Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992 6. TBL. 18. ÁRG. SÍMI944011 Bolungarvík: Neyðarsíminn á garði tekinn í Grundar- notkun Á Grundargarði í Bolungarvík. Á stærri myndinni frá vinstri: Gunnar Júi Kgilsson, Sveinbjörn Björnsson, Magnús Ólafs Hansson og Ólafur Kristjánsson. Á litlu myndinni er Gunnar Júl með steinvölu í hendinni, í þann veginn að brjóta glerið á kassanum og vígja neyðarsímann. Myndirnar tók Gunnar Hallsson. Fyrsti og eini neyðarsím- inn sinnar tegundar á bryggju hérlendis var tek- inn í notkun á Grundar- garði í Bolungarvík sl. föstudag. Símanum var komið upp að frumkvæði og fyrir tilstuðlan slysa- varnafólks í Bolungarvfk, ekki hvað síst Magnúsar Ólafs Hanssonar, sem hef- ur verið driffjöðrin í mál- inu. Ekki er sími þessi með hefðbundnum tökkum eða skífu, heldur nægir að lyfta af honum tólinu til að fá samband við vakt á sjúkra- húsinu. Að sögn slysavarna- manna í Víkinni hefur Sveinbjörn Björnsson svæðisumsjónarmaður Pósts og síma unnið ómælda sjálfboðavinnu við uppsetningu neyðarsímans og þess búnaðar sem hon- um er tengdur. Par er um að ræða Ijós og sírenu uppi í mastri á höfninni og síma sem hringir og gefur ljós- merki uppi ásjúkrahúsi, en þar er vakt allan sólar- hringinn og séð um að kalla á lögreglu eða björgunar- sveit ef þörf krefur. Finnbogi Bernódusson í Mjölni smíðaði kassann utan um símann, svo og undirstöður undir mastur, og gaf efni og vinnu. Tæknibúnaðurinn er hann- aður af Rafögn hf. í Reykjavík. Björgunar- sveitin Ernirlagði kapalinn af Grundargarði og upp á sjúkrahús. Fyrirhugað er að koma einnig upp samskonar neyðarsímum á hinum bryggjunum tveimur í Bol- ungarvík, Lækjarbryggj- unni og Brimbrjótnum. TILBOÐ PÓLLINN — JAPIS TILBOÐ Tökum gamla vídeóið upp í nýtt (Panasonic, Sony) Tökum gamla plötuspilarann upp í nýjan geislaspilara NÝTT FRAMLENGINGAR FYRIR SÍMA NÝTT Framlengingar; Úr veggdós í síma 6m, 10m, 15m Verð frá kr, 340,- Framlengingarhjól: Úr veggdós í síma 6m, 15m Verð frá kr. 990,- Gormsnúrur: Úr síma í símtól 3m, 5m Verð frá kr. 270,- Einnig: Símaklær, faxklær. modular veggdósir, splitterar og... Genie sjálfvirkur bílskúrshurðaopnari með öllum fylgihlutum Verð aðeins kr. 27.740,- stgr. SALA & ÞJÓNUSTA PÓLLINN HF. Verslun S 3092 Ljóðakaffi á Hótel ísafirði á sunnudag — Arnór Benónýsson les ljóð og Villi Valli spilar Hótel ísafjörður býður upp á Ijóðalestur og músík með síðdegiskaffinu á sunnudaginn (29. mars), í samvinnu við Litla leikklúbbinn. Arnór Benónýsson leikari, fyrrverandi leikhússtjóri á Akureyri, er þessar vikurnar á ísafirði við að setja upp vorstykki LL, og mun hann flytja Ijóð eftir ýmsa höfunda, svo sem Davíð Stefánsson. Villi Valli mun leika af fingrum fram milda músík á bak við. Kaffidrykkjan hefst um kl. 15 og nokkru síðar munu þeir Arnór og Villi Valli hefja flutning sinn. Þess má geta, þó að það sé annað mál, að Arnór er bróðir Hrannar Benónýsdóttur, formanns LL. annar fór upp á traktorinn “ Björn Andrés Ingólfsson, skólameistari á Grenivík, er áhugamaður um hjúskaparmál bresku konungsfjöiskyld- unnar og fylgist jafnan með ástandinu í Buckinghamhöll. Þegar Andrés prins gekk að eiga Söru Ferguson hér um árið sendi Björn Andrés honum svohljóðandi skeyti: Fögur og björt er framtíðin, fögnuður ríkir og það er von. Nú ertu kátur, nafni minn, nú ertu kominn á Ferguson. Er rennur á nótt í ríki þínu hjá rauðhærðu Söru þú háttar vel. En fyrr má nú gera að gamni sínu en gifta sig svona dráttarvél! Síðan var allt í lukkunnar velstandi á þeim bæ, að þvt er ætla mátti. Þess vegna komu skilaboðin frá drottning- unni núna um daginn eins og reiðarslag yfir bæði Björn Andrés og alla heimsbyggðina: Töluvert ill eru tiðindin: Hún tilkynnti mér það drottningin, að nú hefði Andrés hafni minn neyðst til að selja traktorinn. Að svo mæltu sendi Björn Andrés nafna sínum eftirfar- andi hughreystingarstef: Báglega fór með búskapinn, brugðust þér gömlu heilræðin, i óleyfi þegar, Andrés minn, annar fór upp á traktorinn. Nú gildir það bara, góurinn, að gefast ekki upp við búskapinn. Næst skaltu Zetor, nafni minn, næla þér í við heyskapinn. Yerður Edinborgarhúsið á ísafirði Menningarmiðstöðin Edinborg? — sjá bls. 4-5.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.