Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.03.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.03.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992 3. TBL. 18. ÁRG. SÍMI94-4011 Ísfírðingafélagið í Reykjavík eflir átthagatengslin: Sóltún verður orlofsheimili fyrir brottflutta ísfirðinga — stjórnin kemur vestur um helgina ísfirðingafélagið í Reykja- vík hefur keypt húsið Sóltún (Hlíðarveg 2) á ísafirði og fær það afhent nú um helgina. Stjórnarmenn í félaginu (Ein- ar S. Einarsson formaður, Guðfinnur Kjartansson vara- formaður og Gunnar Sigur- jónsson gjaldkeri) eru að koma vestur, og liggur fyrst fyrir að kaupa húsgögn og annað sem til þarf í húsið. Eað verður síðan leigt út sem orlofs- og gestaheimili, fyrst og fremst fyrir brottflutta fs- firðinga. Ef húsið verður ekki fullnýtt þannig eru ýmsar aðr- ar hugmyndir tiltækar, t.d. að listafólk og rithöfundar geti fengið þar aðstöðu um ein- hvern tíma. Nú er verið að vinna að næsta tölublaði Vestanpósts- ins, málgagns ísfirðingafélags- ins (ritstjóri Bjarni Brynjólfs- son), þar sem notkun hússins verður kynnt rækilega, úthlut- unarreglur og annað, en þær hafa ekki verið samdar enn. ísfirðingafélagið í Reykja- vík var stofnað 1945. Skráðir félagar eru um 1.200 talsins. Kraftur er í starfi félagsins um þessar mundir eftir viðreisn þess fyrir fjórum árum. Sóltún var byggt um 1930, fyrsta húsið sem reis við Hlíð- arveg. Sá sem byggði sér þetta smágerða, sérkennilega og fallega hús var Guðmundur Jónsson frá Mosdal í Ön- undarfirði, kennari, tréskurð- armaður, smiður og félags- málafrömuður á ísafirði. Hann lést árið 1956. ísfirð- ingafélagið keypti húsið af Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur. Sóltún við Hlíðarveg á ísafirði. Ísfírðingafélagið í Reykjavík hefur keypt þetta fallega og smágerða hús til afnota fyrir brottflutta ísflrðinga. Öryggisþjónusta Vestfjarða: Eftirlit með eignum allan sólarhringinn Það eru fleiri gulir miðar en vegna innistæðulausra ávísana og Ijótra brota í fótboltanum og áskriftartónleika hjá Sin- fóníuhljómsveitinni: Ný teg- und af gulum miðum á dyrum og gluggum er um þessar mundir að breiðast út um ísa- fjörð og nágrenni. A þeim er merki nýstofnaðrar Öryggis- þjónustu Vestfjarða (hannað af Herði Kristjánssyni teikn- ara) og áletrunin Þetta fyrir- tœki er vaktað. Páll Sigurðsson, lögreglu- maður til margra ára, bæði í Reykjavík og á ísafirði, lét af því starfi um síðustu áramót til að hasla sér völl á öðrum en þó náskyldum vettvangi: Páll og starfsmenn hans taka að sér öryggisgæslu og vaktþjónustu og eftirlit með eignum. Fyrst og fremst er þar um að ræða fyrirtæki og stofnanir, en einnig skip og báta, gáma, at- hafnasvæði, einbýlishús þegar íbúarnir eru fjarverandi (lfka þarf að vökva blómin og gefa fiskunum), og raunar hvað sem óskað er eftir að þeir hafi gætur á (að vfsu taka þeir ekki að sér að passa börn, hvað sem síðar verður). Starfsemi Öryggisþjónustu Vestfjarða er hliðstæð þjón- — Ættarmótið á ísaflrði Vorverkefni Litla leikklúbbsins á ísafirði er Ættarmót- ið eftir Böðvar Guðmundsson. Æfingar standa nú yfir og leikstjóri er Arnór Benónýsson leikari. Frumsýning verður í byrjun apríl. Sýningar verða í Félagsheimilinu i Hnífsdal. Meðal leikenda eru Gróa Haraldsdóttir, Ingibjörg Matthíasdóttir, Eggert Stefánsson, Páll Loftsson og Hrönn Benónýsdóttir (formaður Litla leikklúbbsins). Hjónin Ásgeir S. Sigurðsson og Messíana Marsellíusdóttir og Harmónikufélag ísafjarðar sjá um tónlistina. Páll Sigurðsson, merki Öryggisþjónustu Vestfjarða á rúðunni. ustu Securitas og Vara í Reykjavík. Fyrst og fremst er tilgangurinn að koma í veg fyrir innbrot, þjófnaði og skcmmdarvcrk, og miðarnir gulu eru ekki síst til þess ætlaðir að halda spellvirkjum í hæfilegri fjarlægð. Bruna- varnir og annað eftirlit með eignum er einnig í verkahring Páls og félaga. Þessi þjónusta er í gangi allan sólarhringinn, alla daga ársins, en það liggur í hlutarins eðli að ekki verður farið hér nánar út í tilhögun öryggisgæslunnar. Pað er staðreynd, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að á ísafirði er nokkuð hátt hlutfall innbrota og skemmdarverka miðað við höfðatölu, enda mikil traffík af aðkomufólki. Öryggisþjón- usta Vestfjarða ætti að verða góður stuðningur fyrir lög- reglu og almenning í því að halda slíku niðri. Starfsemi Öryggisþjónustu Vestfjarða er alls ekki ein- skorðuð við ísafjarðarkaup- stað. Nánari upplýsingar gefur Páll Sigurðsson í síma 4268 eða 985-33345. VESTFIRSKA 4011 Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJÓNUSf A PÓLLINN HF. PÓLLINN HF. Verslun S 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.