Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 4
tVESTFIRSKA' 4 Fimmtudagur 26. mars 1992 VILTU UEKKA RE KSTR ARKOSTN AÐIN N ? BERÐU SAMAN VERÐIÐ! Þegar mikid er notað af tölvupappír í daglegum rekstri, þá skiptir verðið miklu máli. Tölvupappírinn frá Prentstofu G. Ben. hefur reynst vel og er á sanngjörnu verði. Ef hagkvæmni skiptir þig einhverju máli, þá bendum við þér á að athuga verðið næst þegar þú kaupir tölvupappír. Isprent hf. er umboðsaðili G. Ben. á Vestfjörðum og þar eru ávallt til allar algengustu gerðir á lager. Hér eru nokkur dæmi um verð: Tegund Verðákassa Magníkassa með vsk. 121 einrit................................ 2.876,- 2000 122 tvirit 5.080,- 1000x2 123 þrírit 3.996,- 500x3 221 einrit 3.561,- 2000 311 60 gr. einrit A-4 2.876,- 2000 311 80 gr. einrit A-4 3.461,- 2000 312 tvírit A-4 4.930,- 1000x2 313 þrírit A-4 3.997,- 500x3 321 80 gr. einrit A-4 fíngataður 4.893,- 2000 611 60 gr. einrit A-5 3.113,- 4000 611 80 gr. einrit A-5 4.669,- 4000 612 tvírit 5.192,- 2000x2 613 þrírit A-5 4.009,- 1000x3 Athugið málið, hringið eða lítið inn í Aðalstræti 35 ISPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 Frá verðlaunaafhendingunni í Slökkvistöðinni á ísafírði á þriðjudaginn: Frá vinstri Bjarki Þór Jónsson, Brynjar Þór Ingjaldsson, Magnús Freyr Ingjaldsson, og Kristján Finnbogason vara- slökkviliðsstjóri. Eldvarnir í heimahúsum í fyrradag fór fram í Slökkvistöðinni á ísafirði verðlaunaafhending vegna spurningakeppni um eldvarnir í heimahúsum, sem Lands- samband slökkviliðsmanna gekkst l'yrir í vetur. Keppni þessi fór fram unt land allt, en hér vestra gaf Félag slökkvi- liðsmanna á ísafirði þrcnn verðlaun og var dregið úr rétt- um lausnum, sem reyndust þrjátíu talsins. Fyrstu verðlaun hlutu bræð- urnir Magnús Freyr og Brynj- ar Þór Ingjaldssynir, Túngötu 3 á Isafirði, önnur verðlaun hlaut Bjarki Þór Jónsson, Lyngholti l(l á ísafirði, og þriðju verðlaun Magnús Steingrímsson, Stað í Stein- grímsfirði. Verðlaunin. sem voru slökkvitæki, reykskynjarar og eldvarnateppi, afhenti Krist- ján Finnbogason varaslökkvi- liðsstjóri á ísafirði. Formaður Félags slökkviliðsmanna á ísa- firði er Bergmann Ólafsson. Á mánudagskvöldið fjölmennti áhugafólk á vettvang að skoða innviði Edinborgarhússins. Hér skoða teikningar (frá vinstri) Sveinbjörn Björnsson, Guðmundur Stefánsson, Elísabet Gunnars- dóttir, Jón Sigurpálsson, Páll Loftsson, Kristján K. Jónasson og Hjörleifur Stefánsson arkitekt og starfsmaður Húsafriðunarnefndar ríkisins, sem staddur var á Isafirði. Menningarmiðstöð í Edinborgarhúsi? Á sunnudaginn var haldinn undirbúningsstofnfundur samtaka um kaup á Edinborg- arhúsinu við Aðalstrætið á f sa- firði. Flér er um að ræða (enn sem komið er) laustengdan hóp félaga og áhugafólks, en hugmyndin er sú að félög sem vinna að menningarmálum taki sig saman og komi sér fyrir í húsinu með starfsemi sína. Einnig er áhugi fyrir því að reka þar sjálfstæðan lista- skóla, sem gæti tengst menn- ingarfélögunum og mennta- stofnunum bæjarins. Hug- myndir eru einnig um það, að í húsinu verði upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir ferða- menn, svo og skrifstofa Djúp- bátsins hf. Edinborgarhúsið er alls 1.155 fermetrar á þremur hæðum. Húsið var reist árið 1907 samkvæmt teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsa- meistara, sem oft er nefndur fyrsti íslenski arkitektinn. Á meðal verka hans má nefna pósthúsið í Reykjavík og Vífilsstaðaspítala, og kir- kjurnar á Húsavík og Þingeyri og Hólskirkju í Bolungarvík. Rögnvaldur er jarðsettur á ísafirði. Edinborgarhúsið er geysilega vel viðað. Það var lengi eitt mesta mannvirki á ísafirði. Edinborgarhúsið var í eigu Edinborgarverslunar uns hún hætti starfsemi undir lok fyrra stríðs. Togarafélag ísfirðinga var þar tii húsa á árunum milli stríða. Kaupfélag ísfirðinga eignaðist Edinborgarhúsið árið 1937 og átti það í rösklega hálfa öld, eða þar til það komst í eigu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Þessa dagana standa yfir þreifingar við stjórn SÍS um kaup á hús- inu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.