Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1992, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1992, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992 4. TBL. 18. ÁRG. SÍMI944011 Harmonikufélag Vestfjarða — félagsmenn búsettir á svæðinu frá Reykhólum til Bolungarvíkur Félagar í Harmonikufélagi Vestfjarða koma víða við sögu, lleiri eða færri saman hverju sinni. Þessi mynd var tekin 12. júní síðastliðinn í garðinum við Árholt 5 á ísafirði, þegar nokkrir félagar birtust allt í einu og byrjuðu að spila til heiðurs húsráðandanum, Pétri Itjarnasyni fræðslustjóra, fimmtugum. Harmonikuféiag Vést- fjarða var stofnað !6. nóv- ember 1986. Félagsmenn eru nú 56 talsins. Sá nýjasti er Jóhann Sigurjónsson á Patreksfirði sem gekk í fé- lagið sl. mánudagskvöld, þann 9. mars. Félagar í Harmonikufé- iagi Vestfjarða éru búsettir á svæðinu frá Reykhóium tii Bolungarvíkur, og skal það áréttað sérstaklega, því að hér í blaðinu í síð- ustu viku var farið rangt með nafn félagsins og það nefnt Harmohikufélag ísa- fjardar. Slíkt er hið versta mál og er beðist afsökunar á því. Formaður Harmoniku- félags Vestfjarða frá upp- hafi hefur verið Ásgeir S. Sigurðsson. - HPM. Glæsileg bílasýning um helgina — sjá bls. 3 Margrét Bóasdóttir og Tríó Reykjavíkur: Halldór Haraldsson, Guðný Guðmundsdóttir og Gunn- ar Kvaran. Þetta úrvalslið tónlistarfólks hefur oft áður heimsótt tónlistarbæinn Isafjörð. Margrét Bóasdóttir var reyndar búsett á ísafirði um skeið ásamt eiginmanni sínum, séra Kristjáni Val Ingólfssvni. Þau hafa setið Greniaðarstað nyrðra um nokkur ár, en eru senn á förum á sjálfan Skálholtsstað. Þriðju áskriftartónleikar Tónlistarfélags ísafjarðar verða haldnir á sunnudaginn kl. 16 í samvinnu við Sólrisu Menntaskólans: Margrét Bóasdóttir syngur með Tríói Reykjavíkur Kæru tónlistarunnendur. Sunnudaginn 15. mars verða þriðju áskriftartónleik- ar vetrarins haldnir í sal Grunnskólans og hefjast kl. 16.00 (athugið - kl. fjögur síð- degis). Tónleikar þessir eru haldnir í samvinnu við Sólrisu Menntaskólans. Flytjendur eru í hópi okkar færustu hljómlistarmanna: Margrét Bóasdóttir, sópran; Guðný Guðmundsdóttir, fíðluleikari; Gunnar Kvaran, sellóleikari; og Halldór Har- aldsson, píanóleikari. Á efnisskrá verða „Eleg- iac“-tríóið eftir Rachmaninoff - „æðislega rómantískt og of- boðslega fallegt" er haft eftir einum flytjanda; Erkihertoga- tríóið eftir Beethoven - „klassískt metsöluverk“; og 7 rómönsur eftir Sjostakóvitsj við Ijóð eftir Alexander Blok - „gífurlega magnað verk, spannar allt tiifinningasviðið". Áskriftarkort gilda. Nem- endur Tónlistarskólans og Menntaskólans fá ókeypis aðgang. Almennt verð er kr. 1.000. Sem sagt: Mjög athygl- isverð efnisskrá með róman- tískri áherslu í söng og hljóð- færaleik. Fjölmennum! Kær kveðja. Jónas Tómasson. Frá íþróttafélaginu ívari: BINGÓ - BINGÓ-BINGÓ! — sunnudaginn 22. mars Kæru ísfirðingar og ná- grannar! Nú líður að mótum hjá okkur. Það fyrsta, ívars- mótið, verður haldið fyrstu helgina í apríl. Síðan kemur íslandsmótið 10.-12. apríl, en í lokin er Hængsmótið á Akur- eyri í byrjun maí. Þátttaka á þessum mótum kostar okkur mikla peninga. Þess vegna ætlum við í fjár- öflunarskyni að halda bingó sunnudaginn 22. mars, þar sem fjöldi góðra verðlauna verður í boði, því að flestöll fyrirtæki og verslanir standa á bak við okkur í þessu átaki. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma. Nánari upplýsingar um stað og stund. svo um styrktarað- ila, verða svo í næsta blaði eft- ir viku. íþróttafélagið ívar. VESTFIRSKA S 4011 Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJÓNUSTA © PÓLLINN HF. Verslun 33? 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.