt að fá menn til að leysa sig af. Það er miklu frekar bindingin sem fer í mann heldur en ábyrgðin." - Hvernig tilfinning var það fyrir þig Isafjarðarpúkann að snúa aftur í þinn fæðingar- hrepp sem einn þýðingarmesti einstaklingur hans? „Ég veit það ekki,“ segir hann hugsi. „Ég hef aldrei litið svo á að þessi staða byði upp á að maður væri einn af þýð- ingarmestu mönnum bæja’’fé- lagsins. Hins vegar er því ekki að leyna að ég er með sérþekk- ingu og reynslu sem enginn annar býr yfir hér á svæðinu og miðla gjarnan af henni. Jú, víst var það erfitt, það var erfitt að koma heim aftur, því erum við ekki oft dómfrekari gagnvart fólki sem við vitum deili á heldur en hinum sem við þekkjum ekki neitt? Það kann að vera að ég hafi haft meiri áhyggjur af þessu heldur en efni stóðu tii; mér var afskaplega vel tekið af öllu starfsfólki sjúkrahússins og það hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt, sjúkra- hússstjórnin og framkvæmda- stjórinn hafa stutt dyggilega við bakið á mér og þessi stuðn- ingur hefur gert mér lífið létt- bærara." - Hjálpar það ekki að þekkja aðstæður? „Það er í mörgum tilvikum gott, en ekki alltaf. Gestsaug- að er oft gleggra og getur auð- veldað manni að leggja hlut- lægara mat á aðstæður." - Nú er þetta afar þröngt sam- félag hérna fyrir vestan og margir þegnar þess verða ein- hvern tímann á vegi þínum sem sjúklingar. Hvernig er síðan að umgangast þetta fólk utan vinnutíma, þegar þú ert ekki í hlutverki læknisins. Er það eitthvert vandamál fyrir Þ'g? „Nei, það er ekkert vanda- mál fyrir mig. I cinkalífinu úti- loka ég gjörsamlega það sem ég hef verið að gera í vinn- unni. Víst kemur fyrir að fólk spyr mig einhvcrs í tengslum við vandamál sem við höfum áður fengist við. Þá reyni ég að svara, en annars velti ég því aldrei fyrir mér hvort fólk hafi verið hjá mér. Nei, það er ekki erfitt.“ Áhugí á manneskjunni - Sumir líkja því að fara í læknisfræði við eins konar köllun. „Ég væri ekki sjálfum mér samkvæmur ef ég mundi segja það. Nei, þetta var ekki köllun, þetta var fyrst og fremst áhugi á starfinu, læknisfræðin býður upp á marga möguleika, maður þarf bæði að nota hendur og hugvit. Ég tel að ég hafi farið í þetta fyrst og fremst út af áhuga á manneskjunni." - Hefur yfirlæknirinn önnur áhugamál, en læknisfræðina? „Víst hef ég það. Reyndar hef ég látið áhugamálin nánast sitja á hakanum þetta árið, en ég stunda skíði ef ég get, fer ýmist á svigskíði eða göngu- skíði. Svo er ég haldinn þeirri áráttu að fara til fjalla þegar hausta tekur á rjúpnaskytterí. Ég hef gaman af því að fara í fjallgöngur og gönguferðir, fór í viku á Hornstrandir síð- astliðið sumar með bakpoka og tjald. Við gengum úr Horn- vík til Reykjafjarðar. Það var kannski ekkert alltof gott veður, en ég hafði gaman af því samt. Ég hafði aldrei kom- ið á Hornstrandir áður og þetta var sannarlega ekki síð- asta ferðin. Nú, svo reyni ég að lesa, maður þarf náttúrlega að fylgjast með í faginu og það tekur talsverðan tíma. Það er mjög mikilvægt því að öðrum kosti yrði engin framþróun. Við erum jú í hreinni vinnu hérna og ekki í neinum rann- sóknum eða tilraunum, þann- ig að við verðum að fá þær rriðurstöður annars staðar frá.“ Læknar ábyrgir gjörða sinna „Ég held að það sé misskiln- ingur að maður geti lært af reynslu annarra. Reynsla er nokkuð sem maður verður að öðlast upp á eigin spýtur,“ seg- ir Þorsteinn í framhaldi af hugleiðingum um framþróun. - En er það þá ekki eitt af vandamálum læknisfræðinnar ef læknirinn verður að gcra sín eigin mistök til að geta lært af þeim? „Jú, vegna þess að maður má helst ekki gera nein mistök. En við erum bara mannlegir og auðvitað henda okkur mistök eins og alla aðra. Það vegur hins vegar upp á móti að vera búinn að kynnast ýmsu „g hafa séð hvernig reyndari menn bregðast við þegar eitthvað fer úrskeiðis, því oft gera menn smávægileg mistök sem hægt er að bjarga á mjög einfaldan hátt hafi maður séð það gert.“ - Nú hefur maður stundum á tilfinningunni að hugtakið mistök sé dálítið viðkvæmt í læknastéttinni, það hafi aldrei mátt segja í heyranda hljóði að læknar séu mennskir og geri mistök eins og aðrir og þeir eru jafnvel sóttir til saka fyrir mistök sín. „Er ekki sjálfsagt að þeir séu ábyrgir gerða sinna? Mér finnst það.“ - En getur þessi ábyrð sem læknum er falin á lífi náungans aldrei vegið svo þungt að hún verði nánast lamandi? „Ef mér þætti þessi ábyrgð of mikil væri ég náttúrlega ekki að þessu. Um leið og ég fæ á tilfinninguna að þetta sé mér um megn hætti ég. Ann- ars yrði ég veikur. Ég held að þetta sér bara eins og í hverju öðru starfi." Hægt að lækna á einfaldan hátt - Oft finnur maður hjá al- menningi tröllatrú á færni læknisins. Hann er settur í nokkurs konar hásæti, hann er næstur fyrir neðan Guð. Þegar eitthvað bjátar á leitum við gjarnan til læknis og leggjum lífið í hendurnar á honum. „Það er sem betur fer sterk- ur lífsviljinn hjá mörgum ogef þeir finna að eitthvað bjátar á leita þeir sér hjálpar og oft á tíðum þarf svo lítið til að hjálpa, þannig að þaðer í valdi læknisins að hjálpa á mjög ein- faldan hátt. Með litlum til- kostnaði og jafnvel bara með góðum ráðum er í mörgum til- vikum hægt að hjálpa og við- komandi verður þakklátur fyrir að öðlast heilsu á ný, sem hann hefði kannski gert líka án læknisins. Ég held satt að segja að við læknum ekki svo mikið, líkaminn gerir það sjálfur. Aftur á móti getum við, út frá reynslu okkar, leið- beint fólki og róað það og hugsanlega gefið því tiltrú á ný. Það er nefnilega mín trú að ástand sálar og líkama hangi saman. Hvaðersálarlíf? það er svo allt annað mál.“ - Nú talar fólk oft um að þessi eða hinn læknirinn sé frunta- legur, hann umgangist sálina ekki af nægilegri nærgætni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.