Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 8
FYRIR FERMINGARNAR Útvegum Gyllingu á sálmabækur áprentun á servíettur merkingu á hátíðakerti t BÓKAVERSLUN r JÓNASAR TÓMASSONAR . Sími 3123 ísafirði Umsækjendur um stöðu aðalbókara ✓ Ellefu sóttu um stöðu aðalbókara isafjarðarkaup- staðar, en frestur til að sækja um rann út sl. föstudag. Umsækjendur eru þessir: Þórir Bragason, Reykjavik, Páll R. Pálsson, Bolung- arvík, Hjördís Hílmarsdóttir, Reykjavík, Birgir Valdi- marsson, ísafiröi, Sólveig Kristjánsdóttir, isafirði, Bára Einarsdóttir, ísafirði, Arinbjörn Gunnarsson frá ísafirði, Guðbjörg Konráðsdóttir, Reykjavík (frá ísafirði), Jónas Dalberg Karlsson, Örnólfsdal í Þverárhlíð í Borgarfirði, Sturla Gunnar Eðvarðsson frá Suðureyri við Súganda- fjörð, og Sigurlaug Reynisdóttir (eiginkona Sturlu Gunnars). einn kflómetri Jarðgangagerðinni úr Tungudal miðar örugglega áfram. í dag, fimmtudaginn 26. mars, er þeim áfanga náð, að gangagerðarmenn eru komnir eitt þúsund metra inn í fjallið. Hundaskítur í hendur lögreglunni á Isafirði Tveir starfsmenn ísafjarðarkaupstaðar komu á skrif- stofu Vestfirska fréttablaðsins á þriðjudagsmorguninn og skýrðu frá því, að við tæmingu á ruslakössum bæjarins fyrr um morguninn hefði fundist efni sem líktist hass- köggium. Efni þetta fannst innpakkað í plast i tveimur ruslakössum, við Landsbankann og á horni Hafnarstrætis og Mánagötu, og var afhent lögreglunni á ísafirði til rann- sóknar og meðferðar og nánari ákvörðunar. Vestfirska hafði þegar í stað samband við lögregluna og spurðist fyrir um málið. Jónas H. Eyjólfsson yfirlög- regluþjónn varð fyrir svörum. Rannsókn hafði ekki tekið langan tíma: Niðurstaðan var sú að hér væri ekki um hass að ræða, heidur hundaskit. Aðspurður sagðist yfirlög- regluþjónninn ekki búast við því aðfrekari rannsókniryrðu gerðar á hundaskítnum eða að frekar yrði aðhafst i mál- inu. Áðurnefndir bæjarstarfsmenn voru í senn undrandi á viðbrögðum lögreglunnar og ósáttir við þau, og sögðu að kögglar þessir hefðu verið alls ólikir hefðbundnum hunda- skit, auk þess sem lyktin hefði verið önnur. Vestfirska fréttablaðið reynir jafnan að skitja báða máls- aðila, þegar um ágreining er að ræða, og finna niðurstöðu sem báðir geta fallist á. Tilgáta blaðsins í þessu máli er sú, að hér hafi að vísu verið um hundaskít að ræða, en úr hasshundi. Hólmavíkurhreppur: Verðlaunasamkeppni um gerð minjagripa — sem tengjast sögu, náttúru eða menningu á Ströndum HREPPSNEFND Hólma- víkurhrepps hefur samþykkt að efna til samkeppni um gerð minjagripa. Tilgangurinn er að leita eftir hlutum sem tengj- ast sögu, náttúru eða menn- ingu á Ströndum og henta til framleiðslu í héraðinu sem minjagripir fvrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda. Samkeppnin er öllum opin. Um hana gilda eftirfarandi skilmálar: Til greina kemur að nota hvaða hráefni sem er til fram- leiðslu gripanna, en heppilegt er að það sé fáanlegt í hérað- inu. Hugmyndum má skila í formi fullunninna gripa, eða með teikningum, eða með skriflegri lýsingu. Mikilvægter að grundvallarhugmyndin komi skýrt fram, og að dóm- nefnd geti gert sér góða grein fyrir cfnum og áferð, ytra formi og framleiðsluaðferð- um. Dómnefnd mun leitast við að dæma um gæði hlutanna án scrstaks tillits til þess í hvaða formi hugmyndinni er skiiað. Hugmyndum skal skilað til skrifstofu Hólmavíkurhrepps, vandlega frágcngnum í lokuð- Annað bingó fyrir- hugað hjá íþrótta- félaginu Ivarí Bingó íþróttafélagsins ívars (íþróttafélags fatlaðara) á ísa- firði, sem haldið var í Alþýðu- húsinu um helgina, var vel sótt og tókst með ágætum. Ákveðið hefur verið að endurtaka gamanið áður en langt um líður, enda áskotnaðist félaginu svo margt góðra gjafa frá velunnurum sínum til að hafa í vinninga, en enn er nóg eftir að spila um. Nánar auglýst hér í blað- inu þegar þar að kemur. um kassa eða umslagi. Hug- myndirnar skulu merktar með dulnefni, en nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Skilafrestur er til miðnættis sunnudaginn 10. maf 1992. Verðlaunafé er kr. 50 þúsund, og kemur það í hlut eins höfundar eða fleiri eftir ákvörðun dómnefndar. Dómnefndina skipa Ólafur Ingimundarson, Svanshóli, Signý Ólafsdóttir, Hólmavík, og Stefán Gíslason, Hólma- vík. MALNING MALNING Páskatilboð 20% afsláttur af innanhússmálningu til páska —I SIMI 688888 fiCY5IB Bí|a,ei9a VE I Vl IK Car rental DUGGUVOGURÍO PÚ TEKUR VIÐ BlLNUM A FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.