Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 8
TÖLVUPAPPÍR - LJÓSRITÖNAKPAPPÍR Gæðapappír á betra verði Leitaðu ekki langt yfir skammt ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 — Studio Granda sýnir arkitektúr í Slunkaríki Nú á laugardaginn, 21. mars kl. 16.00, verðuropnuð í Slunkaríkf á ísafirðs sýníng Studio Granda. Sýnt verður nýbyggt hús í Wiesbaden í Þýskalandi, sem hlaut l. verð- taun í aiþjóðlegri samkeppni, „Aktion Po!iphilc“, um íbúð- arhús árið 1989. Að Studio Granda standa arkítektarnir Margrét Haröar- dóttir og Steve Christer, bæöi útskrifuð frá „The Architect- ural Association School of Architecture" í London árið 1984. Hérlendís munu þau einkum veraþekktfyrirhönnun Ráðhússins við Tjömina í Reykjavík. Sýningin verður opin fimmtudag til sunnudags í viku hverri kl. 16.00-18.00 og stendur til 5. apríl. Verkið hefur áður verið sýnt á „Rathaus,'-Messe í Frankfurt, í Háskólanum i Dortmund, R.I.B.A í London, Architektur Forum í Zúrich og Hochschule fur angewandte Kunst í Vínarborg. Fjöldi gretna um verkið hefur birst í biöðum og arkitektatímaritum víða um heim. Rvriift páskafö ndríð iimani Mikið í írval af páska 10°/n kvnninfff vöru! irofclá/hii* JL /O lljIIIIIIIgí] af blúndud úkum. Nýkomið skre vtineaefni í hár- og borðs t d fvrir fern kreytingar, ninvuna Komið t'Vf l'VI / 1 L4 • f 5. 1 c r urvahd. Munið ÚTSÖLUNA á garni, ullarpeysur n o.fl. MikiU afsláttur! Verið velkomin. Föndurl loftið, Mjallargötu 5 (safirði — gistina og > /erslun — sími 3659 Sólarkoma, Sólarkaffi, Sóltún... / Avarp Einars S. Einarssonar for- manns Isfirðingafélagsins í síðdegis- hófínu í Sóltúni á laugardaginn í dag cr stór stund í sögu sumskipta og samgangs Isfirð- inga fjær og nær. Við sem fjarri búum höfum keypt okk- ur hús hér í bænunr til að vera nær ykkur. Eg vil fyrir hönd Isfirðinga- félagsins bjóða ykkur öllsömul hjartanlega og hátíðlega vel- komin hingað í Sóltún, sem átthagafélag brottfluttra ís- firðinga í Rcykjavík, og reyndar um allt land, hcfur lest kaup á fyrir skömmu og opnar nú dyrnar á, fyrst fyrir ykkur og síðan fljótlega fyrir góðum gestum úr fjarska, scm boðnir verða velkomnir að eyða hér nokkrum tíma, gam- alkunnug andlit að sunnan eða annars staðar af landinu, sem eiga eftir að verða aufúsugest- ir bæjarbúa, cf að líkum lætur. Af þessu ánægjulega tilefni þykir okkur í stjórninni hæfa að efna til þessa litla fagnaðar hér í dag í þessu litla húsi og endurnýja gömul kynni, bæði við húsið sem slíkt og ekki síður við ykkur, sem heiðrið okkur með nærveru ykkar, sérstaklega þau ykkar sem við þekkjum frá gamalli tíð og crum tengd vináttuböndum, og ykkur hin sem við höfum kallað til þessa hófs af sér- stöku tilcfni. Og vonandi njót- ið þið þessarar stundar með okkur og þeirra fátæklegu veiga sem fram eru bornar. Þó húsrýmið sé lítið, er hjartarýmið þeim mun stærra. Þröngt mcga sáttir sitja og standa. Á sama hátt og við í ísfirð- ingafélaginu höfum ánægju og gleði af því að treysta tryggða- böndin við átthagana hér fyrir vestan, er okkur mikils virði að njóta stuðnirrgs einstakl- inga og fyrirtækja hér á staðn- um við að efla hag og starfsemi félagsins. Með þessu boði hér og nú viljurn við einnig sér- staklega þakka forstöðu- mönnum fyrirtækja sem þar eiga hlut að máli þennan mikilsverða stuðning í gegn- um árin. ísfirðingafélagið í Reykja- vík er stofnað 1945 sem skemmtiklúbbur bro 11 f l u 11 ra ísfirðinga í Reykjavík. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og mörg brimaldan brotnað hér fyrir vestan. Mikil gróska og uppgangur hefur verið f félagsstarfinu síðustu árin og fjárhagsleg staða fclagsins batnað, sem gert hefur það kleift að ráðast í þessi húsakaup. Kemur þar til vaxandi þátttaka í Sólarkaff- inu, árshátíð félagsins, svo og útgáfa Vestanpóstsins, sem hafin var að frumkvæði Högna Torfasonar fyrir fjórum árum, stuttu eftir að núverandi for- ysta tók við. Það hefur verið okkur í stjórninni mikil hvatning að finna þann mikla áhuga sent „gamlir ísfirðingar á öllum aldri" hafa sýnt á því að starf- semi félagsins sé efld og aukin áhersla lögð á tengslin inn- byrðisog aukin ræktarsemi við