Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 8
i öiluiri verðflokkum JFE Byggingaþjónustan hf. Bolungavík • Sími 7353 Teflt á bæjarskrifstofu — hrókeringar í mannaráðningum Eins og er kunnugt er bæjarstjórinn á ísafirði mikíll og góður skákmaður. Nú hafa átt sér stað miklar hrókeringar á bæjarskrifstofunni. Guðbjörg Konráðsdóttir hefur verið ráðin aðalbókari kaupstaðarins úr hópi ellefu umsækjenda í stað Pétur Jónassonar, sem hvarf til annarra starfa. Birgir Valdimarsson, einn umsækjenda um sfarf aðal- bókara, hefur verið ráðinn til starfa á bæjarskrifstofuna sem framkvæmdastjóri verkamannabústaða í stað Sigurðar Mar Óskarssonar, sem fer til fyrri starfa á Tækni- deild bæjarins. Bára Einarsdóttir, sem einnig var umsækjandi um stöðu aðalbókara, hefur verið ráðin til þess að leysa af í starf bæjarritara, en sem kunnugt er fór Magnús Reynir Guð- mundsson í ársleyfi frá því starfi og er nú framkvæmda- stjóri Togarútgerðar fsafjarðar. Eyjólfur Bjarnason, forstöðumaður Tæknideildar, mun svo gegna stöðu bæjarstjóra í forföllum og fjarveru Smára Haraldssonar, bæjarstjóra. Eins og sjá má af þessu hefur taflið verið flókið og enn eru sjálfsagt nokkrir leikir eftir I stöðunni. Ekki er hægt að sjá þá út ennþá. T.d. hvar þeim átta umsækjendum um aðalbókarastöðuna, sem ekkert starf fengu, verður komið fyrir í bæjarkerfinu. -GHj. Fagranes í bflaflutningum Fagranesið hefur bílaflutninga í dag á milli Isafjarðar og Melgraseyrar. Standa flutningarnir nú yfir hátíðirnar og er hagkvæmt fyrir ferðafólk að notfæra sér ferðirnar til að stytta aksturinn og njóta siglingar um l'safjarðardjúp. Ferð- irnar verða sem hér segir: í dag miðvikudag kl 17:00 frá ísafirði og kl 19:15 frá Melgraseyri. Síðan verður ferð laugardaginn 18. apríl og er brottför frá ísafirði kl 08:00. Einnig verða ferðir þriðjudaginn 21. apríl og föstudaginn 24. apríl og er brottför í þærfrá ísafirði kl 10:00. Fargjaldið fyrir bíl allt að fimm metra að lengd verður kr. 2,000 og síðan kr 1,000 fyrir hvern metra fram yfir það ef bíllinn er lengri. Síðan kostar kr. 1,000 fyrir bílstjórann og 500 kr. fyrir fyrsta farþega bifreiðarinnar. Ef farþegar eru fleiri í bíl kostar ekkert fyrir hina. Að sögn Snævar Guðmundssonar, bónda á Melgras- eyri, er vegurinn frá Melgraseyri og inn að Hvannadalsá, þar sem komið er á þjóðbrautina suður, mjög góður og snjólaus með öllu. -GHj. Ms Fagranes. / Dimissjón MI var á föstudag Fjórðu bekkingar MI dimi- teruðu á föstdaginn. Nemend- ur komu saman um fjögur leit- ið um morguninn, hituðu sig upp fyrir daginn og dubbuðu sig upp í fangabúninga. Síðan gengu þau um bæinn og vöktu upp umsjónarkennara sína á mjög ókristilegum tíma. Kennararnir gáfu nemendun- um morgunmat. Þá var farið upp í skóla og skólastarfið í yngri bekkjunum truflað. Á tröppum skólans var svo at- höfn þarsemJ. bekkurkvaddi 4. bekk út úr skólanum og sendi þau í burtu. „Dimis- sjón“ þýðir reyndar brottsend- ing. Eftir það voru nemendur dregnir af traktor í heyvagni um bæinn með hávaða og látum. Um kvöldið var svo ball. Eftir ballið var komið páskafrí sem nemendur nota til upplestrar fyrir próf sem útskrifast þeir í vor. hefjast eftir páska og síðan -GHj. Snjómokstur á Yestfjörðum næstu daga Frá síðasta föstdegi brcytt- ust snjómoksturdagar Vega- gerðar ríkisins á leiðinni Súða- vík til Hólmavíkur, og þaðan áfram suður Strandir þannig, að mokað verður þrjá daga í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, í stað þriðju- daga og föstdaga áður. Snjómokstursdagar yfir há- tíðina verða sem hér segir: Patreksfjörður - Brjánslækur og Tálknafjörður - Bíldudal- ur, dagana 15., 16., 18., 20. og 22. apríl. Flateyri - Þingeyri, 15., 16., 18., 20., 21. og 22. apríl. Isafjörður - Suðureyri -Flateyri, 15., 18., 20. og 22. apríl. Súðavík - Hólmavík, 15., 18., 20. og 22. apríl. Hólmavík - Drangsnes, 15., 18., 20. og22. apríl. Hólmavík - Brú í Hrútafirði, 15., 16.. 18., 20., 21., og 22. apríl. Gísli Eiríksson, umdæmis- Gísli Eiríksson umdæinisverk fræðingur V.r. verkfræðingur Vegagerðar- innar á Vestfjörðum, sagði í viðtali við blaðið að það yrði skoðað eftir páska hvort unnt yrði að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. „Vega- gerðarmenn fóru fyrir skömmu upp á þær heiðar að skoða snjóalög. Þeir komu mjög hissa til baka því þar er óvenju mikill snjór, sérstak- lega á Dynjandisheiðinni. Venjulega er þær heiðar opn- aðar svona um mánaðarmótin apríl, maí og þegar veðrátta er slæm og snjóþungt hefur það dregist fram eftir mafmán- uði. Mér finst líklegt að nú verði opnað vestur fljótlega eftir mánaðarmótin,“ sagði Gísli. — SÍMI 688888 fifCYSf D Bna,eiga VE I wl f& Car rental DZJGGZJVOGZJFL ÍO ÞÚ TEKUR VIÐ BÍLNUM Á FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG SKILUR HANN EFTIR Á SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ. TÖLVUPAPPÍR LJÓSRITUNARPAPPÍR ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.