Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1992 5. TBL. 18. ÁRG. SÍMI944011 Gjafír frá Isfírðingafélaginu til menningar- og líknarmála — til minningar um Hannibal Valdimarsson, Jón Leós, Birnu Eyjólfsdóttur og Högna Torfason ísfirðingafélagið í Reykja- vfk veitti nýkevptu húsi sínu á ísafirði, Sóltúni við Hlíðar- veg, viðtöku sl. laugardag og efndi til sfðdegishófs þar í hús- inu. Þrírstjórnarmenn í Isfirð- ingafélaginu komu vestur af þessu tilefni, þeir Einar S. Einarsson formaður. Guð- finnur Kjartansson varafor- maður og Gunnar Sigurjóns- son gjaldkeri. I hófinu afhenti Einar fyrir hönd ísfirðingafclagsins fjár- framlög til menningar- og líknarmála á ísafirði. Þar er annars vegar um að ræða pen- ingaverðlaun sent veita skal árlega í þremur skólum: I Grunnskóla Isafjarðar til minningar um Hannibal Valdimarsson. í Mcnntaskól- anum á ísafirði til minningar um Jón Leós og í Tónlistar- skóla ísafjarðar til minningar um Birnu Eyjólfsdóttur. Verðlaunin eiga að koma í hlut nemenda sem sýnt hafa lofs- verða ástundun og framfarir í námi, en jafnframt verið dug- legir í félagslífi eða borið hróður skóla sinna út á við. I annan stað afhenti Einar fjárstyrk til Bræðratungu, þjálfunarstöðvar og heimilis fatlaðra, í minningu Högna Torfasonar fréttamanns og rit- stjóra, sem lést ekki alls fyrir löngu. Högni heitinn átti sæti Nýir húsráðendur, stjórnarmenn í ísfírðingafélaginu, ásamt nokkruni gcstum sínum á tröppuni Sóltúns á laugardaginn. Erá vinstri: Guðfínnur Kjartansson varaformaður Isfírðingafélagsins; Hildigunnur Lóa Högnadóttir (dóttir Högna heitins Torfasonar); Einar S. Einarsson formaður félagsins; Einar Garðar Hjaltason forseti bæjarstjórnar Isafjarðar; Gunnar Sigurjónsson gjaldkeri félagsins; og Smári Haraldsson bæjarstjóri á Isafirði. í stjórn Isfirðingafélagsins. Hann átti tillöguna að nafni Bræðratungu þegar bræðurnir í Tungu gáfu lóð úr landi jarð- ar sinnar undir heimilið. Ávarp Einars S. Einarsson- ar í hófinu á laugardag er birt í heild á baksíðunni. Ný verslun, Heimaval, opnuð á Suðureyri Ný verslun, Heimaval, var opnuð á Suðureyri sl. föstudag. Hún er til húsa við Aðalgötu 15, þar sem Kaupfélagið var í eina tið. Eigandi verslunarinnar er Heimaval hf., sem er í eigu fimm einstaklinga, en fram- kvæmdastjórar eru þær Auður Stefánsdóttir og Birna Skarphéðinsdóttir. Heimaval er eina matvöruverslunin á Suðureyri, en eins og kunnugt er komst Suðurver í þrot fyrir nokkru. Rekstur- inn leggst vel í þær Birnu og Auði, þær eru bjartsýnar og hafa fengið mjög góðar undirtektir hjá bæjarbúum. „Við leggjum áherslu á að bjóða sambærilegt vöruverð og er á ísafirði og pöntum flestar vörur beint frá Reykjavík til að geta haldið verðinu niðri“, sagði Birna i samtali við Vest- firska. „Vöruúrvalið verður að teljast gott, en auk þess biðjum við fólk um að benda okkur á ef það er eitthvað sem því finnst vanta.“ Auk matvöru og tilheyrandi er einnig smávegis af leik- föngum, gjafavöru, sokkum og nærfatnaði og sauma- vörum á boðstólum í Heimavali. 51*1 W\rt Birna Skarphéöinsdottir (t.v.) og Auður Stefánsdóttir við kassann í nýju búðinni sinni á opnunardaginn. Ljósm. Þröstur Þorsteinsson. Einar S. Einarsson afhendir Ernu Guðmundsdóttur forstöðu- manni Bræðratungu minningargjöfína um Högna Torfason. Til hægri er dóttir Högna heitins, Hildigunnur Eóa, formaöur Styrktarfélags vangefínna. Einar S. Einarsson formaður ísfirðingafélagsins í Reykjavík (t.h.) og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og bæjarfógeti á ísafírði ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur arkitekt. Hvað geta fjölskylda, vinir og vinnuveitendur gert? Fyrirhugað er að halda fjölskyldunámskeið á vegum SÁÁ á ísafirði dagana 3. og 4. apríl nk. ef naeg þátttaka fæst. Ráðgjafar fjölskyldudeildar samtakanna fjalla um sjúkdóminn alkóhólisma og hvernig hann eyðileggur fjölskyldulíf.óg önnur mannleg samskiptí. Veittar eru leiðbeiningar til úrbóta, sem geta stuðlað að heilbrigði og einingu fjölskyldunhar bgfengið alkóhólist- ann til að leita sér aðstoðar. Alkóhólismi kallast fjölskyldusjúkdómur, því að hann snertir nánustu vandamenn sjúklingsins, maka hans, börn og foreldra. Vinir, vinnufélagar og vinnuveitendur fara ekki heldur varhluta af ástandinu. Námskeiðið á að hefjast föstudagskvöldið 3. apríl og standa allan laugardaginn. Nánari upplýsingar og skránmg hjá Guðrúnu í síma 94- 4390. Þessar girnilegu tertur með áletruninni Velkomin f Heima- val biðu fyrstu viöskiptavinanna þegar búðin var opnuö. VESTFIRSKA S 4011 Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJONUSTA © PÓLLINN HF. Verslun ‘S* 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.