Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1992, Blaðsíða 5
LVESTFIRSKA' Fimmtudagur 12. mars 1992 5 Happaleikur Holiday Inn — glæsileg verðlaun „Herbergin á Holiday Inn eru stór og við höfum því mj ög góða aðstöðu til að taka á móti fjölskyldum“, segir Wilhelm Wessmann hótelstjóri, en hó- telið leggur áherslu á helgar- gistungu fyrir fjölskyldur af landsbyggðinni. Ekkert auka- gjald er tekið fyrir börnin í, þannig að þau gista frítt. „Rúmin eru líka óvenju stór og þetta er að þakka alþjóð- legum gæðakröfum Holiday Inn hótelkeðjunnar, sem er hin stærsta í heimi. Fyrsta Holiday Inn hótelið var opnað í Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum 1952 og hanna og byggt sem fjöl- skylduhótel.“ „Hér í næsta nágrenni höfum við Laugardalslaugina, húsdýragarðinn og skauta- svellið og allt er þetta ókeypis fyrir gesti okkar,“ segir hótel- stjórinn. „Þá útvegum við barnagæslu á kvöldin, ef for- eldrar vilja bregða sér frá eina kvöldstund.“ Hótel Holiday Inn efnir til spurningaleiks í marsmánuði undir heitinu „Happaleikur Holiday Inn.“ Leikurinn er kynntur í blöðum úti um land- ið um þessar mundir og verð- launin eru óvenju glæsileg, - helgarferð fyrir alla fjöl- skylduna til Reykjavíkur, flug, bílaleigubíll og veislu- matur á Setrinu. Dregið verð- ur í beinni útsendingu á Bylgj- unni þriðjudaginn 31. mars. nk. Spurningarnar í happa- leiknum ásamt svarseðli voru birtar í Vestfirska í síðustu viku og verða aftur í næstu viku. Á Bylgjunni fer jafnframt fer fram kynning á ýmsum girnilegum réttum á nýjum matseðli, sem meistarakokk- arnir á Setrinu á Holiday Inn hafa sett saman. Þar starfa þrír af þeim fimm matreiðslu- meisturum, sem gerðu garð- inn frægan í alþjóðlegri keppni í Bandaríkjunum sl. vor og búa sig nú undir Olympíuleika matreiðslu- manna, sem verða í Frankfurt í haust. Á þriðjudögunt og föstu- döguni næstu þrjár vikur koma matreiðslumeistararnir á Holiday Inn í heimsókn í þátt Sigurðar Ragnarssonar á Bylgjunni, „Rokk og róleg- heit,“ sem hefst kl. 12.30. Þeir leiða hlustendur í gegnum uppskrift að rétti dasins, scm birtist samdægurs í Morgun- blaðinu. Heppnum hlustend- um er svo boðið í mat á Setr- inu. Bílaþjónusta Daða auglýsir: Ljósa- og húddhlífar á flestar gerðir bifreiða, t.d. Subaru Legacy Ford Explorer Ford Bronco II Ford Ranger Ford Econoline Nissan Terrano Nissan Pathfinder Toyota Hi-Lux Vindhlífar á glugga fyrir Toyota Hi-Lux Fjölbreytt úrval varahluta, svo sem viftureimar, kerti, Ijósaperur og samlokur, þurrkublöð, smursíur, loftsíur, eldsrieytissíur o.s.frv. Umboð fyrir Suzuki, BMW og Renault. BÍLAÞJÓNUSTA DAÐA FJARÐARSTRÆTI20 • ® 94-3499 ÍSAFIRÐI AL-ANON Ef þú berð umhyggju fyrir einhverjum sem á við áfengisvandamál að stríða getur AL-ANON leiðin hjálpað þér. Fundir eru á mánudögum kl. 21 í Aðalstræti 42 húsið opnað kl. 20.30. Föndurloftið Mjallargötu 5, sími 3659 Sunnukórsfélagar — myndakvöld — Myndakvöld verður föstudaginn 13. mars kl. 20.30 í salnum í húsi Norðurtangans við Sundahöfn. Veitingar. Félagar, mætið og hafið með ykkur myndir úr ferðum kórsins, bæði nýjar og gamlar. Myndakvöldsneínd. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 1992 í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða af- hent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hluta- bréfadeild á 2. hæð, frá og með 12. mars kl. 14:00. Dagana 13. til 18. mars verða gögn afgreidd frá kl. 09:00 til 17:00 og á fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. Skemmtikvöld á Hótel Isafírði Lítið eitt úr Víkinni Skemmtiflokkurinn Lítið eitt úr Víkinni skemmtir laugardagskvöld. Fjölbreyttur matseðill að vanda. Einstakt tækifæri til að fara út að borða oghlusta á heimagerða skemmtidagskrá. Pantið borð Verið velkomin

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.