Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.04.1992, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 09.04.1992, Síða 1
FTMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 8 TBL. 18. ÁRG. SÍMI94-4011 Heilsudagar í Grunnskólanum Sunna Dís Magnúsdóttir, 7. Á klappar Blesa og sýnist enginn viðvaningur í faginu. Ekki drepa kettina — þá fjölgar músunum, segir Dóri Hermanns Halldór Hermannsson. í 7. bekk Grunnskólans á ísafirði hefur stundaskrá verið brotin upp frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku og hafa nemendur verið í ýmsum verkefnum í tengslum við „heilsudagana". ..Heilsudag- ar" eru verkefni sem nemend- ur vinna og markmiðið er að þeir geri sér grein fyrir hversu nauðsynlegt hollt fæði og heil- brigt líferni er fyrir þá. Niður- stöður rannsókna sýna að námsgeta og athyglisgáfa skerðist verulega ef nemendur fá ekki hollan mat og hreyf- ingu reglulega. Sctt var upp dagskrá þar sem nemendur borðuðu holl- an mat, fóru í gönguferðir, hestakynningu, ratleiki, dans og sund, unnu veggspjöid og kynntu sér hollar lífsvenjur. Einnig hlýddu nemendur á fyrirlestra í næringarfræði. I öðrum bekkjum skólans var stundaskrá ekki brotin upp og hefðbundinni kennslu hald- ið uppi, en áhersla lögð á þetta þema í kennslunni þessa daga. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nemendur 7. bekkjar voru á svæði hesta- mannafélagsins Hendingar í Hnífsdal í hestakynningu. Þar sýndi Karl Geirmundsson þeim galdur hestamannsins og það, að á milli hests og manns hangir leyniþráður. Sýndu krakkarnir kennslunni mikinn áhuga, enda er Karl marg- reyndur hestamaður. -GHj. Halldór Hermannsson hringdi og mótmælti frétta- flutningi í blöðum undan- farið af vatnsmálum, rottu- stríði og villikattadrápi á ísafirði. Sagði hann fáa þora að koma til bæjarins á Skíðavikuna vegna þess að ekki væri hægt að baða sig á ísafirði og hvæsandi villikettir gengju þar lausir um götur. Einnig væri allt vaðandi í rottum sem ónáð- uöu gesti og bæjarbúa. Þetta væri ekki rétt, sagði Halldór, og byggju ísfirð- ingar í ekki verra umhverfi en aðrir landsmenn. „Þetta eru ekki rottur. Mennirnir þekkja ekki lengur í sundur rottur og mýs. Síðan kettir voru drepnir hér í stórum stíl, fyrir hálfu öðru ári, hefur músum fjölgað ógurlega í bænum. Ég er á móti því að drepa kettina því þeir halda músunum í skefjum", sagði Dóri í sam- tali við blaðið. -GHj. Canon MYNDAVÉLAR VÍDEÓTÖKUVÉLAR Föstudaginn 10. apríl kynnum við nýjustu myndavélarnar og vfdeótökuvélarnar frá CANON í BÓKHLÖÐUNNI Sölumaður frá Hans Petersen verður á staðnum til leiðbeiningar og ráðgjafa HflNS PETERSEN HF u BOKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR ísafirði, sími 3123 — HÚS TIL SÖLU Húseignin Móholt 5, ísafiröi, sem er einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr, er til sölu. Nánari upplýsingar í síma 3381. Rafþjónusta Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJÓNUSTA PÓLLINN HF. Verslun ‘Sr 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.