Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 19. mars 1992 Vigfús Geirdal: Winnipeg Fálkarnir — vestur-íslenska ísknatt- leiksliðið sem sigraði fyrir hönd Kanada á Olympíuleikunum í Antwerpen 1920 “FÁT.K ARNTR” jL* jk. An m iiM.JL.. Jkm -JLi. 'k. jL tÍ wk. eftir úrslitasigurinn í Antwerpen. Frá vinstri til hwgri: Oviðmumlur Sigurjónsson (þjálfari); Hebbie Axford (ráðsmaður); “Wailie” Byron, hafnvörður; HalH (“Slim”) Halderson (sækjandi í hœgra armi); Frank Frederickson (miðsóknari og formaður flokksins); flokksins*; WT. A. Hewitt (umsjónarmaður canadiskra íþróttamanna & ólmpsku leikjunum); K.onni Jóhannesson (bakvörður); Magnús (“Mike’* Ooodnvan (sækjandi í vinstri armi); “Hnck” Uoodman (varamaður); Bobby Benson (bakvörð- ur); Chris Friðfinnsson (varamaður); öli Björnsson (aðstoðarmaður). ísknattleikur er þjóðar- íþrótt Kanadamanna. Þar varð íþróttin til og lengi vel voru þeir í sérflokki á öllum alþjóðlegum íshokkímótum. Reyndar gerðist það árið 1936 að Bretar urðu öllum á óvart Olympíumeistarar í ísknatt- leik. Leyndardómurinn á bak við þennan sigur var sá, að leikmennirnir voru allir bresk- ir Kanadamenn! Það snertir hins vegar stolt okkar Islendinga, að kana- díska landsliðið sem sigraði þegar fyrst var keppt í ísknatt- leik á Olympíuleikum var skipað leikmönnum sem nær allir voru af íslensku bergi brotnir. Þeir voru allir liðs- menn vestur-íslenska liðsins The Winnipeg Falcons. FÁLKARNIR STOFNAÐIR 1908 Islendingar í Kanada fóru strax um síðustu aldamót að iðka ísknattleik, fyrst í ýmsum félögum og skólum en árið 1908 stofnuðu íslendingar í Winnipeg sitt eigið fclag, The Falcons, sem þeir í sinn hóp nefndu ýmist Fálkana eða Haukana. Tóku þeir strax að kcppa í hinum ýmsu áhugamanna- deildum með góðum árangri. 1910 verða þeirefstir ísvokall- aðri ínlermediate League og vinna sér þar með rétt til að keppa í „fyrstu deildinni“ í Vestur-Kanada, Senior League of Western Canada. Fyrri heimsstyrjöld setti mjög strik í reikninginn því flestir leikmannanna urðu að gegna herþjónustu í her Kanada á vígstöðvunum í Evrópu. Þeir tóku síðan upp þráðinn að nýju að loknu stríðinu mikla ogárið 1920 rcis hróður þeirra hæst. Það ár verða þeir fylkis- meistarar í Manitobafylki og síðan vinna þeir Allanbikar- inn og eru þar með orðnir Kanadameistarar áhuga- manna. Þar með höfðu þeir unnið sér rétt til að keppa fyrir hönd Kanada á Ólympíuleik- unum í Antwerpen í Belgíu þá um vorið, sem jafnframt var heimsmeistarakeppni landsliða áhugamanna. Það er rétt að hafa í huga, að hér var um keppni á sumar- ólympíuleikum að ræða og ís- hokkí sennilega ekki viður- kennd ólympíuíþrótt á þess- unt tíma, en fjórum árum síð- ar voru fyrstu vetrarólympíu- leikarnir haldnir og þá sigruðu Kanadamenn á nýjan leikmeð ntiklum yfirburðum. MIKIÐ METNAÐARMÁL VESTUR-ÍSLENDINGA Það er til marks um þann WINNIPEC. MANITOBA, MIBVIKUÐAGINN 31. TMARZ, 1920. “Falcons” vinna Allanbikarinn iv Araateur Hockey Champions of Canada Chrla. FritlSö! Sub. Wftííy Byron, Goal. Mike öoodman. Left 'Wíng, ■> .Tohanníson, Dafence. FrankFredarícksoft. Capt.. centr«. HaSite Hailðrso! Rí'síit Mns. Swb. WmSL Mmwm, / Pr®*.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.