Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.03.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 05.03.1992, Blaðsíða 8
TOLVUPAPPIR - LJOSRITUNARPAPPIR Gæðapappír á betra verði Leitaðu ekki langt yfir skammt ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 kVESTFIRSKA1 kVESTFIRSKA1 kVESTFIRSKA1 Nýr átthagaklúbbur að fæðast: Nú er veríð að koma á fót klúbbi eða félagi Norðlendinga á ísafirði. Að sögn þeirra Óðins bakara og Kolbeins Vals- sonar, sem í þessu standa, fer ekki framhjá neinum að á Vestfjörðum verður naumast þverfótað fyrir Norðlending- um. „Okkur finnst nauðsynlegt að reyna að koma saman og gera okkur glaðan dag, því auðvitað verðum við að standa vörð um mól okkar og menningu.1' Fyrirhugað er að halda á ísafirði á næstunni „loftbólu" (árshátíð) Norðlendinga, og á nafn samkomunnar að vísa til eðliseiginda norðanmanna, einkum Þingeyinga. Þar verður reynt að magna upp gamlan hreppa- og héraðarig að norðan, t.d. milii Húsvíkinga og Akureyringa. Mývetn- ingar mega vera með líka ef þeir hegða sér skikkanlega og skaffa silung. Nánari upplýsingar gefa Óðinn Svan í síma 4707 og Kolbeinn í síma 3437. Norðlendingar á ísafirði: Kolbeinn Valsson og Óðinn bakari. Niðursuðudos handa Svæðisút- varpi Yestfjarða? Sparnaðarráðstafanir í ríkisgeiranum koma víða fram, enda er sagt að það sé lítið sem hundstungan finnur ekki. Ökutækjamálefni svæðisútvarpsstöðvanna hafa að undanförnu verið til meðferðar hjá Ríkisútvarpinu. Fyrir nokkrum dögum var hringt hingað vestur og leitað eftir undirtektum við þá hugmynd, að Svæðisútvarp Vestfjarða fengi til afnota minnsta aíbrigðið af ónefndri japanskri bílategund. Hugmyndin féll í grýtta jörð, vægast sagt, enda Ijóst að viðkomandi kontóristi í fjármáladeildinni í Reykjavík hefur ekki gert sér fulla grein fyrir eðli málsins. Fyrir þá sem þekkja bara rödd Finnboga Hermannssonar en hafa ekki séð hann, má geta þess að hann er nærri tveir metrar á hæð, vegur töluvert á annað hundrað kíló og gengur á vetrum í tveimur lopapeysum undir þykkri úlpu. Ef unnt væri að troða Finnboga með einhverjum ráðum inn í umrædda japanska blikkdós, þá þyrfti bíla- klippur slökkviliðsins til að ná honum aftur út. Það er svo önnur saga, og ekki til þess fallin að gera Vestfirðinga ánægðari með hugmyndina, að Ríkisútvarpið hafði nóga peninga til að skaffa Svæðisútvarpi Austfjarða splunkunýjan og fullvaxta Subaru með drifi á öllum hjólum... Sóknarprestur telur fugla fyrir Vegagerö ríkisins Séra Sigurður Ægisson sóknarprestur í Bolungarvík er áhugasamur fuglaskoðun- armaður. I haust var séra Sig- urður ráðinn til að sinna þessu áhugamáli sínu í þágu Vega- gerðar ríkisins, hversu undar- lega sem það kann að hljóma: Verkefnið er í því fólgið að telja fugla í innanverðum Skutulsfirði einu sinni til þrisv- ar í viku í heilt ár, svo að menn viti betur hvað þeir eru að fara út í þegar ráðist verður í gerð vegar og brúar yfir fjörðinn frá Hafrafelli og yfir á Skip- eyri. Leirurnar í botni Skutuls- fj arðar eiga sér enga hliðstæðu í öðrum fjörðum við sunnan- vert ísafjarðardjúp. Þarnaeru ekki aðeins miklar leirur, heldur eru þær einnig óvenju- lega fjölbreyttar að gerð og auðugar að lífi, sannkallað gósenland fugla, einkum vað- fugla. Vegagerð ríkisins vill því hugsa sig um tvisvar áður en stórvirkum vinnuvélum verður att á þessar leirur og lífríki þeirra, enda er Gísli Eiríksson umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar hér vestra kunnur fyrir skógrækt- arstarf og umhyggju fyrir ís- lenskri náttúru. Svæðið þar sem séra Sigurð- ur telur fugla fyrir Vegagerð- ina nær frá Seljalandi (Brúar- nesti), inn fyrirfjarðarbotninn og allt út á Skipeyri, sem um þessar mundir er betur þekkt sem ísafjarðarflugvöllur. Þessar vikurnar ber helst á æðarfugli og mávi (svartbak, hvítmávi og bjartmávi), en „Lítið til fugla himinsins... “ Tækið sem séra Sigurður horfir í er ekki myndavél, heldur sjónauki sem hann festir á bílrúðuna. Svona fjölmúlavíl hefur Óðinn líklega notað til að sjá of heima alla hér um árið, enda hannað fyrir eineygða (guði og menn). einnig er nokkuð um stokkönd, hávellu og toppönd. Aðrir fuglar sem komið hafa við sögu í vetur eru tjaldur, stelkur, sendl- íngur, æðarkóngur, skúfönd, tildra, gulönd, duggönd, svanur, fálki, hrafn, lóuþræll og rita. Enn sem komið er hefur einna minnst verið um fugl einmitt á því svæði þar sem nýi vegurinn er fyrirhugaður. En allt mun þetta trúlega breytast með vori og sumri. Þá koma nýir siðir með nýjum fuglum og eflaust verða fugla- skýrslur sóknarprests þeirra Bolvíkinga til Vegagerðar ríkisins orðnar þykkar þegar ársins hringur lokast í byrjun september. Séra Sigurður við skýrslugerð - ekki til biskups, heldur til Vegagerðar ríkisins. n (VESTFIRSKAB A UGL ÝSINGAR SMÁA UGL ÝSINGAR © 4011

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.