gamla bæinn. Undanfarið hefur markið því verið sett hærra og stefnt að því að kaupa eða koma upp orlofshúsi eða gestaíbúð hér á Isafirði. Það hefur nú tekist og því er full ástæða til að lyfta glasi og skála fyrir því, og ekki hvað síst fyrir því hversu vel hefur tiltekist, um það tel ég að allir séu sammála. Sóltún er einkar fallegt og hrífandi nafn á húsi, og vel við hæfi eins og hér stendur á, því s t a rf se m i í sf i rð i n gafé l ags i n s hefur svo mjög tengst sólinni, sólarkomunni, sólarkaffinu. Að hafa sól í hjarta og sól í sinni er í raun okkar einkunn- arorð. Hugmyndin er að nýta húsið, eftir að það hefur verið búið húsgögnum og húsbún- aði, fyrir félagsmenn ís- firðingafélagsins skv. umsókn- um og með úthlutun líkt og gengur og gerist með orlofshús félaga og fyrirtækja. Þannig gcta gamlir ísfirðingar vænst þess að geta dvalið hér í heimilislegu og vistlegu um- hvcrfi í viku eða yfir helgar, sér til hressingar og hcilsubót- ar, ánægju og gleði, í faðmi fjalla blárra. Jafnframt er ætl- unin að gefa listamönnum og fræðimönnum sem þess óska kost á að dvelja í húsinu á vissum tímum árs, og auðga með því mannlíf og menning- arlíf hér á staðnum. Sóltún teiknaði og byggði Guðmundur heitinn Jónsson frá Mosdal árið 1930 og bjó í því allt til dauðadags 3. júlí 1956. Það var fyrsta húsið sem byggt var við Hlíðarveg. Guðmundúr frá Mosdal var gagnmerkur maður á sinni tíð @g öllum eftirminnilegur sem honum kynntust. Sem einn af „vorntönnum íslands" lét hann sig málcfni mann- eskjunnar miklu varða, var virkur í Ungmennafélags- hreyfingunni og Góðtempl- arareglunni. Þá lét hann sig málefni bæjarins einnig miklu skipta, sat í safnaðarstjórn og var meðhjálpari í Isafjarðar- kirkju. Hann var einn af for- göngumönnum Byggðasafns- ins og sýndi m.a. hug sinn í því að arfleiða safnið að húsi sínu Sóltúni ásamt munum sínum ýmsum. Menningar- mála- og mannræktaráhugi hans mun lengi halda nafni hans á lofti og tréskurðarmun- ir hans sýna ljóslega að hér var fágætur hagleiksmaður á ferð. Næsta tölublað Vestan- póstsins, sem væntanlegt er fljótlega, verður að verulegu leyti helgað húsakaupunum og minningu Guðmundar Jóns- sonar frá Mosdal. Guðfinnur Kjartansson, aðaldriffjöður félagsins (að öðrum drif- fjöðrum ólöstuðum), meðrit- stjóri Bjarna Brynjólfssonar að blaðinu, hefur sankað að sér miklu efni um Guðmund og mun gera því viðamikil skil í blaðinu. Við sem komnir erum á miðjan aldur og hér erum í dag, minnumst kannski eilítið óljóst dvalar okkar hér í hús- inu, þegar við á ungum aldri fengum hér okkar fyrstu til- sögn í handavinnu, og eigum e.t.v. Ijúfsárar minningar af kynnum okkar, og okkar fé- laga og systkina, við gamla manninn. Því er ekki að leyna að hann gat verið harður í horn að taka og viðskotaillur, þó hann væri einstakt ljúf- menni alla jafna. Sögur fara af því að hann sé hér eitthvað viðloðandi enn, en það getur þó varla talist annað cn til bóta að hafa góð- an anda í húsinu! Það er sannarlega reisn yfir þessu litla húsi sem nú er ætlað að þjóna sem orlofshús og samastaður brottfluttra Isfirð- inga, sem koma hingað til að „ganga aftur", þó ekki í bók- staflegum skilningi, heldur til að ganga aftur um fornar slóðir, endurnýja kynni sín af staðnum og rifja upp gamlar minningar. Það má því út af fyrir sig orða það svo, að tilgangurinn með kaupum Isfirðingafélags- ins á þessu húsi sé að senda ljóslifandi „afturgöngur" hingað vestur, brottfarna ís- firðinga, þó ekki að handan, heldur að sunnan. Menn eiga það til líka að hrökkva við þegar menn sjá fólk á ferð sem þeir hafa ekki séð lengi og vita oft ekki hvort er látið eða lif- andi. En að öllu gamni slepptu, við leyfum okkur að vona að af þessu átaki og með þessum húsakaupum eigi aðeins gott eftir að leiða fyrir ísfirðinga og ísafjörð. Meiri samgangur og samskipti, upplýsingamiðl- un gegn um félagsritið Vestan- póstinn og með öðrum hætti verði til þess að Isfirðingar um allt land láti sig málefni ísa- fjarðar meira varða og beri hag hans og bæjarbúa fyrir brjósti. AffYClD Bílaleiga VB I wl Car rental ÞÚ TEKUR VIÐ BlLNUM A FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.